Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 19

Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 19
venjulegast með því, aS meistarinn rífur í hár sér í örvæntingu, ef hann fær ekki bæn sína uppfyllta. Eitt sinn stjórnaði Toscanini hljómsveit í litlum ítölskum bæ, og var hljómsveitin heldur léleg, klari- nettistanum varð á að taka öfuga nótu, enn Toscanini sló af. „Enn þetta voru mistök, meistari" sagði hinn mis- heppnaði klarinettleikari kjökrandi. „Mistök“ hvæsti Toscanini „hljómsveitin er ekkart annað enn mistök“. það eru ekki aðeins hljóðfæraleik- ararnir sem óttast hann, heldur einnig stjórnendur þeirra félaga sem hafa Toscanini í þjónustu sinni. Toscanini hefir verið lengi í þjónustu NBC útvarpsins í New York og lék þar á ákveðnum tímum, enn í eitt sinn, ákvað stjórn útvarpsins að breyta útsending- artímum Toscaninis, enn þar sem enginn í stjórn- inni þorði að ræða um þetta við Toscanini fengu þeir ungan starfsmann til að fara til meistarans með skilaboðinn, og þeir fullyrða, að aldrei hafi nokkur maður komið eins fljótt út frá meistaranum, í fylgd með ýmsum lauslegum munum sem meistarinn gat valdið, og það þarf ekki að taka fram, að útsendinga- tímar Toscaninis urðu óbreyttir. Þrátt fyrir þessa „voða“ lýsingu á meistaranum er hann virtur og elskaður að hljóðfæraáeikurunum, því að leggi hljóðfæraleikari sig fram, á hann von á uppörfandi augnaráði meistarans fullt þakklætis, og til þess að fá slíka uppörfun leggja tónlistarmennirnir sig alla fram. Toscanini fæddist árið 1867 í hinum litla ítalska bæ Parma, sem liggur í héraðinu Emilia. Til gamans má nefna að í þessu héraði er fæðingar- bær Verdi, Busetto og Bologna ein af mestu tón- listarbæjum Italíu, þar sem m. a. Mozart og Rossini hafa stundað nám. Faðir Toscanini hafðj verið hermaður í liði Gari- baldi og móðir hans var af bændaættum, og ekki er vitað til að neinna tónlistargáfna hafi orðið vart í ættinni. A Ítalíu og sérstaklega í Parma er tónlistin sjálf- sagður hlutur, og er Toscanini var 9 ára gamall, var hann settur í tónlistarskóla Parma, þar sem hann stundaði celloleik hjá Pr. Carini og tónfræði hjá Giusto Dacci, og árið 1885 tók hann próf með hæztu einkun úr skólanum. Hin ungi Toscanini hafði þó ekki háar hugmyndir um sjálfan sig, og honum tókst brátt að komast í leikhúshljómsveit Claudio Rossis og á 19 ára afmælisdegi sínum kom hann til Rio de Janeiro með hljómsveitinni. Eitt kvöld átti að upp- færa „Aída” eftir Verdi, og var hvert einasta sæti uppselt, enn þá varð hljómsveitarstjórinn skyndilega lasinn, og um tima leit út fyrir að fresta yrði upp- færslunni, enn þá bentu hljómsveitarmeðlimirnir á Toscanini, sem hafði vakið á sér athygli fyrir miklar tónlistargáfur, og fékk stjórn hljómsveitarinnar hann til að taka að sér stjórnina. Toscanini samþykkti það, og virðuglegur og rólegur gekk hann upp að hljómsveitarstjórapallinum, lokaði „partitúrnum“ og stjórnaði þannig söngleiknum öll- um án þess að nokkuð óhapp kæmi fyrir. Þannig atvikaðist það, að er Toscanini nokkru síðar snéri aftur til Italíu var hann orðinn þekktur hljóm- sveitarstjóri. Hann lagði brátt alla Italíu fyrir fætur sér, og 1898 var hann ráðinn við Scala söngleikjahúsið í Míl- ano og stjórnaði því ásamt hinum fræga forstjóra þess Gatti-Casazza. Eftir að hafa starfað við Scala í 10 ár fór Toscanini með Gatti-Casazza til Bandaríkjanna, þar sem Toscanini tók við stjórn hljómsveitar hússins, enn Gatti-Casazza við söngleikjahúsinu. Amerísku tónlistarmennirnir höfðu lítið álit á þess- um litla ítala með svarta yfirvaraskeggið, enn brátt kom annað hljóð í strokkinn er Toscanini, þegar á Wladimir Horowitch, tengdasonur Toscaninis, Wanda kpna hans og dóttir þeirra á heimili þeirra í Neu' Yorþ. MUSICA 19

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.