Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 13
Metronome kosningarnar um fremstu jazzleikara Bandaríkjanna 1950 Tónlistarblöðin Metronome og Down Beat láta fara fram kosningar hver áramót um beztu jazzleikara Bandaríkj- anna. Metronome kosningarnar eru af öllum taldar áreiðanlegri og hefur Jazz- blaðið birt úrslit þeirra síðastliðin þrjú ár. Okkur bárust úi’slitin nokkuð seint í hendur núna og munum þess vegna ekki birta atkvæðatölur eða myndir af fremstu mönnum, heldur minnast nánar á þá, er freinstir urðu. Buddy DeFranco er orðinn jafn ó- sigrandi á klarinet og Benny Goodman var áður, gamli maðurinn er aftur á móti númer tvö. Þriðji er Woody Her- man, en menn eins og Barney Bigard og Jimmy Hamilton eru nokkru neðar. Charlie Parker er fyrstur á altó-saxó- fón. Á eftir honum koma Lee Konizt, Johnny Hodges, Art Pepper og Willie Smith. Stan Getz er aftur fyrstur á tenói’- saxófón. Flip Philips er hins vegar næstur, þar næst Lester Young, og á eftir honum hinir ungu tenóristar Warne Marsh, sem leikur hjá Lennie Tristano, Sonny Stitt, sem áður var góðkunnur altóleikari en er nú talinn einn efnileg- asti tenóristinn. Síðan kemur Chai’lie Ventura og þá Coleman Hawkins. Serge Chaloff er fremstur á baritón- saxófón þriðja árið í röð. Síðan kemur hinn ungi Gerry Mulligan, sem einnig er mikill útsetjari. Þá kemur Harry Carney og síðan Lee Parker. Miles Davis er fremstur á trompet og eru það fyrstu breytingarnar á fyrsta sæti frá því í fyrra. Davis er nú í hópi beztu jazzleikara Bandaríkjanna. Dizzy Gillespie er næstur á eftir Davis, síðan Howard McGee og svo Maynard Fergus- son, en hann var fremstur í Down Beat kosningunum. Þá kemur Shorty Rogers, góður trompetleikari, sem lítið hefur borið á. — Louis gamli Armstrong er næstur. Bill Harris er enn einu sinni fremst- ur á trombón. Ætlar að verða bið á, að fram komi annar eins trombonleikari og hann og Kai Winding er enn einu sinni í öðru sæti. Síðan kemur J. J. Johnson, og þá Benny Green, sem lék hjá Charlie Ventura. George Shearing. er númér eitt á píanó og Lennie Tristano númer tvö. Þveröfugt við það, sem var í fyrra. Bud Powell er í þriðja sæti, Oscar Peter- son í fjórða. Síðan koma þeir Eri’oll Garner, King Cole, A1 Haig, Stan Kenton og Lou Levy. Billy Bauer er einu sinni enn fremst- ur á guitar. Svo þeir Chuck Wayne, Laurindo Almeida, Les Paul og Irving Ashby.' Max Roach skipar fyrsta sæti sem trommuleikari, en Shelly Manne er nr. tvö. Er það eins og með píanóið, þver- öfugt við það, sem var í fyrra. Buddy Rich er þriðji, svo koma þeir Don La- Framh. á bls. 21. JoMllUií 13

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.