Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 6
78' ÚT V ARPSTÍÐINDI um, sem gerzt hafa í umheiminum. Ég hef því oft opnað fyrir morgun- fréttirnar til að heyra þær, því að svo bezt fylgist maður með því, sem gerist, að ekkert falli úr. En mér hefur gengið ákaflega erfiðlega að heyra morgunútvarpið. — Ég skildi ekki hverju þetta sætti og loksins gafst ég svo að segja alveg upp á því að opna fyrir morgunútvarpið. — Ég fór svo hingað til Reykjavíkur í haust til að gegna nauðsynlegum störfum. Ég hef útvarp í herbergi mínu og ég opnaði fyrir það fyrsta morguninn minn hér. Nú brá svo við, að ég heyrði ágætlega. Þetta kom mér algerlega á óvart, en hélt samt að hlustunarskilyrði væru óvenjulega góð, þó að ég hins vegar hefði aldrei skilið til fulls hvers vegna ég hafði aldrei heyrt vel á morgnana meðan ég var heima, en ágætlega á kvöldin. Ég hitti svo fyrir nokkru einn af starfsmönnum útvarpsins og minnt- ist á þetta. Hann brosti við og gaf mér goðasvar. Hann sagði: „Það er ekki neitt undarlegt með það.“ En þegar ég 'vildi fá að vita nánar um þetta, varðist hann allra frétta. — Nú langar mig til þess að spyrja verkfræðing útvarpsins og útvarps- stjóra: Hvernig stendur á því, að við, sem eigum heima út á landi, get- um ekki heyrt morgunfréttir? Hvern- ig stendur á því, að við getum vel heyrt kvöldútvarp? Hvernig sténdur á þessum mismun? Er það vegna þess, að ekki sé sent út á nægilegri orku á morgnana? Og ef svo er: Hvað veldur því ? Erum við, sem eig- um heima fyrir utan höfuðstaðinn eitthvað ómerkilegra fólk? Eða halda ráðamenn útvarpsins, að þeir, sem ekki eiga heima í Reykjavík, hlusti yfirleitt ekki á morgunútvarpið ? — Ég þykist spyrja greinilega. Og mér fnnst, að verkfræðingur útvarpsins, eða útvarpsstjóri, sem ber víst alla ábyrgð gagnvart okkur hlustendum á starfi hans, geti ekki komist hjá því að svara þessum spurningum. Þeir mega vita það, báðir tveir, að það er ekki aðeins ég, sem spyr, held- ur og fjölda margir aðrir, sem hafa sömu reynslu. — Ég vænti þess, að þér, herra ritstjóri, komið fyrir- spurnum mínum á framfæri og að svar birtist frá réttum aðilum í sama blaði og fyrirspurn mín birtist eða næsta blaði.“ Þriðja fyrirspurn: Hvað veldur því, að útvarpið heyrist ekki fáar mílur frá landinu? Togaraskipstjóri, sem hefur siglt næstum því allar ferðir skips síns til Englands undanfarin tíu ár, skrifar á þessa leið: „Hvernig stendur á aumingjaskap útvarpsins í Reykjavík? Þegar við, sem siglum, erum komnir 200—300 mílur suðaustur af Vestmannaeyjum á leið til Englands er næstum ómögu- legt að heyra til íslenzku útvarps- stöðvarinnar fyrir þeim stöðvum, sem eru á nálægri bylgjulengd. Samt eru þessar erlendu stöðvar kraft- minn en íslenzka stöðin á að vera, samkvæmt því, sem gefið hefur verið upp. Þessar erlendu stöðvar eru í miklu meiri fjarlægð en okkar eigin stöð, en þær yfirgnæfa hana samt. Ég skal líka geta þess, að á þessum slóðum yfirgnæfa radíóvitar, sem eru einhversstaðar í Englandi eða á Skot- landi, íslenzku stöðina, og þó hafa þeir ekki nema 1—2 kw. orku. Mér

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.