Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Page 21

Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Page 21
ÚTVARPSTIÐINDI 117 Tvær vísur m MAÐUR OG KONA Oft hún fór á ærsladans út í næturhúmið, og flutti þaðan heim til hans hórdóminn í rúmið. EFTIRMÆLI Lífið hefir lengi veitt líkamanum gæfu, og Satan gamli síðan breytt sálinni í kæfu. NEYÐARSKEYTI Þrír karlmenn og ein kona ^eru að hrekjast á fleka úti á hafi. Sendið hjálp þegar i stað, ef það er ekki hægt, sendið þá tvær konur í viðbót. Pað var ekki lausbeizlað Kunningjar hittust á förnum vegi og var annar þeirra mjög dapur í bragði. ---Hvers vegna liggur svona illa á þér. spyr hinn. — Það er full ástæða til að liggi ekki vel á mér, ég á að fara í steininn á morgun.' — Fyrir hvað, kunningi? — O, það er ekki stórvægilegt. Ég gerði ekki annað en liver og einn hefði gert í mínum sporum. Ég gekk fram á beizli og tók það upp. — Og þú færð tukthús fyrir? Það þykir mér hart að gengið. — Já, það finnst mér. En svo ég segi þér eins og er, þá fylgdi hestur með beizlinu.

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.