Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 6

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 6
Aaron Copeland fæddist í Brooklyn árið 1900 og er af gyðingaættum. Fjölskyldunafnið var upphaflega Kaplan, en vegna mistaka bandarísku innflytjendayfirvald- anna var nafnið Copeland skráð sem fjölskyldu- nafn. Copeland byrjaði snemma að kynna sér tón- fræði í Bandaríkjunum, en hann langaði til að kynnast tónmenningu Evrópu og fór því til París- ar árið 1924 og var fyrsti nemandinn á ameríska háskólanum í Fortainbleau, og var aðalkennari hans Nadia Boulanger. Eftir að hafa verið undir handleiðslu hennar í listarskólann, við skóla Þjóðkirkjunnar og nú síð- ast stjórnandi barnakórs ríkisútvarpsins, en auk þess hefir hann tekið að sér það merkilega starf, að kenna guðfræðinemum háskólans orgelleik, og er það mikið starf og óhætt að fullyrða að það muni hafa mikil áhrif á sönglíf sveitanna, er prest- arnir geta leiðbeint og aðstoðað sönghneigð sókn- arbörn sín. Páll er prýðilega menntaður og vandvirkur tón- listarmaður, og er íslenzku tónlistarlífi mikill feng- ur af starfskröftum hans. Bandaríska tónskáldið AARON COPELAND eftir Juan Orrego Salas tvö ár, bauð hún honum að semja verk fyrir orgel og hljómsveit, er hún ætlaði að uppfæra á hljóm- leikaferðalagi sínu um Bandaríkin sama sumar. Hann samdi þá fyrstu sinfóníu sína, fyrir orgel og hljómsveit, en skömmu síðar endursamdi hann sinfóníuna án orgelhlutans. Þetta var fyrsta verk hans, er leikið var fyrir stórum hóp áheyrenda, en áður höfðu verið uppfærð smáverk eftir hann, í París 1922 á vegum „Société Musicale Independante“ og 1924 í New York af „League of Composers“. Hinn ungi Copeland er hafði komið frá einum of yngstu tónlistarskólum heims, til hins óróa- þrungna eftir- stríðs- Frakklands, hlaut að verða fyrir áhrifum, en aðeins sterkur vilji hans og skap- festa, bjargaði honum frá að lenda út á hinni hálu braut brjálæðiskenndrar abstraktdyrkunar og ofsatrúar á listkenningu er var á fumkenndu tilraunarstigi, en hin sterka sjálfsgagnryni hans bjargaði honum þá. En Copeland hafði þau fríðindi fram yfir evrópu- mennina að hann var engum viðjum bundinn og þurfti ekki að losa sig undan oki þjóðlegra og kreddufullra fyrirrennara, heldur gat hann valið þá braut er hjarta hans girntist. En Evrópa hafði þó meiri áhrif á Copeland en nokkurn gat grunað, og kom það greinilegast í ljós í verkum hans, sérstaklega þeim fyrstu. Er Copeland snéri til Bandaríkjanna hafði hann meðferðis það er hann hafði samið í París, m. a. Passacagliu fyrir píano, lag fyrir sópran, flautu og clarinett og ballettinn Grohg, Copeland var við- staddur uppfærslu sinfóníu sinnar í Bandaríkjun- um og lék Nadia Boulanger einleik á orgel, en Walter Damrosoh stjórnaði hljómsveitinni. Áheyrendur voru hálf skelkaðir við verkið, og 6 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.