Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 13

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 13
Tuttugasta starfsár Tónlistarskólans Tónlistarskólinn var settur í Trípólí bíó fimmtu- daginn 6. október, hélt skólastjórinn dr. Páll ísólfs- son þar ræðu, og lýsti m. a. húsnæðismálum skól- ans. Þakkaði hann stjórn Þjóðleikhússins sérstaklega fyrir aðstoð hennar við skólann, en eins og kunn- ugt er hefir skólinn verið þar til húsa síðustu ár- in, en vegna þess, að nú er verið að fullgera húsið, varð skólinn að flytja. Öll kennsla fer nú fram sumpart í húsi skólans Þrúðvangi við Laufásveg og sumpart í Hljómskál. Kennarar skólans eru 20 og skiftast þannig á deildirnar. Skólastjóri, Páll Isólfsson, er kennir jafnframt orgelleik. Píanódeild, yfirkennari Árni Kristjánsson, Hermína S. Kristjánsson, Árni Björnsson, Hólm- fríður Sigurjónsdóttir, Katrín Dalhoff, Páll Kr. Pálsson, Róbert Abraham, Rögnvaldur Sigurjóns- son, Vilhelm Lanzky-Ottó, og Victor von Urbantschitsch. Strengjadeild, yfirkennari Björn Ólafsson, dr. Edelstein, Katrín Dalhoff og Hans Stephanek. Tónfræðideild, yfirkennari Jón Þórarinsson, Kai'l Ó. Runólfsson, Róbert Abraham, og dr. Urbantschitsch. Sögudeild, yfirkennari Victor von Urbant- schitsch og Guðmundur Matthíasson. Blásturshljóðfæradeild, yfirkennari Lanzky- Otto, Árni Björnssoon (flauta) ,Andrés Kolbeins- son (obo) Egill Jónsson (klarinett), Vilhjálmur Guðjónsson (klarinett) og Karl Ó. Runólfsson (trcmpet). Barnadeild, yfii'kennari dr. Edelstein. Nemendur skólans eru nú um þrjú hundruð og vex nemendafjöldinn geysilega ár frá ári, og eru píanónemendur þar í miklum meirihluta. Það er þjóðarskömm, að Tónlistarskólinn skuli þurfa að hrekjast stað úr stað, og leitt að vita, að íslenzku yfirvöldin skulu ekki sjá sóma sinn í, að sjá skólanum fyrir viðunandi húsnæði. Tónlistarskólinn á glæsilegt verkefni framm- undan, og hjá því mun ekki fara, að yfirvöldin vakni til meðvitundar um hvílíka skömm þau geri sér með andvaraleysi sínu, og látum okkur vona að sá dagur sé skammt undan að skólinn fái viðun- andi húsakynni, og allir tónunnendur verða að vinna ótrauðir að takmarkinu „skólahús fyrir Tón- listarskólann“. Haraldur Guðmundsson, er áður stjórnaði Mandólínhljómsveit Reykjavíkur er nýfluttur til Vestmannaeyja og hefir hann þar tekið við stjórn V estmannakórsins. Eru Vestmannaeyingar heppnir að fá jafn dug- legan og áhugasaman mann og Haraldur er um tónlistarmál. Björn Ólafsson, fiðluleikari og Árni Kristjáns- son, píanóleikari héldu hljómleika á Akureyri í októbermánuði. — Vöktu hljómleikarnir mikla hrifningu bæjai’búa. „Ajsa/(ið jrú, en þcr hajið líþlega e\\i tapað sónötu fyrir óbó og píanó". MUSICA 13

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.