Jazz - 01.10.1947, Page 13

Jazz - 01.10.1947, Page 13
trommuleikur og var kennari Kristjáns A. Duquas en Svavars Morris Goldenberg. Þeir félagar voru 14 mánuði við skólann (námstími er 4 ár), en þeir sóttu fjölda auka- tíma utan skólans, lærði Kristján hljómsveit- arútsetningu en Svavar víbrafónleik. Tímaritið „Jazz“ hafði viðtal við þá félag sakömmu eftir heimkomuna, inn á milli æf- inga K.K. sextettsins, er Kristján hefir stofn- að, sbr. 5. tölublaði „Jazz, og eru þeir félagar mjög fegnir að geta byrjað að starfa hér heima aftur. Tíðindamaður: Er mikill Áhugi fyrir jazz í Bandaríkjunum? Kristján: Já, það er vel hægt að segja, og áhuginn er mikið að aukast. Svavar: Áhuginn er miklu jafnari þar en t. d. hér hima, þ. e. a. s. fólk á öllum aldri virðist kunna að meta hann. T.: Hver er bezta hljómsveit Bandaríkj- anna nú á þessu ári ? K.: Hiklaust Ellington, er enn heldur sæti sínu, en í Be-Bop er Dizzy Gillespie nr. 1. T.: Er kynþáttahatur mikið í Bandaríkj- unum ? S.: Já, það ber mikið á því, en þó ekki meðal menntamanna. T.: Eru svertingja á Julliard? K.: Já, þar eru allir þjóðflokkar. T.: Hvernig lýzt ykkur á jazzinn hérna eftir heimkomuna? K.: Hljóðfæraleikurum liefir farið mikið fram og margir nýir bætzt við í hópinn. S. : Mér finnst annars vera leikið of lítið af jazzmúsik í útvarpinu, en vonandi lagast það. T. : Hver er uppáhalds frístundaiðja ykkar? K.: Hlusta á jazzplötur, og á Svavar mikið safn, eitthvað um 1000 góðar jazzplötur, en að mínu áliti er það nauðsynlegt fyrir jazz- ista að hlusta á það nýjasta í jazz og reyna ávallt að fylgjast með nýjungum á því sviði. T.: Hverjir eru uppáhalds hljóðfæraleikarar ykkar? S. : Mínir uppáhalds einleikarar eru Bill Harris, Buddy Rich, King Cole og Red Norvo, svo nokkrir séu nefndir. K.: Eg er hrifnastur af Johnny Hodges, Flip Philips, og Dizzy Gillespie, en af söngv- urum BING CROSSBY og Ellu Fitzgerald. T. : Meðan ég man eftir því, Hvenær ætlar þú að lofa okkur að heyra í víbrafóninum, Svavar ? S.: Eg veit það ekki, e. t. v. eftir nýjár. JAZZ 13

x

Jazz

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.