Jazz - 01.10.1947, Page 11

Jazz - 01.10.1947, Page 11
Svavar Gestsson: Fréttir og fleira Hljómsveitarstjórarnir Woody Herman, Tommy Dorsey og Paul Whitman hafa ný- lega gerzt „Disc Jockey", en það er sá maður kallaður í Bandaríkjunum, sem hefur það að atvinnu að spila og tala um plötur í út- varpstíma (shr. Jón M. Árnason í Jazzþætti Ríkisútvarpsins). Sumir þessara þátta standa allt frá hálfum og upp í sex tíma á dag, og eru ákaflega vinsælir meðal hlustenda. Tommy l’ederson, sem lengi vel lék fyrsta trombón hjá Gene Krupa, hefur nú stofnnð eigin hljómsveit. Art Lund, sem áður söng með Benny Good- man hljómsveitinni, er sá söngvarinn, sem einna mestrar vinsældir hefur notið í B3nda- ríkjunum í ár. Fyrsta lagið, sem hann söng inn á plötu sem sjálfstæður söngvari, var „Mam’ selle“ úr kvikmyndinni „I leit að lífs- hamingju“ og seldist platan í þúsundum ein- taka, og er sama að segja um næstu plötur hans. Mel Torme er annar söngvari, sem frægur varð í ár. Hann er rúmlega tvítugur að aldri og er honum spáð engu lakari framtíð en þeim Sinatra og Crosby. The Three Flames er nýtt og uppsiglandi tríó í U. S. A. Hljóðfæraskipun þess er sú sama og í King Cole tríóinu. Harry James hefur endurskipulagt hljóm- sveit sína, og breytt algjörlega um stíl á henni, spila þeir nú ekki lengur músik, sem fólki þykir bezt að dansa eftir, heldur það sem talinn er góður jazz. Þetta mælist mjög vel fyrir af jazzgagnrýnendum. Eins og margir muna þá er James afar góður jazz-trompet- leikari, sem og heyra má á mörgum Benny Goodman plötum, en með honum lék James um tíma. Stan Kenton, sem verið hefur veikur í allt sumar, er nú byrjaður aftur með hljómsveit sína. Engar breytingar hafa orðið í henni, að öðru leyti en því, að söngkonan June Christy hætti og syngur hún nú sjálfstætt. That’s Life heitir kvikmynd, sem nú er í undirbúningi hjá M.G.M. Danny Kay mun leika aðalhlutverkið, en það sem mest er um vert er að þeir Benny Goodman, Charlie Barnet, Tommy Dorsey, Mel Powell, Louis Armstrong, Benny Carter, Irving Ashby, Vic Dickenson, Phil Moore, Barney Bigard, Zutty Singelton og Lionel Hampton munu leika í myndinni, og er enginn vafi á því, að allir þeir, sem jazz unna munu bíða útkomu hennar með eftirvæntingu. Nellie Lutcher er einhver nýjasta stjarn- an í jazzheiminum. Hún hefur smáhljóm- sveit og spilar á píanó og syngur, og mætti einna helzt líkja henni við King Cole hvað hæfileika snertir. „He’s a real gone guy“ heitir platan, sem hún hefur hlotið mest lof fyrir. JAZZ 11

x

Jazz

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.