Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 27

Musica - 01.06.1949, Blaðsíða 27
„La Tosca" 1. þáttur. færið til að gera hosur sínar grænar. Tosca fer, og kirkjugestirnir smátínast inn, og þátturinn endar með Te Deum. 2. þáttur. í herbergi sínu í Palazzo Farnese bíður Scarpía eftir fregnum um fangelsun Angelotti. Hann sendir Tosca bréf og biður hana að koma til sín eftir hátíðarhöldin, og hann hlakkar til að hræða hana til að verða við vilja Scarpias. Njósnarinn Spolette kemur og tilkynnir hræðslulega að enn hafi ekki tekist að finna Angelotti, en þeir hafi í stað hans náð í Cavaradossi, en spor Angelotti hafi verið rakin til húss hans. Cavardossi er færður inn, en hann neitar að vita noklcuð. Tosca kemur, og farið er með Cavaradossi inn í hliðarherbergi til frekari yfir- heyrslu. Scarpia segir Tosca, að Cavaradossi verði pínd- ur, en hún geti bjargað honum með því, að segja frá felustað Angelotti, hún neitar í fyrstu, en angistaróp Cavaradossi hnekkja mótstöðuafli hennar. Cavaradossi er borinn inn, en þegar hann heyr- ir að Tosca hafði svikið, formælir hann henni. í því koma fregnir um að Napoleon hafi þegar lagt til orustu aftur og hafi sigrað ítalska herinn. Cavaradossi hrópar „Victoria“ og staðfestir þar- með sinn eigin dauðadóm, og hann er dreginn út. Scarpia og Tosca verða ein, og hún spyr um verðið fyrir líf Cavardossi, og Scarpia heimtar hana sjálfa. Hún fyllist hryllingi og fellur á kné í bæn. Spolette kemur inn og segist hafa fundið lík Angelottis, hafi hann hegnt sig. Allt er tilbúið til fullnægingu dómsins yfir Cavaradossi. Tosca gengur að skilmálum Scarpia full viðbjóðs með þeim skilmálum að Cavaradossi verði sleppt. Þessu er þó ekki hægt að koma við, en Scarpia gefur skipun um, að Cavaradossi verði skotin með púðurskotum, og eftir það geti svo hann og Tosca flúið saman. Scarpia sest að því búnu niður og skrifar frípassa, en þegar hann stendur upp og ætlar að faðma Tosca að sér, rekur hún hníf í hann og flýr. 3. þáttur. Næsti morgun snemma, á vellinum hjá Engels- borg. Cavaradossi er færður út, hann fær leyfi til að skrifa kveðjubréf til Tosca, en minningarnar bera hann ofurliði, og hann sekkur grátandi sam- an. Nú kemur Tosca og segir frá afreki sínu, sýnir honum passan, og útskýrir fyrir honum, hvernig hann eigi að leika að hann sé skotinn. Þau tala um komandi hamingju og þegar klukk- an slær 4 og hermennirnir stilla sér upp, gengur Cavaradossi rólega fram fyrir byssurnar þangað sem hann á að standa. Skotunum er hleypt af, Cavaradossi fellur og hermennirnir fara. Tosca hleypur til Cavaradossi og sér að hann er dáinn. Nú koma menn Scarpia, þeir hafa uppgötvað morðið og ætla að ná Tosca, en með bæn á vör kastar hún sér niður af virkisveggnum. „lui Tosca" 3. þáttur. MUSICA 27

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.