Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 19
útvarpstíðindi 91 Hún leit upp. Hann sá ekki betur en að hún væri Marion Dawis. Augu þeirra mættust. Augu hennar voru brún og augnatillitið hlýlegt. „Fyrirgefið", mælti Dennison. — „Þér eruð fegurri en myndin í blað- inu“ Hún hló. Hlátur hennar var yndis- legur. „Þér skjallið mig“. „Nei, þér eruð hrífandi fögur“. „Jæja, þér vitið hver ég er. En hver eruð þér?“ mælti hún. „Nafn mitt er ekki frægt. Ég heiti Frits Dennison frá Scotland Yard, London“. „Ég hef heyrt nafn yðar nefnt“. Hann horfði á ungfrúna og sagði: „Það er ólíklegt. Ég hef lítið haft niig í frammi“. Hún aðgætti hann nákvæmlega og mælti: „Augu yðar sýna, að þér haf- ið komizt í ýms ævintýri". Frits yppti öxlum. „Já, ekki get ég neitað því“. „Þér hafið ef til vill farið til Fen- eyja í þeim erindum að ljósta upp nm einhvern glæpamann?" „Nei, ég var í sumarleyfi". „Þér hafið áhrifamikið starf. — Hugsið yður að ráðizt yrði á lestina og þér yrðuð að skjóta ræningja til þess að frelsa mig“. Hann mælti: „Árásar þurfum við ekki að vænta. Við erum á Italíu". Þau áttu langar samræður. En lestin flaug áfram eins og líf lægi við.------ Á höfninni í Feneyjum lá hið nhkla ítalska herskip „Fiurne". — Svartur, þykkur reykjarmökkur leið UPP úr reykháf þess, og eyddist eða liðaðist í áttina til lands vegna and- varans, er blés utan af Adríahafinu. Firðritarinn var í klefa sínum og fylgdist með því sem útvarpað var til flotans frá hermálaráðuneytinu. Á þilfarinu gengu varðmenn fram og aftur. Út úr borðsalnum hljómaði söngur Jan Kiapura af grammófón- plötu. Olíu, málningu og járnlykt lagði um skipið. Vélaskrölt heyrðist. Skipið var búið til ferðar út á Mið- jarðarhafið til æfinga með öðrum herskipum. Cavalcanti yfirflotaforingi sat við skrifborðið í hinni skrautbúnu káetu sinni og kynnti sér kort og áætlanir, er lágu fyrir framan hann. — Yfir skrifborðinu hékk stórt málverk af Innocens páfa þriðja. Á þiljunum héngu sjaldgæf vopn frá Algier og Tunis. Á gólfinu var þykkt teppi, er eyddi skóhljóðinu. — Flotaforinginn opnaði skrifborðsskúffuna, er var honum til vinstri handar. — Hann góndi um stund ofan í hana. Skúff- an var tóm. Gula umslagið með hern- aðarleyndarmálunum í Adriahafinu, var horfið. Hann leitaði í öllum skúffum skrifborðsins. Það bar eng- an árangur. Hann mundi líka, að hann hafði látið bréfið eða böggul- inn í þá skúffu, er hann fyrst hafði opnað. Hann leitaði í pappírunum er á borðinu lágu. Nei, hann fann þetta ekki, Skjölunum hafði verið stolið. Marion Dawis hafði drukkið te með honum fyrr um daginn. Var það hugsanlegt, að hún hefði gert það? Nei. Hún var vinkona hans, og hann hafði of mikið dálæti á henni. Ennþá var ilmur í káetunni frá því er hún sat þar til borðs. Hann hugsaði mál- ið. Svo hringdi hann. Augnabliki síðar var drepið á hurðina. Inn kom sjóliði, er stóð steinþegjandi.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.