Musica - 01.06.1949, Page 22
Brahms var næstur á efnisskránni, en það var
sem litauðgi hans næði ekki þeirri fyllingu sem
skyldi í höndum Rieflings.
Mozart var þriðji með C-Dúr sónötu sína (K.
V. 330), og lék Riefling hana snilldarlega, og
sýndi hann þar, að Mozart var hans uppáhald.
Mýkt og tækni Rieflings sem voru hans beztu
eiginleikar nutu sín til fulls í hinu skæra tónar-
regni Mozarts, og held ég, að Mozart hafi sjaldan
verið betur leikinn hér á landi, en í þetta sinn.
Beethoven rak lestina með As-Dúr sónötu sinni,
sem Riefling lék skilmerkilega.
Riefling var þakkað að verðleikum í lok leiks
og lék tvö angurblíð aukalög, sem gerðu hrifn-
ingu áheyrenda enn meiri.
Það er happ, er tónlistarlífi höfuðstaðarins
hlotnast heimsókn sem þessi, en það var rangt
af Tónlistarfélaginu að halda ekki að minnsta
kosti einn almennan hljómleik, því að það voru
allt of margir tónunnendur er urðu af þessari
góðu heimsókn, vegna þess að þeir voru ekki
styrktarfélagar Tónlistarfélagsins.
T. A.
Mandólínhljómsveit Reykjavíkur
Drei Lilien: H. Erdlen
Remembrance: M. Telma
Tveir gítarar: Rússneskt þjóðlag
Old folks at home: S. Foster
Mandólínata: K. Wölki
Forspil að óp. la traviata: G. Verdi
Menuett rococca: K. Danning
Marz: Oliver Guðmundsson
Rússneskur lagaflokkur: B. Bernarels
Sicilana: G. Pergolesi
Máninn: Rússneskt þjóðlag
Hljómleikar Mandólínhljómsveitarinnar voru
mjög ánægjulegir, að þessu sinni. Hefir hljómsveit-
in aldrei verið jafn samtaka og nú og aldrei sýnt
slík tilþrif.
Á efnisskránni voru þekkt lög, öll erlend, nema
eitt, tilkomulítill mars eftir Oliver Guðmundsson
sem hefði að skaðlausu mátt sleppa á efnisskránni.
Efnisskrá hljómsveitarinnar er heldur einhæf,
og er leitt að sjá, að ekki eitt einasta lag skuli vera
á efnisskránni eftir þekkta íslezka höfunda, en
vonandi stendur þetta til bóta.
Hljómsveitarstjórinn Haraldur Guðmundsson
stjórnaði hljómsveitinni af festu og innileika, og
má efalaust þakka honum mikið, þann árangur
er hljómsveitin hefir náð.
Hljómleikarnir voru skammarlega illa sóttir.
S.
Kirkjutónleikar
Kirkjutónleikar voru haldnir á Akureyri, helg-
aðir Áskeli Snorrasyni, tónskáld.
Varð aðsókn ágæt. Forseti bæjarstjórnar Akur-
eyrar, Þorsteinn M. Jónsson ávarpaði Áskel, og
þakkaði honum gott starf í þágu sönglistarinnar.
Nemendatónleikar Tónlistarfélags
Akureyrar
Fyrstu openberu tónleikar nemenda Tónlistar-
skóla Akureyrar, voru haldnir fyrir skömmu
og vöktu mikla athygli og aðdáun áheyrenda og
var nemendum óspart klappað lof í lófa.
Fyrst léku þessir nemendur á píanó: Lena
Ruckert, Svanhildur Árnadóttir, Margrét Jóhanns-
dóttir, Máni Sigurjónsson, Bryndís Jakobsdóttir.
Á fiðlu léku með undirleik: Nanna Jakobsdóttir
og Gígja Jóhannsdóttir. Að síðustu- var leikinn
konsert fyrir fjórar fiðlur, eftir Teleman, undir
stjórn Rut Hermanns og léku með henni: Gígja
Jóhannsdóttir, Björgvin Jörgenson og Stefán
Tryggvason.
Rögnvaldur Sigurjónsson hélt hljómleika í
Austurbæjarbíó í marz við ágæta aðsókn og við-
tökur.
Svava Einarsson hélt hljómleika í Gamla Bíó í
apríl við góða aðsókn og undirtektir ágætar.
Lansky-Ottó og dr. Urbantscitsch héldu hljóm-
leika í Austurbæjarbíó í marz við húsfylli og
ágætar undirtektir.
Söngmót framhaldsskólanna
Iðnskólinn, Kvennaskólinn, Verzlunarskólinn,
Menntaskólinn og Kennaraskólinn héldu sameig-
inlegt söngmót í Gamla Bíó í marz.
Vegna forfalla mættu ekki allir kórarnir, en
söngmótið fór ánægjulega fram, og lagði unga
fólkið sig bersynilega allt fram við að gera söng-
mótið eins ánægjulegt og hægt var.
22 MUSICA