Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Page 24

Útvarpstíðindi - 31.05.1948, Page 24
240 ÚT V ARPSTÍÐINDI &SÓQÓSb AUÐUNN BR. SVEINSSON frá Refs- stöðum, sendir Sindri eftirfarandi vísur: ÁSTARVÍSUR. Hann: Elsku vina, aðeins hér eina bón ég hefi. Ertu fús að fygja mér fram að hinzta skrefi. Hún: Elsku vinur, eina hér ósk í lagi hefi, að ég fái að fylgja þér fram að hinzta skrefi. VORVÍSUR. Lífsins eldur Ijómar skær læknast hrelldur muni. Skuggaveldi færist fjær fögru kveldi uni. Hýrnar strindi, sævarsvið, sorgum hrindir maður. Vorsins yndi finn og frið frjáls í lyndi, glaður. Ort, er höfundur frétti um sviplegt fráfall kunningja síns: Langt er ekki lífsins skeið, líða dagar, — nætur. Margur þó á miðri leið maður bugast lætur. TIL ÚTVARPSTÍÐINDA. Er sorg og leiði sækja á — ég sviptur blíðuvonum, yljar þíður andi frá Útvarpstíðindonum. ÁSTRÖLSK LIST. í borg einni í Vestur-Ástralíu hefur verið listasafn, sem virðist hafa fengið tíðar heimsóknir listvina, því í hverjum sal safnsins var stórt spjald áletrað þessum aðvörunarorðum: Menn eru vin- samlega beðnir að gæta þess að skera ekki myndirnar úr römmunum. HYGGINN SKOTI. Járnbrautarslys hafði orðið skammt frá bæ nokkrum í Skotlandi og höfðu margir af farþegunum með lestinni far- ist. Á járnbrautarstöðinni í bænum beið fjöldi fóks í ofvæni til þess að fá fulln- aðarfréttir af því, hverjir hefðu farist og hverjirr komist af. Meðal þeirra, sem biðu þarna, var skozkur bóndi, sem átt hafði von á konu sinni með járnbrautar- lestinni. Meðan hann beið á brautar- stöðinni, gekk blaðsali framhjá og bauð blöð með frásögnum um járnbrautar- slysið. Fjöidi fólks þyrptist kringum drenginn og keypti blöð, en skozki bónd- inn fór sér hægt og keypti ekkert blað. „Hvers vegna kaupir þú ekkert blað .. og konan þín, sem var með lestinni?" spurði kunningi bóndans, sem hjá hon- um stóð. „Hum, ja, ekki held ég núna,“ svaraði bóndinn. „Ég ætla heldur að bíða eftir kvöldútgáfunni, því að þá fæ ég líka úrslitin í knattspyrnukapp- leiknum.“ Rafgeymavinnustofa vor f Oarðastrceti 2, þriðju hœð. annast hleðslu og viðgerðir i viðtaekjarafgeymum. Viötækjaverzlun Ríkisins

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.