Musica - 01.06.1949, Side 26

Musica - 01.06.1949, Side 26
PERSÓNUR: Floria Tosca, fræg söngkona, sópran SÖNGLEIKIR V.: Sakristan, bariton. Spolette, njósnari lögreglunnar, tenor. Mario Cavaradossi, málari, tenor. Scarpia, barón, lögregluforingi, bariton. Cesare Angelotti, bassi. LATOSCA Eftir Puccini. Söngleikur í þrem þáttum. Texti eftir Sardou, Illica og Giacosa. — Frumsyning í Róm árið 1900. — Textinn er byggður á harmleik Sardou, en í honum lék Sarah Bernhard eitt af frægustu hlutverk- um sínum. — Leikurinn gerist í Róm í jtiní mánuði árið 1800. Sciaronne, lögreglumaður, bassi. Fangavörður, bassi. Smali, drengjarödd, sópran. Giacomu Puccini höfundur „La Tosca“ fæddist árið 1858 í banum Lucca á Italíu. Puccini misti snemma föður sinn, sem var kirkjuorgelleikari, og stóð móðirin ein uppi með sjö börn. — Móðirin fékk styrk af hjálparsjóði ítölsku drottningarinnar, og hún notaði peningana til að kosta Puccini litla á tónlistar- skólann í Milano. Þrátt fyrir erfið kjör naut hinn ungi Puccini lifsins ásamt Pietro Mascagni, hljómsveitarstjóranum Luigi Illica og fleirum.-Fyrst söngleik sinn fékk hann uppfærð- an á Dal Vetne leikhúsinu í Mílanó, eftir mikla erfiðleika, en leikurinn hét ,Le Vil!i“, svo fylgdu á eftir „Edgar“, „Manon Lescaut" og „Boheme" og svo „Tosca“. — Svo kom „Madame Butterfly" og þar sem hann lýsir Japan og hinu austurlenska andrúmslofti meistaralega, en semur skömmu síð- ar „Stúlkuna frá vestrinu, þar sem hann lýsir hinu „vilta vestri". — F.r hann byrjaði á söngleiknum „Turnadot'* fékk illindi í hálsinn og læknarnir fundu, að hann hafði krabba í hálsi. Hann fór til Brússel og lét þekktan sérfræðing skera sig upp, en dó nokkrum dögum eftir uppskurðinn árið 1924. -— Puccini var barn sinnar samtíðar, og einn af mikilvirkustu og vinsælustu söngleikjatónskáldum sem uppi hafa verið. 1. þáttur. Hinn pólitíski fangi Angelotti, sem hefir flúið úr virkinu Engelsborg, leitar skjóls í kirkjunni Sant’ Andrea delle Valle. Systir hans Attavanti greifafrú, sem hefir hjálp- að honum við flóttan, hefir lagt lykilinn að hlið- arkapellunni á fyrirfram ákveðin stað, og Agelotti fer inn í hliðarkapelluna og felur sig þar. Skömmu síðar kemur málarinn Cavaradossi, sem er að mála mynd handa kirkjunni. Hann syngur aríuna um hina elskuðu Tosca, og um hina fögru ókunnu konu sem hann málaði á laun, er hún lá á bæn í kirkjunni. Angelotti kemur úr felustaðnum og biður Cavaradossi um hjálp. Covaradossi gefur honum matarpakka sinn, enn þá kallar Tosca fyrir utan og Angelotti verður aftur að fela sig. Tosca kemur inn og spyr tortryggin, við hvern Cavaradossi hafi verið að tala? Og er hún kann- ast við andlit Attavanti greifafrúar á mynd Cavaradossi verður hún æf af afbrýðissemi. Cavaradossi róar hana og þau ákveða að hitt- ast um kvöldið, og að því búnu fer Tosca. Cavaradossi ætlar að hjálpa Angelotti við flótt- an, enn þá heyrist fallbyssuskot frá Engelsborg, flóttinn hefur verið uppgötvaður. Angelotti og Cavaradossi flyja þá eftir leyni- göngum til húss Cavaradossis. Sakristan segir einum kórdrengjanna frá þeim gleðitíðindum, að Napoleon hafi beðið ósigur við Marengo, og að um kvöldið eigi að halda mikil hátíðarhöld. Scarpia kemur með fylgdarmenn sína til að leita að Angelotti, en finnur aðeins matarkörfu Cavaradossis tóma, og blævæng Attavanti greifa- frúr. Scapria ákveður að nota sér þessi gögn til að gera Tosca fráhverfa Cavaradossi, en Scarpia er mjög hrifin af Tosca . Tosca kemur í kirkjuna einmitt í þessu, til að segja Cavaradossi að hún geti ekki hitt hann um kvöldið, þar sem hún eigi að syngja við hátíðina um kvöldið. Scarpia vekur afprýðisemi hennar, með því að sýna henni blævænginn, og notar jafnframt tæki- 26 MUSICA

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.