Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 18

Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 18
VAGN KAPPEL : Saga tónlistarinnar 6. grein. Georg Friedrich Hándel (1685—1759) Fyrir hundrað árum hafði heimurinn lítinn áhuga á hinu stórkostlega lífsverki Hándels. Áhuginn fyrir hinum mikla jafnaldra hans, Bach — hann var fjórum vikum yngri — fór aftur á móti vaxandi, eftir að Felix Mendelsohn- Bartholdy, með hinum ákafa áróðri sínum og sérstaklega eftir hina sögulegu enduruppfærslu 'rcotg Friedrich H'ándcl, ejtir málvcrkj óþekh.ts listamanns. Mattheusarpassíunnar á hljómleik í „Singakad- emie“ í Berlín færði hana aftur fram á sjónarsviðið. Rómantíkkin var alsráðandi á sviði söngleikj- anna, eins og á öðrum sviðum, söngleikir Rossini og Meyerbeer, og hins unga tónskálds Richards Wagners er hafði safnað um sig litlum enn trygg- um hóp aðdáenda, voru það sem fólk veitti athygli og dáðist að. Og hver kærði sig um söngleikjahöfund sem var dáinn fyrir hundrað árum? En heldur gekk þó betur með þau verk Hándels sem eru náskyld söngleikjunum, Oratoríin.. (Það skal bent á í þessu sambandi, að Oratorio er nokkurskonar söngleikur, að efni til innan ramma bíblíunnar, og er Oratoríið flutt frá leik- sviði, án leikklæðnaðar, og aðaláherzlan er lögð á kóranna). En á rómantíska tímabilinu var verkum Hánd- els breytt eftir smekk tímanns, og voru til dæmis notaðar sinfóníuhljómsveitir við uppfærslunar, þar sem rómantíkkurunum fannst hljómskipan Hándels vera heldur hljómþunn. Þegar fyrir rómantíska tímabilið, varð snilling eins og Mozart ekki bumbult við að „útsetja“ verk eftir Hándel (m. a. ,,oratoríin“). Árið 1853 var oratoríið „Samson“ uppfært hvorki betur né ver en áður, en meðal áhorfendanna var ungur maður, þjóðskólakennarinn og orgelleikarinn Friedrich Chrysander. Hann fór heim, og fann að tónlist Hándels hafði. haft mikil og göfgandi áhrif á hann, og hann ákv- að, að kynnast þessu merkilega tónskáldi nánar, þessu tónskáldi sem hafði haft þvílík áhrif á hann. Hann varði allri æfi sinni til að kynnast tón- list Hándels, og þessi kynning varð til útgáfu þýzka verzlunarfélagsins á verkum meistarans. Þetta risaverk fékk blessunarlega þýðingu, þar sem það ekki aðeins gafst betri tækifæri til að 18 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.