Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 22

Jazzblaðið - 01.06.1951, Blaðsíða 22
ISLENZKUR TEXTI EFTIR NÚMA Eitthvað svipað fyrirsögn þessarar greinar hefur maður séð, þegar að dans-r lög hafa verið auglýst undanfarið. Eins og nefnt var í.grein, er birtist um EKE og hina ísl. texta hans i blaðinu fyrir nokkrum mánuðum, þá er það orðin hefð að íslenzkur texti fylgi þeim danslög- um erlendum, er út eru gefin hér. — Helztu textasmiðirnir eru þeir Skafti (Náttfari) Sigþórsson, Eiríkur Kai'l Eiríksson, og svo Númi Þorbergsson. Textar Núma hafa orðið hvað vin- sælastir. Fyrsti texti hans var við lagið „Music Music Music“, sem gefið var út fyrir ári síðan. Texti þessi var fljótt sunginn um allt landið. Skáldskapurinn var reyndar ekki upp á marga fiska, en það er kannske þess vegna sem dans- lagatextar verða vinsælir. Textar þeir, sem ortir eru eftir öllum kúnstarinnar listrænu reglum o. s. frv., hafa því mið- ur aldrei orðið vinsælir. Næsti texti Núma var við lagið „Let him go, let him terry“. Reyndar stemmdi hann ekki alls kostar við lagið, sem ekki var von, því að þeir, sem báðu Núma að gera textann fóru ekki rétt með lagið, og var því nokkrum atkvæðum ofaukið. Sá texti varð reyndar ekki mikið þekktur. Þar næsti texti Núma varð aftur á móti landsfrægur, fyrst og fremst fyrir söng Hauk Morthens, sem kynnti textann og lagið víða m. a. nokkrum sinnum í út- varpinu. Texti þessi var’ við lagið „Have I told you lately that I love you“ og kallaði Númi íslenzka textann „Vegir ástarinnar". Síðan koma aðrir tveir textar eftir Núma við lögin „I taut I taw a puddy tat“ og „Tennesee Waltz“. Þeir heita „Eg þekki eina unga mey“, sem þegar er orðinn vel þekktur og „Mannstu kvöldið?“. Síðari textinn er ekki eins þekktur, en er hins vegar mun betri. „Bibbidi Bobbidi Boo“ var gefið út með íslenzkum texta eftir Núma. Áður hafði lagið verið gefið út með texta eftir Skafta Sigþórsson. (Nátt- fara), og „var sá texti miklu lakari“, svo að orð Skafta séu notuð. Númi hefur ekki gert mikið fleiri danslagatexta, en fullyrða má, að með flestum þeirra laga, sem gefin verða út hér eftir, verði texti eftir Núma. Númi hefur talsvert gert að því að gera gamanvísur, sem þótt hafa sér- staklega skemmtilegar, m.a. hefur Soffía Karlsdóttir sungið vísur eftir Núma. — Einnig hefur hann nokkrum sinnum ver- ið fenginn til að gera vísur um félags- hópa. Á árshátíð Fél. ísl. hljóðfæraleik- ara las Númi upp vísur eftir sig, sem hann hafði verið beðinn um að gera um félagsmeíin og mundi blaðið seljast upp á örfáum mínútum, ef vísur þessar

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.