Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 3

Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 3
1. ÁRGANGUR 6. TOLUBLAÐ ífluÁica MARZ 1949 Útgefandi: Drangeyjarútgáfan. RITSTJÓRARABB Arið 1948 hefir verið merkilegt um margt í sögu íslenzkrar tónlistar. Á innlendum vetvangi, hefur •aðallega einn atburður vakið óskifta ánægju allra tónunnandi íslendinga, enn það var stofnun Sinfóníu- hljómsveitar Reykjarvíkur. Stofnun hljómsveitarinnar er einn mesti viðburður hinnar íslenzku tónlistarsögu til þessa dags, og ef Alþingi bregst vel við, sem það auðvita gerir, þá mun ársins 1948 vera minnst sem tímamóta í sögu tónlistarinnar hérlendis. Aðra merkisatburði má telja hljómleika þeirra Björns Olafssonar, Árna Kristjánssonar, Rögvalds Sigurjóns- sonar og Páls Pálssonar og í des. gerðist sá merkis- atburður að dr. Páll Isólfsson hóf kirkjuhljómleika sína hálfsmánaðarlega í Dómkirkjunni. Samband Reykvískra kirkjujóra var stofnað á árinu og héldu þeir í því tilefni hljómleika svo og samband Vestfirskra kirkjukóra, Tónlistarfélagskórinn hélt hljómleika með alíslenzkri söngskrá. Annars var hljómleikalíf Reykjavíkur frekar dauf- legt á árinu og er það aðallaga vegna þess, að fáir erlendir listamenn heimsóttu okkur og höfðu þó verið gefnar góðar vonir um, að , að minsta kosti 4 frægir erlendir listamenn myndu heimsækja okkur, enn ekkert varð úr, og þeir listamenn er heimsóttu okkur græddum við lítið á. A erlendum vetvangi var þetta ár sigursælt fyrir hina íslenzku tónlist. Má fyrst í flokki nefna norrænu tónlistarhátíðina í Oslo er skapaði hinum íslenzku tónlistarmönnum mikinn orðstír á norðurlöndunum, för Tónlistarfélagskórsins á hátíð blandaðra norrænna kóra, er haldin var í Kaupmannahöfn, uppfærslur ísl. tónverka í Wien, Salzburg, Gratz, og Kaupmanna höfn aðallega fyrir atbeina dr. Victors von Urbantsc- hitsch, hljómleikar Rögnvalds Sigurjónssonar í Banda- ríkjunum, ráðning Þorsteins H. Hannessonar að Covent Garden í London auk margvíslegs annars heiðurs sem íslenzk tónmenning hefir orðið fvrir á erlendum vetvangi. Það hefir margsinnis sýnt sig, að tónlistin er sú braut, sem við íslendingar getum aflað okkur álits á um allan heim, þessvegna verðum við að leggja einbeittir af stað og reyna að gera listamönnunum brautina greiðfæra og tálmunarlausa. Það hefir vakið mikla gremju tónlistarmanna um hsim allan, að menningarráð Sovétríkjanna heíir hafið ransókn á verkum margra kunnustu listamanna ríkjasambandsins, og skipað mörgum þeirra að breyta því tjáningarformi, er þeir hafa tamið sér, og ber ráðið því við, að tjáningarformið sé of „Kapitalistiskt", og samræmist ekki þeim kröfum er hið socialistiska ríkjasamband gerir til þeirra. Þeir menn eru einfaldir er ætla sér það verk, að stöðva listþróun heillar þjóðar, jafnvel heimsins, og eitt er víst, að þótt þeim takist e. t. v. um stund að sporna við, þá mun flóðalda framþróunarinnar brátt kasta þeim um koll og þurka burt hverjum afturhaldssegg er dirfist að stöðva listina, það helgasta er mannkynið á, á þroskabraut sinni. Kirkjan, smáfurstar miðaldanna og hinir grimmu einvaldskonungar allra tíma, hafa með mútum og hótunum reynt að beygja listina undir vilja sinn, enn það hefir þeim ekki tekist, og það mun engum takast. Listin er hin guðdómlega gjöf til mannkynsins, og hver er clirfist að traðka á þeirri náðargjöf mun MUSICA 3

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.