Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 4
76 OTVARPSTÍÐINDI talar alþýðlega ura efni, sem mann þyrstir eftir að fræðast um. Bræðralag kristilegra stúdenta heitir tiltölulega nýr félagsskapur, sem nokkuð lætur að sér kveða í félagslífi Reykjavíkur um þessar mundir. 'Hefur hann meðal annars stofnað til samkoma í kirkjunum fyrir æskulýðinn. Og í sambandi við þetta mætti ef til vill skjóta því fram, hvort ekki væri ástæða til að útvarpa frá þessum samkomum. Það mætti eins sleppa einni messu í stað- inn? — Bræðralag kristilegra stúd- enta hefur kvöldvöku 7. marz, en hverjir það eru, sem koma fram á þessari kvöldvöku er enn ekki full- ráðið. Sama kvöld flytur dr. Áskell Löve erindi um ferð til Marz. Ger- ist.Löve nú allmikill ferðalangur. Um daginn fór hann með okkur til tunglsins og fannst okkur það all- æfintýraríkt ferðalag. Nú býður hann okkur í ferð til Marz. Það er gaman að þessum erindum og hafi Löve þökk fyrir. Laugardagskvöldið Í6. marz ýerður flutt leikritið Hring- urinn eftir Sommerset Maugham og er Ævar Kvaran leikstjóri. Þetta er athyglisvert leikrit og mikið af því látið. Loks má geta þess, að þýzkur fiðlupnillingur, Ruth Hermanns, sem hefur verið ráðin kennari við tón- listarskólann á Akureyri, mun koma fram í útvarpinu innan skamms. Þá hefur verið ákveðið, að Blaða- mannafélag íslands sjái um kvöld- vöku á annan í páskum og er sú kvöldvaka nú í undirbúningi. oooooooooooooooooooo RÍKISIJTVARPIÐ Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til allra þegna landsins með hverskonar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborg- anir, samningagerðir o. s. frv. — Út- varpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrifstofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4990. INNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. — Sími 4998. ÚTVARPSRÁÐIÐ (Dagskrástjómin) hefur yfirstjórn hinn- ar menningarlegu starfsemi og velur út- varpsefni. Skrifstofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síðd. Sími 4991. FRÉTTASTOFAN annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. Fréttaritarar eru í hverju héraði og kaupstað landsins. Sími frétta- stofu 4994. Sími fréttastjóra 4845. AUGLÝSINGAR Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynn- ingar til landsmanna með skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifa- mestar allra auglýsinga. Auglýsingasími 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón með útvarpsstöð- inni, magnarasal og viðgerðastofu. Sími verkfræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFTAN annast um hverskonar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu um not og viðgerðir viðtækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. TAKMARKIÐ er: Útvarpið inn á hvert heimili! Allir lands- menn þurfa að eiga kost á því, að hlusta á æðaslög þjóðlífsins; hjartaslög heims- ins. Ríkisútvarplð. 00000000900000<MOOOO

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.