Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 24

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 24
Fróðleiksmolar af borði tónlistarinnar 3. grein Enginn píanóleikari hefir geta náð yfir tvær áttundir með einni hendi. Anton Rubinstein náði yfir 12 nótur og gat hreyft þá þrettándu, og Rachmaninoff gat náð yfir 11 nótur og hreyft þá 12. Píanóstrengir eru meira en átta sinnum sterk- ari en stál. í hvíta húsinu í Washington er píanó úr skíru gulli, og var það keypt á stjórnarárum Theódórs Roosvelts fyrir 90.000 kr. Er hinn ungi austuríski píanóleikari Paul Wittgestein misti hægri hendi í fyrra stríði, ákvað hann að gefast ekki upp en fylgja fordæmi hins fræga ungverska píanóleikara Zichy greifa, er einnig misti hendina ungur, en náði samt mikilli frægð sem píanóleikari. Margir af tónskáldum nútímans hafa samið tón- verk fyrir Wittgestein m. a. Richard Strauss, Ravel og Eric Korngold. Fyrstu verkin samið sérstaklega fyrir píanóið voru „þrjár sónötur op. 2. “ eftir Muzio Clementi (1752—1842). Friðrik 2. prússakonungur átti fimmtán píanó í höll sinni „Sans Souci“ í Potsdam, og er Bach heimsótti konunginn, varð hann að leika á öll píanóin áður en konungurinn yrði ánægður. Franz Liszt var stelsjúkur ((Kleptoman) og stal öllu er hann girntist, án tillits til verðmætis. Ritari hans sendi mest af hinu stolna til hinna réttu eigendur aftur, án vitneskju Liszts. Prófessor Musicus, hin frægi tónlistarmaður, er nú á ferð í Kaupmannahöfn og sendir hann okkur eftirfarandi pistil þaðan. Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn var að fá sendar nokkrar slöngur frá Afríku, en svo illa vildi til, að er verið var að skipa þeim upp, slapp ein slangan úr kassa þeim er hún var í, og það skipti engum togum, að hún skreið í land, án þess að nokkuð væri hægt að gera. Hún skreið á feiknahraða inn í borgina og allir flúðu undan henni er vetlingi gátu valdið, en að síðustu skreið hún inn í Wivex veitingahúsið. Allir flúðu þaðan út, nema flautuleikari hljóm- sveitarinnar, hann sat kyrr, og lék fyrir slönguna, þar til að eftirlitsmenn dýragarðsins gátu skellt poka yfir höfuð hennar. Mér fannst þetta ganga kraftaverki næst, svo að ég fór að athuga flautuna, og þá kom í ljós, að þetta var — Töfraflauta Mozarts. Á 19. öld var venja, að uppfæra ekki stór verk í heilu lagi, heldur hafa hlé á milli og leika þá létta tónlist. Vitið þið . . . Að það eru 10 kvenn píanóleikarar (áhugapíanó- leikarar) á móti hverjum karlmanni, en aftur á móti eru 10 karl píanóleikarar (konsert) á móti hverjum kvenmanni. Að Robert Schumann var afar fingrastuttur, og náði yfir svo fáar nótur, að hann útbjó tæki til að strekkja fingurna með, en tóxt aðeins að eyðileggja fingurna, og þar með var draumur hans um að verða frægur píanóleikari búinn. Að fyrirtæki í Leipzig bjó fyrir stríð til píanó, handa indverskum fursta. Ramminn var úr silfri, og allir strengirnir voru úr gulli eða silfri. Viður- inn sem var notaður í það, var ekta rósatré, er 24 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.