Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Qupperneq 6

Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Qupperneq 6
366 ÚTVARPSTÍÐINDI hlustað á hina ýmsu dagskrárliði. Mynd sú, sem fæst á þennan hátt, er samt sem áður ófullkomin, að nokkru leyti vegna misræmis í vali hinna spurðu, og einnig vegna þess að óhentugt er að rannsaka, hve hlustun er almenn á útvarpssending- um eins dags. Á sumum stöðum hefur verið hægt að nokkru leyti að ákveða hlust- endafjölda hjá rafveitunum, þar sem vart verður við óeðlilega aukningu álagsins. Samt er ekki hægt á þenn- an hátt að fá að nokkru leyti sanna hugmynd af hlustendafjöldanum. Við útreikning og smíði viðtækja í rannsóknarstofum h.f. Eltra, hefur fundist leið til þess að ákveða og rita niður, með rafmagnstæki, hlust- endafjölda á hvaða tíma sem er. Að- ferð þessi grundvallast á þeirri stað- reynd, að viðtæki, sem tengt er við riðstraumsnet, myndar straum þann, er það notar vegna hins innbyggða afriðils. Með viðeigandi síum og áf- riðlum hinna harmonisku bylgja, sem orsakar þessa myndun straums- ins, er hægt að fá fram ákveðna spennu og þarmeð ákveðinn útslátt á vísi, og er stærð ústláttarins í beinu hlutfalli við hlustendafjölda á hverju augnabliki. Með því að nota sjálfritandi mæli- tæki, er hægt að breyta árangri mælinganna sjálfkrafa og án nokk- urs erfiðis í línurit, sem sýnir hlustendafjöldann á hverju augna- bliki og þarmeð við hvern dagskrár- lið. Dæmi um slík línurit, sem sýna hlutfallslegan fjölda hlustenda í liluta af Sorgenfri með húsaröðum á tímabilinu 4.—8. ágúst s.l., eru sýnd á ljósprenti. Á þessum línu- ritum er dagskrá danska útvarpsins rituð á tímaásinn. Útskýring á einstökum atriðum á tæki þessu, yrði of löng hér, en helztu einkenni þess koma fram í eftirfarandi yfirliti: 1. Það er eingöngu hægt að nota það í sambandi við riðstraum. 2. Það ritar eingöngu niður hlust- endafjölda á því svæði, sem tækið er tengt við. Á þennan hátt er hægt með vali spennistöðvarinnar að fá línurit fyrir hinar ýmsu stéttir þjóð- félagsins. 3. Tækið ritar niður sérhvert við- tæki, sem er í notkun innan viss svæðis, og er því ekki hægt að sjá, hvaða stöðvar tækin eru stillt inn á. Samt sem áður er hægt að áætla hluta hverrar útvarpsstöðvar í hlust- endafjöldanum af risi og falli lín- anna í sambandi við breytingu dag- skrárinnar. Af línuritum þeim, sem hingað til hafa verið tekin í Sorgen- fri fyrir norðan Kaupmannahöfn, er sýnilegt, að danska dagskráin ræður mestu um rás línunnar. Sænska dagskráin, sem heyrist vel á þessum slóðum, virðist aðeins hafa nokkur áhrif á vissum tíma síðari hluta dags, þegar danska útvarpið flytur tungumálakennslu meðan hið sænska flytur vinsæla grammófón- tónleika. 4. Tækið sýnir beint og strax það sem spurt er um. 5. Tækið hefur ekki áhrif á svar það, sem óskað er eftir. Slíkt getur aftur á móti komið fyrir við spurn- ingar eða ef almenningur er ávarp- aður beint á annan hátt. Venjulega gefa slikar spurningar lilustendum aðeins einn punkt í línuritinu, en

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.