Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 20

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 20
Sálmurinn Heims um ból Saga hans og höfundur Sálmurinn „Heims um ból“ slær okkur þeim töfrum, á hverri jólahátíð, að við getum vart hugs- að okkur jólin öðruvísi en í sambandi við þennan jólasálm sem er orðinn sameign allra kristinna landa. Engin sálmur hefir náð svo skjótri og mikilli útbreiðslu meðal alþýðunnar og „Heims um ból“ og engin sálmur verið jafn mikið sunginn, en aðeins örsjaldan spyrja menn um höfundinn. Því er almennt trúað að sálmurinn sé gamalt þjóðlag, og hafa mörg lönd eignað sér það. En staðreyndin er að lagið er aðeins 130 ára gamallt, og var það leikið í fyrsta sinn á aðfanga- dag jólaárið 1818, í kyrrlátri dagstofu skólahússins í þorpinu Arnsdorf í Salzborgarhéraði. Sá er lék lagið, var höfundur þess, lítt þekktur skólastjóri að nafni Franz Xaver Gruber, og lék hann lagið á spínett. Texta lagsins samdi Joseph Mohr, er var djákni í nágrannaþorpinu, Oberndorf. Lagið hóf brátt sigurgöngu sína um heiminn, en tónskáldið og textahöfundurinn voru óþekktir um langan tíma. Allt til ársins 1874 er lagið skilgreint í Berlín, sem gamalt jólaljóð frá Tyrol, og lengi vel, var Haydn talinn höfundur þess. Tilviljun ein réði því, að hinir réttu höfundar urðu kunnir, og frá því árið 1917 hefir lagið verið geymt í tónlistarsögusafninu í Frakfurt-am- Main. Nú, er þessi kunni sálmur mun brátt óma um lieim allan, er ekki úr vegi, að rifja upp sögu hans. Arið 1818 hafði fyrrnefndur Joseph Mohr gert frumdrög að nýju jólaljóði, en svo illa vildi til, að orgel Nikullásarkirkjunnar hafði skemmst af vatni, og var því ónothæft um jólin. En djákninn kunni ráð, hann samdi nýtt ljóð, er kórinn átti að syngja með gítarundirleik, en það var einmitt „Heims um ból“. En lag vantaði við ljóðið, og snéri djákninn sér því til vinar síns í nágrannaþorpinu, Gruber. Grubert settist þegar við spínettið sitt, og brátt ómuðu fyrstu tónar hins elskaða lags út um litlu stofuna. Það sézt á laginu að tónskáldið hefur haft kynni af ítalskri tónlist, en þótt nokkurra áhrifa gæti frá jólapastorale Cimarosa, þá er hin sléttfelda lag- lína persónulegt verk tónskáldsins. Lagið var sungið í fyrsta sinni við jólamessu í Nikulásarkirkjunni í Oberndorf árið 1818. Textahöfundurinn söng 1. rödd, með bjartri tenor- rödd sinni og lék undir á gítar, en tónskáldið söng 2. rödd, breiðum bassarómi, en flokkur ungra meyja endurtók niðurlagsorð hverrar vísu. Saga segir, að á leiðinni heim, hafi kona Grubers tekið í handlegg hans og mælt: Franz, þetta lag verður sungið, löngu eftir að við erum dáin“. Ef sagan hermir orð hennar rétt, hafa þau vissu- lega ræzt. Orgelsmiður nokkur hafði lagið með sér til Tyrol, en þar kynnti hann það fyrir Strasser systr- unum í Zillertal, en þær sungu víða um byggðina, og sungu þær sálminn á söngskemmtunum sínum. 1831 sungu þær systurnar lagið í Leipziger Gewandhaus, þaðan barst það til Berlínar, og Friðrik 4. prússakonungur fékk mikið dálæti á því. Lagið var fyrst prentað árið 1840 og þar með var framgangur þess tryggður. I öllum löndum Evrópu ómaði hin látlausa laglína, þaðan barst það til Ameríku, og Indlands, trúboðar fluttu það til Afríku, og í dag er lagið til á flestum ef ekki öllum tungum heimsins. En tónskáldið hlaut litla viðurkenningu, fyrst að honum látnum (hann lézt 1863) var honum sýnd viðurkenning, og sett minningartafla á leiði hans í bænum Hallein. Á jólunum árið 1897 var komið fyrir minningar- 20 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.