Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Page 14

Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Page 14
230 Otvarpstíðindi starfsfólk mitt hugsa? í þessum klæðnaði minnir þú helzt á hin af- káralegu málverk þín.“ ,Hlý og heima unnin ullarpeysa getur verið alveg jafngóð og komið að sömu notum og klæðskerasaum- aður taujakki," svaraði Pétur. „En svo að ég haldi mér við efnið, þá var ástæðan til þess, að mér kom til hugar að heimsækja þig í slcrif- stofuna sú, að ég á ógreiddan húsa- leigureikninginn." „Já, einmitt það,“ rnælti Lindelin þóttalega. „Húseigandinn hefur hótað því, að ef ég verði ekki búinn að greiða leiguna innan tveggja daga, þá verði ég að fara burtu. Hann ætlar með öðrum orðum, að setja mig og Betu á götuna." „Já, einmitt það,“ mælti Lindelin aftur. „En auðvitað verðum við að bíta í það súra epli, ef svo illa fer,“ sagði Pétur. „En það sem er þó verst af öllu, að þá hef ég engan stað til þess að mála á.“ „Er nokkur þörf að halda því áfram?“ spurði forstjórinn. ,Það verður að minnsta kosti illt að fá annan stað,“ sagði Pétur, án þess að svara þessari ósvífnu spurn- ingu, sem frændi hans hafði varpað fram .... „En hvað var ég annars að hugsa um,“ hélt hann áfram. „Hvað sagðirðu?" spurði Lindelin nepjulega. „Eg var að hugsa .... ég hugs- aði kannske að . .. . “ stamaði Pétur. „Það var þó gleðilegt að heyra, að þú gætir hugsað ennþá; það gefur að minnsta kosti svolitlar vonir um þig,“ sagði Lindelin. „En nú skal ég segja þér skoðun mína án allra umbúða. Þú ert eini frændinn, sem ég á, og það get ég sagt þér, að ég varð fyrir miklum vonbrigðum af þér, er þú valdir þér þetta föndur fyrir lífsstarf, þótt ég léti það af- skiptalaust. Ég myndi hafa viljað hjálpa þér til að komast áfram, ef þú hefðir málað eins og maður, myndir, sem maður hefði getað verið upp með sér af að hafa á vegg hjá sér. En það kemur ekki til mála, að ég láti þig hafa peninga, meðan þú málar myndir þínar í líkum stíl og þessi hér á grindinni." Lindelin benti á málverkið á myndagrindinni og lítilsvirðingin lýsti sér í svip hans, en ungi lista- maðurinn leit döprum augum til konu sinnar. „Nú ætla ég að setja þér tvo kosti. eða réttara sagt gefa þér heilræði,“ hélt Lindelin áfram. „Þú eyðileggur öll þau málverk, sem þú hefur málað fram að þessu, og svo byrjarðu upp á nýtt; tekur nýja stefnu, málar myndir, sem almenningur getur skilið — sem almenningi líkar, málverk, sem sölumöguleikar eru fyrir! Hefur þú nú skilið hvað ég á við?“ „Jú, nokkurn veginn, held ég,“ svaraði listamaðurinn. „Viljirðu fara eftir ráðleggingum mínum, skal ég greiða fyrir þig húsaleiguna, og ég er viss um að eftir að þú hefur tekið sinnaskipt- um, safnast ekki á þig skuldir. En farirðu aftur á móti ekki eftir leið- beiningum mínum, verðurðu alger- lega að sjá fyrir þár sjálfur. Verði húsaleigan ekki greidd, verðurðu borinn út úr vinnustofunni, og þar sem þú hefur þá engan stað til þess að vinna á að verkum þínum, leiðir

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.