Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 6

Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 6
Frédéric Chopin 1849 — 100 ára dánarminning — 1949 Hundrað ár er langur tími, enn þau 'hundrað ár sem liðin eru frá dauða Chopin hafa skapað hjá okkur meiri skilning á lífi hans, enn samtíð hans hafði. Meðal samtíðarmanna sinna var hann álitinn kvenna- bósi, skemmtanasjúk yfirstéttartónskáld, og kjánalegur ofsamaður í barátunni fyrir frelsi föðurlands síns, Póllands. Enn í hvaða ljósi sjáum við hann: Við skulum athuga fyrstu ásökunna. Við sjáum hina hvikulu lund hans svik æskuvinkonu hans Maríu Wodzynski, við skiljum einnig hvílíkt áfall svik hennar og gifting hefir verið Chopin. Chopin kynntist mörgum fögrum konum, sem á yfirborðinu voru fagrar og gáfaðar, enn er Chopin kynntist þeim betur, sá hann hræsni þá og spillingu er einkenndi flestar konur yfirstéttar 18. aldarinnar. Er Chopin kynntist George Sand (George Sand var dulnefni, rétt nafn var mdme Dudevant) hitti hann fyrir konu er reyndi ekki að breiða yfir ástríður sínar og víxlspor með hræsnifullu yfirborðssakleysi, hún var hrein og bein og duldi ekkert um sína hagi. Frédéric Chopin eftir málverki Eugéne Delacroia í Louvre safninu í Versölum. Hversdagslega klæddist hún karimannsfötum, og hin- ar leiftrandi gáfur hennar og mikli viljastyrkur gerði hana aðlagandi og efrirsóknarverða þótt hún hefði litla fegurð til að bera. Er Sand kynntist Chopin, drógust þau brátt hvort að öðru, og hún sleit samvistum sínum við Alfr. de og það hljómplatna-magn, sem þeir eiga í fórum útvarpsins. 2) Að útvarpskórnum sé gert skylt að flytja íslenzk kórverk eingöngu. 3) Að þeim einsöngvurum, sem útvarpið fær til að annast hinn vikulega einsöngslið þess, leyfist ekki lengur, að endurtaka sjálfa sig og hver annan í jafn stórum stíl og átt hefur sér stað til þessa. 4) Að Utvarps-hljómsveitin flytji meira af íslenzkri tónlist. Og 5) Að teknir verði upp vikulegir tónlistar-þættir, sem eingöngu séu helgaðir íslenzkri tónmenningu, og tónskáldum þjóðarinnar, lífs og liðnum, ásamt yfirliti yfir þróun iislenzkrar tónlistar. Sá í því sambandi gefið yfirlit yfir útkomnar • tónbækur að forn og nýju, gerð grein fyrir uppruna þeirra, og lifandi sýnishorn gefin úr þeim bókum sem frum- samdar eru, í söng eða leik. A sama hátt séu svo nýjar bækur teknar til umsagnar og kynningar jafnótt og þær koma á markaðinn. Undir þessari kröfur ætti allt músíkalskt fólk og allir sannir íslendingar að geta skrifað, því að hér er ekki farið fram á annað en það, sem allri íslenzku þjóðinni er tvímælalaust fyrir bestu. Akureyri 11. janúar 1949. 6 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.