Musica - 01.06.1949, Page 21
hendi, því hann dó áður en hann gat fullgert
messuna, en lærisveinn hans Suszmayer fullgerði
hana.
Mozart hafði grun um, að hann væri að semja
sína eigin sálumessu, hann fann dauðan nálgast,
og í messunni birtist því það alvörufyllsta og feg-
ursta er Mozart hefir nokkru sinni samið.
Tónlistarfélagskórinn var að vanda vel samæfð-
ur, þó að nokkrar breytingar hafi orðið í raddskip-
aninni.
Sinfóníuhljómsveitin var sorglega ósamstillt,
sérstaklega blásararnir, sem skutu áheyrendum
skelk í bringu.
Það er ávalt taugaæsandi á hljómleikum að sitja
með lífið í lúkunum í hvert sinn er blásaramir
byrja.
Einsöngvarar kórsins voru hans sterka hlið og
eiga þeir þakkir skilið fyrir ágæta frammistöðu,
og held ég að sjaldgæft sé, að heyra jafnmarga
jafngóða einsöngvara á einum hljómleik.
Sérstaklega báru af Þuríður Pálsdóttir, sópran
og Kristinn Hallsson, bassi. Þau hafa bæði afar
fallegar raddir, og eru vel músikölsk.
Tónlistarfélagið, Dr. Urbantschitsch og aðrir
hlutaðeigendur eiga þakkir skilið fyrir ánægju-
lega stund.
Karlakór Reykjavíkur
Ég hefi mikinn áhuga fyrir íslenzku tónlistar-
lífi — og fyrstu hljómleikarnir, sem ég sótti hér-
lendis, veittu mér kynni af kórsöng Islendinga.
Það var Karlakór Reykjavíkur sem kom fram
á þessum hljómleikum. Söngskráin var fjölbreytt
og bar alþjóðlegan svip. Hið fjölþætta val við-
fangsefna gaf kórnum tækifæri til að sanna getu
sína undir öruggri stjórn Sigurðar Þórðarsonar.
Frammistaða kórsins naut hylli áheyrenda, en
framsetning sönglagana var blæfögur og bar vitni
um vandvirknislega útfærzlu. Einstök lög eftir
Jón Leifs, Sigurð Þórðarson og Franck varð að
endurtaka vegna ákafi'a undirtekta áheyrenda.
Mikinn þátt í hinni listrænu túlkun kórsins
áttu einsöngvararnir; hin þraut-þjálfaða sópran
Inga Hagen-Skagfield, hinn djúpi bassi Jón Sigur-
björnsson og hinn fágaði bariton Ólafur Magnús-
son. Meðleikur Fritz Weischappels var mjög sam-
æfður, og sannaði næman smekk og mikla kunn-
áttu píanóleikarans.
Sinn mikla þátt í einlægum undirtektum áheyr-
enda átti söngstjórinn, sem gerði það, er unnt
var til þess að kórinn sýndi hina beztu hæfni sína.
Framistaða kórs, stjórnanda og meðleikara þenn-
an ánægjulega eftirmiðdag mun lengi hljóma í
minningu áheyrenda.
Slíkir hljómleikar verða ekki haldnir, nema viss
agi ríki hjá félögum kórsins. Þeir verða stöðugt
og stundvíslega að sækja æfingar, og verða á
annan hátt að styðja og auðvelda starf söngstjór-
ans. Skilningur á þessu er raunar grundvallarskil-
yrði fyrir allri kórstarfsemi. — Þeir, sem illa
sækja æfingar, valda bæði söngstjóra og söngfélagi
mikilla erfiðleika, og ég hygg, að allir kórfélagar
séu þessarar skoðunar, svo framarlega, sem þeir
eru sannir unnendur sönglistarinnar, og fixma
jafnframt til ábyrgðar gagnvart söngstjóranum.
Fritz Jaritz.
Hljómleikar Robert Riefling
EFNISSKRÁ:
I. BACH: 5 prelúdíur og fúgur
(úr Wohltempertes Klavier)
D-dúr — h inoll — G-dúr — es moll — Fis-dúr
II. BRAHMS: op. 116
Capriccio g moll
Intermezzo a moll
Intermezzo E-dúr
Capriccio d moll
III. MOZART: Sónata C-dúr (K.V.330)
Allegro moderato
Andante cantabile
Allegretto
IV. BEETHOVEN: Sónata As-dúr op. 110
Moderato cantabile, molto espressivo
Allegro molto
Adagio ma non troppo. Fuga: Allegro ma non troppo
6. tónleikar Tónlistarfélagsins buðu upp á
norska píanóleikarann Robert Riefling, en hann
hefir haldið hljómleika víða um lönd, og hvar-
vetna hlotið ágætis dóma.
Bach var fyrstur á efnisskránni, með 5 prelú-
díur og fúgur úr Das Wohltemperiertes Klavier.
Með þessu verki, reyndi og staðfesti Bach hinn
nýja scala sem píanó og orgel nútímans eru stemd
eftir, með 24 prelúdíum og eftirfylgjandi fúgum
sem eru krómatískt stígandi frá C-Dúr og c-moll
til H-Dúr og h-moll. Riefling gerði prelúdíunum
og fúgunum góð skil og leysti úr þeim skýrt og
skilmerkilega.
MUSICA 21