Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 28

Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 28
Pro\ofieff. Þeir listamenn er sérstaklega hafa fengið ákúrur eru SjostakoviDsch, Chatja'turian og Prokofjeff. I skýrs'lu fél'agsiiis 'segir m. a. „ . . . eru kyrrir í Moskva og öðrum stórhæjum, enn fara ekki í áróðurs- ferðir um námu- og iðnaðarhéruðin". Auk þess eru tónskáldin sökuð um óþjóðlega stefnu í tónsmíðum sínum. — Walter Giesekin, hinum fræga þýzka píanóleik- ara, hefir verið vi'sað úr landi í Bandaríkjunum, og lítur út fyrir að stjórnarvöldin þar hafi vísað honum úr landi, eftir að skríll hafði gert aðsúg að honum. Er leitt að vita, að slíkur listamaður sé látinn gjalda þess, þótt hann hafi leikið fyrir nazista, og má öllum vera ljóst, að stjórnmál og list er tvennt óskylt, ann- að fullt klækja og spi'llingar, hitt gjöf guðs til handa þjáðu mannkyni. Það ætti að hafa hendur í hári þeirra er æstu skríl- inn upp í það ódæði er hann framdi gagnvart lista- manninum, sem nú snýr til baka, til ættjarðar sinnar smánaður og hæddur. Bandarílfin. N. Y. Herald Tribune hefir birt skemmtilega og fróðlega skrá frá tónlistartímabilinu 1947. Það kemur í ljós að sinfóníuhljómsveitirnar hafa leikið 263 verk eftir 95 tónskáld. Til gamans skulum við líta svolítið á þessa skýrslu. Beethoven hefir verið vinsælasta tónskáldið með 18 uppfærð verk (á 48 hljómleikum) næstur kemur Mozart einnig með 18 verk (á 38 hljómleikum), Tschaikowsky 11 (32), Brahms 8 (22), Wagner, 8 (19), Debussy 8 (18), Bach 9 (17). Charles Miinch hefir tekið við stjórn sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Boston af Serge Kusevitski, sem hefir nú stjórnað henni í 25 ár. Rise Stevens nýtur sívaxandi vinsælda í Banda- ríkjunum, auk söngs sins við Metropolitan, fer hún lángar hljómleikaferðir um öll Bandaríkin. Rise Stevens lék m. a. í hinni frægu tónlistarmynd „Carnegie hall". Island. Verk eftir Karl O. Runólfsson voru uppfærð í útvörpum Wien, Gratz ög Salzburg í sumar og auk þess í Noregi Og Danmörku. , • ~ ';-''"¦ .»^ Rise Steveiis. Listamenn og saltjisl^ur. Elsta farþegaskip landsins „Súðin" varð fyrir áfalli skammt undan Vestmannaeyjum sunnudaginn 23. janáar, enn hún var þá á leið til Italíu með saltfisk og listamenn. Sjórinn braut allt og bramlaði, enn hvorki lista- mennina né.saltfiskinn sakaði. Gamalt máltæki segir að „fall sé faraheill" og von- andi sannast það á hinum ungu listamönnum. 28 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.