Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 6
Ormslev var þó ekki lengi hjá Birni R. Hann var ekki í Félagi íslenzkra hljóð- færaleikara og varð því að hætta. Um næstu áramót byrjaði hann svo í hin- um unga K.K.-sextett,. sem þá lék i mjólkurstöðinni. Þar lék Gunnar fram á næsta vor. Haustið á eftir byrjaði hann hjá Bimi R. Einarssyni, þar sem hann hefur verið óslitið síðan. Þegar stórar hljómsveitir hafa æft saman, þá hefur Gunnar jafnan þótt sjálfsagður þar sem 1. tenór. Gunnar er líklega sá hljóðfæraleikarinn, sem mestum og bezt- um framförum hefur tekið hér á landi undanfarin ár. Frá því að maður heyrði í honum sem litla altó-saxófónleikaran- um með góðar hugmyndir og slæma tón- inn, fyrir rúmum fjórum árum, hefur Gunnar breytzt í afburða tenór-saxófón- sólóista með ennþá fjölbreyttari hug- myndir og miklu betri tón. Fyrir utan, að á þessum tíma hefur honum tekizt að yfirstíga hindrun flestra þeirra, sem orðið hafa að læra á hljóðfæri hjá sjálf- um sér: Hann les nótur viðstöðulaust. Einnig hefur hann lært á klarinet, sem nauðsynlegt er fyrir hvern saxófónleik- ara að vera með, þegar hann leikur með stórri hljómsveit. Ég spurði Gunnar hverjir væru uppá- halds tenór-saxófónleikarar hans úr hópi þeirra Bandarísku. Sagði hann það vera þá Lester Young og Stan Getz. Aðrir jazzleikarar sem Gunnar álítur mjög góða, eru þeir Lee Konitz altóisti og Buddy DeFranco klarinetleikari, að ógleymdum píanóleikaranum George Shearing. Allt eru þetta „moderne“ jazz-leikarar og af því má auðvitað marka hvert hugur Gunnars stefnir í jazzmálum. í upphafi greinar minnar gat ég þess, að Gunnar Ormslev væri fæddur í Dan- mörku. Hann fékk íslenzkan ríkisborg- ararétt fyrir tveimur árum. Hann út- skrifaðist sem tannsmiður fyrir nokkr- um mánuðum, en þá iðn tók hann að nema skömmu eftir að hann kom til landsins. Hann sagðist vona, að nóg yrði að gera fyrir hljómsveitir, svo að hann gæti lagt tannsmíðina á hilluna og snúið sér alveg að jazzinum, en það hef- ur hann ekki getað gert til þessa. Hann harmar að Björn varð að hætta við átta manna hljómsveitina, „þar var skemmti- legt“, sagði Gunnar, „miklu meira hægt að gera heldur en í sex manna hljóm- sveit“. Hann óskar þess af hug og hjarta að erlendir jazzleikarar geti komið hingað og látið til sín heyra. „Gerist ekkert í þeim málum á næstunni, er ekki hægt að búast við öðru en að hérlent jazzlíf lognist smám saman út af“. Kannski full sterkt tekið til orða, og þó. ... S. G. Sagt í Jazzblaðinu „Mér finnst íslenzkir hljóðfæraleik- arar hafa mikinn skilning á jazz og tón- gáfu skortir þá ekki, aðeins æfingu". Sveinri Ólafsson. .....því miður er skemmtanalífið hér í bæ ekki nógu almennt til þess að stór- ar hljómsveitir beri sig, en vonandi er, að úr þessu rætist á næstu árum, því að jazzáhuginn er altaf að aukast hjá fólki“. Björn R. Einarsson. „Sumum hvítum mönnum er það gefið að leika góðan jazz, en miklu fleiri eru þó hiní, sem hafa reynt það árangurs- laust árum saman, og þurfum við ekki að líta lengi í kringum okkur til að finna þá“. Jón M. Ámason. 6 ^aizítaíiÍ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.