Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 01.03.1948, Blaðsíða 15
ÚTVARPSTÍÐINDI 87 GÖMUL DAGSKRÁ OG NÝ. Þorgr. Einarsaon, BúastöSum, skrifar: „Oft hefur verið á það bent bæði í útvarpi og eins í Röddum hlustenda, hversu gagn- legt og leiðbeinandi það væri við val dag- skrár, að sem flestir hlustendur létu heyra frá sér álit og jafnvel leiðbeiningar um efnisflutning í útvarpi. Satt er það, mikið er í húfi, að vel takist til um dagskrár- val. Það skiljum við bezt, sem í strjál- býlinu dveljum og ef til vill tökum hvað bezt eftir því, sem þar er á borð borið. Það er því ekki lítil eftirvænting hjá þvi fólki, sem á annað borð vill hlusta og fylgj- ast með því efni, sem útvarpið býður og áreiðanlega ekki kastað á glæ að vanda til dagskrárinnar. Hitt er að sjálfsögðu erfitt að gera öllum til hæfis. Til þess er smekkur fólksins allt of ólíkur, sem betur fer. Ég tel, fyrir mitt leyti, að sjálfsagt sé að flytja í útvarpið sem allra mest af innlendu efni, eftir því sem framast er kostur, eins og reyndar er líka gert. En ég tel, að gera mætti meira að því en hefur verið gert, að lesa upp bókakafla í útvarpið. Það kæmi til með að svara til hins liðna tíma, þegar einn las fyrir alla á heimil- unum, og ég segi það enn, sem ég hef getið áður í línum til Radda, að ég teldi það eng- an baga hlustendum þó að gengið væri á hlut margskonar glamurmússíkar og jafn- vel hinnar svokölluðu æðri hljómlistar líka, og á þann hátt rýmt til fyrir svona löguðum upplestri ef annað heppilegra sýndist ekki. Að sjálfsögðu ræði ég þetta frá sjónarmiði sveitamannsins, en ekki þeirra, sem hrifnir eru af þeirri mússík, sem nú er öðru hvoru verið að útvarpa frá Hótel Borg. Ég veit með vissu, að í sveitum og hinum smærri kauptúnum eru fáir, sem hafa viðtæki sín opin fyrir dans- mússík frá samkomustöðum Reykjavikur. Knútur Þorsteinsson frá tílfsstöðum. Tízkudaman Ég kastáöi önn og mér kvöldgöngv. fékk, því kyrrsetu er langsárt að þreyja. Á hlið við mig, somit leið götuna gekk ein glæsileg staðarins meyja. Og öll bar sú tildursins einkennin slétt, í útlitsins margbreyttu línum. Mcð tepruskap sjálfsþóttans tifaði’ hún létt, á títuprjónshælunum sínum. Um líkamann sveipaMst silki og flos, þar sáust ei tötranna spjarir. — Og hýrlegt blikaði Hollywoodbros um hátískuroðaðar varir. — Ég veit að eyru þeirra skilja betur og eru vanari þeim hljómblæ, sem veður og vindar hjala þeim við eyra heldur en þeim hjáróma skrækjum, sem einna líkjast er þegar nægi- lega miklu magni af allskonar dósa- og járnarusli væri urgað saman. Slík mússík bentar bezt hinum vel menntaða æskulýð höfuðstaðarins en ekki þeim, sem láta sér lynda aðeins, ef þeim er af náð veitt að heyra harmonikuplötur eftir hina vinsælu harmoníkuleikara Noregs og Svíþjóðar. Ég tel þann dans, sem tengdur er þeirri mús- sik hæfa betur þjóðerni íslendinga en villi- mannadjass sunnan úr Afríku. En þess skal þó getið með þökk, að i vetur hefur verið með mesta móti um harmoníkulög í útvarpinu. En aukast mætti það samt. Og ég spyr: Því er ekki meira spiiað af plötum eftir þá Gellin og Borgström,

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.