Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 22

Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 22
PERSÓNUR: Daland, norskur skipstjóri, bassi. Senta, dóttir hans, sópran. SÖNGLEIKIR V.: Hollendingurinn fljúgandi eftir Richard Wagner Erik, veiðimaður, tenór. Mary, fóstra Sentu, alt. Stýrimaður á skipi Dalands, tenór. Hollendingurinn fljúgandi, baritón. Söngleikur í 3 þáttum. Textinn er eftir tónskáldið. Fyrsta uppfærzla í Dresden árið 1843. Textinn byggist á sögu Heine „Die memoren des Herrn Schnabelewopski" sem Wagner las í Riga árið 1838 Er Wagner þurfti að fara hina hættulegu sjóferð frá Riga til London árið eftir og lenti í fárviðri og skipið varð að leita skjóls í fjörðum Noregs, myndaðist sagan í huga hans. Hollendingurinn fljtigandi var upprunalega munnmælasaga er gekk meðal sjó- manna urn heim allan, og hafa margir rithöfundar t. d. Marryat samið skáldsögur um kynjaskipið og skipstjóra þess. Wagner sem var hljómsveitarstjÓri í Dresden stjórnaði sjálfur uppfærslu verksins, enn það naut litilla vinsælda fyrst til að byrja með, enn þessi söngleikur er merkilegur að því leyti, að hin nýja stefna Wagners kemur fyrst fram í þessum söngleik, hann skarar langt fram úr söngleikjum samtíðarinnar bæði vegna textans og einnig fyrir það hve náið tónlistin fylgir textanum. Leikurinn gerist á strönd Noregs. 1. þáttur. Skip Dalands hefir orðið að flýja undan stormi inn á fjörð skammt frá heimili Dalands. Þegar skipinu hefir verið fest, fara ailir að sofa, enn stýrimaðurinn er einn á verði, og syngur til að halda sér vakandi enn fellur þó brátt í mók. Þá kemur skip Hollendingsins fljúgandi fram við sjóndeildarhring og siglir hratt inn fjörðinn, þar sem akerum er kastað við hlið noska skipsins. A meðan hin óhugnanlega skipshöfn dregur hljóð- lega saman hin blóðrauðu segl, fer Hollendingurinn á land. Yfir hinum óhamingjusama manni hvílir álaga- dómur, vegna þess, að hann hafði eitt sinn ætlað að ógna himninum, og var þessvegna dæmdur til að sigla um á höfunum til dómsdags, enn 7. hvert ár mátti hann fara á land, og ef hann gæti unnið ást einhveriar konu, og hún verið honum trú til dauðans, var hann laus við álagadóminn, enn sviki hún hann, varð hann aftur að fara út á hafið, friðlaus og fordæmdur. Daland vaknar nú, vekur stýrimanninn, og fer á land til að heilsa upp á hina ókunnu menn. Hollendingurinn segist koma langt að, biður Dal- úr 1. þxtti. 22 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.