Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 12

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 12
Jenny Lind. Eftir árið 1882 söng hún aldrei fyrir minna en 5000 $ á kvöldi og sum kvöld fékk hún 6000 $ I 56 ár söng Patti á söngleikjahúsum, í hljóm- leikasölum, á góðgerðarsamkomum, hún var á sífeldum ferðalögum, og allstaðar kom hún, sá og sigraði, og þeir er voru svo heppnir að hafa hlust- að á hana hafa ekki næg orð til að lýsa hrifningu sinni, á röddinni og þeirri tækni og fínleika er hún hafði yfir að ráða. Patti giftist þrisvar, í fyrsta sinn 1868 greifanum af Caux, en skildi við hann 1885 og giftist árið 1886 söngvaranum Ernest Nicolas, og fylgdi hann henni á hljómleikaferðalögum hennar en dó árið 1898 og árið 1899 giftist hún sænska baróninum Cederström. Kveðjuhljómleikur hennar var í Albert Hall í London, 1. desember 1906, en síðasta lagið er hún söng opinberlega var „Home, sweet home“ á hljóm- leik Rauða krossins, 20. október 1914. Patti dó árið 1919, 27. september í Wales, en var jarðsett í París. Þannig var æfi Adelinu Patti eða Adele Juane Maria Patti sem hún raunverulega hét, og þótt stiklað hafi verið á stóru, sézt greinilega að Patti hefir efalaust verið með merkari söngkonum heimsins, og óumdeilanlega sú söngkona er hefir haft lengsta starfsæfi. Árið 1820, 6. október fæddist yndislegt meybam í Stokkhólmi sem átti eftir að bera hróður Svíþjóð- ar um heim allan, það varJenny Lind, er fékk viðurnefnið „sænski næturgalinn“. Jenny Lind var ekki aðeins dásamleg söngkona, heldur var framkoma hennar svo yndisleg, og fegurð hennar svo mikil að þeir er eitt sinn sáu hana gleymdu henni ekki aftur. Danska æfintýraskáldið H. C. Andersen fann í henni dís drauma sinna og bað hennar, hún varð, hrygg í huga að hryggbrjóta hann, en hann hefir gert hana ódauðlega í ævintýrum sínum. Níu ára að aldri fór Jenny Lind í skóla konung- lega leikhússins, og voru kennarar hennar þar Croelius og Berg, og átján ára að aldri söng hún fyrsta hlutverk sitt sem Agatha í „Freischiitz“ eftir Weber. Hún fékk afar góða dóma og söng fjölda hlut- verka m. a. aðalhlutverkin í „Euryanthe", „Robert le Diable“ og „La Vestale“. Er hún var tvítug varð hún meðlimur konung- lega sænska listvinafélagsins, enn þrátt fyrir allt það lof er hún hlaut, var hún ekki ánægð með framför sína og fór því til Parísar til frekara náms (1841) og stundaði þar nám í 11 mánuði hjá Manuel García. Meyerbeer heyrði hana syngja hjá García og fyrir atbeina hans fékk hún hlutverk á söngleikja- húsinu í Berlín, fyrst sem Norma, og svo í söng- leik Meyerbeers „Feldlager in Schlesien“. Er hún hafði lokið að syngja í Berlín söng hún í stærstu borgum Þýzkalands, þarnæst kom Austurríki, svo London, og Irland, og árið 1850 fór hún til Bandaríkjanna, var á stöðugum ferða- lögum um landið í tvö ár og lagði fyrir um 130.000. $. Árið 1850 giftist hún tónskáldinu og hljómsveit- arstjóranum Otto Goldsmith, er hún kyntist í Boston, og árið 1852 fluttust hjónin til Dresden, og bjuggu þar í þrjú ár, en 1856 fluttu þau til Eng- lands cg þar dó Jenny Lind 2. nóvember 1887, 67 ára að aldri. Jenny Lind mun ekki aðeins verða minnst sem mestu söngkonu svía heldur sem dásamlegrar álfameyjar er heillaði alla er hana sáu og heyrðu. 12 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.