Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 15.03.1948, Blaðsíða 18
114 ÚTVARPSTÍÐINDI honum: „Jú, þetta er óskaplega spennandi, sem þér segið. En vér höfum ekki tíma til .þess að hlusta á fræðandi fyrirlestur. Ef þér getið sannað, að ungfrú Dawis sé ekki njósnari, þá látið oss heyra þær sannanir". Dennison mælti: „Ég skal koma að efninu þegar í stað. En leyfist mér að bera fram eina spurningu?“ Marion Dawis sendi Frits hug- hreystandi augnatillit. Dennison mælti: „Voru skjölin í sama umslagi, er þér fengu'ð þau í hendur, og þegar þau voru tekin úr skrif borðsskúffunni ?“ „Nei, ég fékk skjölin í möppu, og skilaði henni. Ég lét skjölin sjálfur í gula umslagið“. Frits mælti: „Ég þakka. Þetta er mjög þýðingarmikið atriði“. Svo tók hann upp úr innri vasa sínum gult umslag og hvítan blaðsnepil. Bæði á umslaginu og pappírnum var fjöldi smárra, svartra merkja. Frits gekk að skrifborðinu og lagði umslagið og bréfsnepilinn á það fyr- ir framan yfirflotaforingjann. Hann mælti: „Ég hef nákvæmlega rann- sakað gula umslagið, sem hér liggur, og skjölin voru í. Svörtu deplarnir eða merkin sýna fingraförin. En það eru ekki fingraför ungfrú Dawis. En á hvíta blaðinu eru hennar fingraför. Ef ungfrú Dawis hefði tekið umslagið með skjölunum úr skúffu aðmírálsins, hlytu hennar fingraför að vera á því. En svo er ekki. Hún bar ekki hanzka, er hún var hér. Og þetta er óhrekjanleg sönnun þess, að hún hefur ekki tekið umslagið með skjölunum“. Flotaforinginn sló á borðið með fingurgómunum og mælti: „En hvernig getið þér skýrt það, að skjöl- in fundust í tösku ungfrú Dawis?“ Dennison svaraði: „Já, það er nokkuð flókið. En ég skal láta mitt álit í 'ljós. Það er kunnugt, að ung- frú Dawis á marga aðdáendur, og meðal þeirra er Martiro undirfor- ingi. Hann kom í fyrradag til henn- ar á „Grand Hotcl Luna“, og kvaðst ekki geta lifað án hennar. Hún neit- aði því að giftast honum, þrátt fyrir hina miklu ást hans. Martiro fékk hryggbrot. Hann fylltist hatri. Ást snýst oft í hatur. Martiro tók sjálfur skjalaböggulinn úr skrifborðsskúffu aðmírálsins og lét hann í tösku ung- frú Dawis, til þess að koma henni í klípu sem njósnara“. Cavalcanti yfirflotaforingi reis á fætur. Hann mælti með harðneskju- legri rödd: „Martiro! Er þessu þann- ig varið, eins og Dennison segir?“ Martiro þagði. Aðmírállinn sneri sér að ungfrú Dawis: „Jæja, kæra ungfrú, það virðist að hér hafi ...“ Meira sagði hann ekki að sinni, því að samtímis kvað við skot. Martiro hafði, án þess að hin yrðu þess vör, dregið skammbyssu upp úr vasa sín- um og hleypt skoti í höfuð sitt. — Hneig hann dauður niður á káetu- gólfið. Martiro hafði stefnt sjálfum sér fyrir þann dómstól, þar sem fyllsta réttlætis er gætt. Aftur erum við stödd á Canale Grande. — Og að þessu sinni situr Dennison ekki einn í síkisbátnum. Marion Dawis situr við hlið hans. Hann heldur í litlu höndina hennar. Hamingjan ljómaði á andliti hans. Marion hefur lofað því, að verða konan hans.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.