Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 26

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 26
Undrabarnið okkar Þórunn Jóhannsdóttir ísland hefir ekki verið auðugt af hinum svo- kölluðu undrabörnum, enda hafa fæstir íslenzkir foreldrar, fram til seinni ára a. m. k. haft nokkra fjárhagslega möguleika, til að hlúa að efnilegum börnum. Fyrst eftir að börnin eru kominn úr föð- urgarði, hafa þau haft möguleika til að hlúa að hæfileikum sínum, og þá hefir það oft verið um seinan. Þórunn litla Jóhannsdóttir er svo hamingju- söm að eiga góða og skilningsríka foreldra, sem allt hafa viljað fyrir hana gera, viljakraft og ástundun og hæfileika af guðs náð. Það er mjög erfitt fyrir foreldra að ala upp börn er skara mjög frammúr, ef ekki er að gáð, verða þau oft spillt af eftirlæti, dekri og sjálfs- hrifningu, eða beygð, pínd og ofþreytt. Þórunn litla er barnsleg, yfirlætislaus og glað- leg, og áhugi hennar við að æfa sig á píanó er svo mikill, að foreldrar hennar verða að halda aftur af henni. Hún gengur í barnaskóla jafnframt námi sínu við Royal College of Music, hún gengur í skólann vegna þess að hún veit, að í skóla verða allir að ganga, en hún hefir ekki áhuga á öðru en píanóinu, og strax og hún kemur úr skólanum sezt hún við hljóðfærið og sökkvir sér niður í verk meistaranna. Það er miklum erfiðleikum bundið að komast að við Royal College of Music í London, og börn- um er afar sjaldan hleypt þangað inn, en vegna mikilla hæfileika Þórunnar litlu gerði prófessorar skólans undantekningu frá reglunni, og leyfðu henni skólavist, að undangengnu erfiðu prófi. Jóhann Tryggvason, faðir Þórunnar hefir hlotið atvinnuleyfi í Englandi, en eins og allir vita er það miklum erfiðleikum bundið vegna mikils atvinnu- leysis meðal enskra tónlistarmanna, en atvinnu- leyfið gerir Jóhanni kleyft að standast straum af námskostnaði Þórunnar. Þórunn litla Jóhannsdóttir er stolt okkar allra, og við eigum öll miklar vonir bundnar við frægð hennar og frama. H. Ó. Chopin-tónleikar í minningu Frédérich Chopin voru haldnir í Háskólanum sunnudagana 23. okt. og 1. nóvember. Meðal listamanna er fram komu voru, Þuríður Pálsdóttir, Jórunn Viðar, Árni Kristjánsson, Björn Ólafsson og Einar Vigfússon. — Tónleikanna verður getið nánar í næsta tölublaði. Karl Jónatansson hélt jazz-hljómleika í Gamla Bíó, þriðjudaginn 15. nóvember. Á hljómleikum þessum léku þrjár hljómsveitir, Hljómsveit Björns R. Einarssonar, K. K. sextettinn og hljómsveit Karls sjálfs, og var Sigrún Jónsdóttir einsöngvari með henni. — Hljómleikanna verður nánar getið í næsta tlb. Tímaritið „MUSICA". Tónlistartímarit, kemur út 6 sinnum á ári. — Útgefandi: Drang- eyjarútgáfan. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tage Ammendrup. Ritstjórn og afgreiðsla Laugaveg 58, símar 3311 og 3896. — Áskrift- arverð 40 kr. fyrir árið. — Sent burðargjaldsfrítt um allt land. 5 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.