Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 19

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 19
á móti Marke konungi, er sjálfur ætlar að flytja brúði sína í land. 2. þáttur. I garðinum fyrir utan höll Marke bíður Isolda í hinni björtu sumarnótt eftir að hljómar horna veiðimannanna hverfi, svo að Tristan geti komið til hennar. Brangæne aðvarar Isolde við Melot, og segir hann hafa útbúið veiðiförina eingöngu til að koma elskendunum á óvart, en Isolda vísar Brangæne hlæjandi á brott, og slekkur á kyndli sem merki um að Tristan eigi að koma. Hann kastar sér í faðm hennar, og í áhrifaríkri og fallegri senu, tala elskendurnir um daginn, er aðskilji þau, og um nóttina er geri þeim kleift að mætast, og þau þrá eilífa nótt, þar sem ekkert geti hindrað sameiningu þeirra. Án þess að taka eftir hinni aðvarandi rödd Brangæne úr turninum, sitja elskendurnir niður- sokin í- drauma alla nóttina. Þá kemur konungurinn skyndilega, með veiði- mönnum sínum, og Melot sýnir konungi, að hann hafi haft rétt fyrir sér. Hryggur og sár, ásakar konungurinn Tristan, fyrir svikin, en Tristan getur ekki svarað, hann getur aðeins talað við Isolde, og hann spyr hana, hvort hún vilji fylgja honum í nóttina, hina eilífu nótt, og er hún lofar því, kyssir hann enni hennar. Þá dregur Melot sverð úr slíðrum, til að verja heiður konungs síns, Tristan verst fyrst, en er Melot gerir árás, lætur hann sverðið síga, og fellur til jarðar mikið særður undan sverðsoddi Melots. 3. þáttur. I garði hallar sinnar Kareol á Bretagne skaga, liggur hinn dauðsærði Tristan á börum í djúpum svefni, hinn trúi Kurvenal hefir flutt hann þangað og sent boð til Isolde. Smalinn heyrist leika angurblíða vísu á flautu sína, hann beygir sig yfir hinn lága vegg, og spyr með hluttekningu um líðan Tristans. Kurvenal svarar, að hann sofi, og segist vona, að Isrlde komi áður en hann vakni, hún ein geti bjargað honum. Hann segir smalanum að blása fjörugt lag, strax og sjáist til skips Isolde, og smalinn fer, og blæs áfram hina angurblíðu vísu. Þá vaknar Tristan af hinum dvalalíka svefni, og Kurvenal segir honum hvað hafi skeð, og er Tristan heyrir það þakkar hann Kurvenal og send- ir hann til að gæta að skipinu, en hinir angurblíðu flaututónar gefa enn til kynna, að hafið sé autt. Kvalinn af brennandi löngun sinni til að sjá ísolde, formælir Trostan ástardrykknum og fellur í yfirlið. Þá blæs smalinn fjöruga vísu, og með hrifningu sér Tristan skipið, og er hann heyrir rödd ísolde, þytur hann upp frá beði sínu til að taka á móti henni, tætir sáraaumbúðirnar af sér, og fellur í faðm hennar, blæðandi. En kraftar hans eru þrotnir, og hann hnígur að fótum hennar dauður, en Isolde fellur í ómegin ofan á lík elskhuga síns. Þá kallar smalinn, að annað skip sé að koma, og Kurvenal er þekkir Marke og Melot, lokar hlið- inu og býst til að verjast með sverði sínu. Bran- gæne hrópar til hans, að þau komi sem vinir, en hann skeytir því engu, og drepur Melot, áður en hann hlýtur banasárið. Brangæne hleypur til ísolde, og segist hafa ját- að leyndarmálið um ástardrykkinn fyrir Marke konungi og sé hann nú kominn til að sameina elskendurna. ísolde heyrir ekki sögu Brangæne, en lýsir hamingju sinni yfir að fylgja elskhuganum inn í hið eilífa ríki næturinnar, þar sem þau muni aldrei skilja. Astarsöngur Isolde. Hún hnígur niður við hlið elskhuga síns, og hinn syrgjandi Marke blessar líkinn. MUSICA 19

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.