Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Síða 9

Útvarpstíðindi - 11.10.1948, Síða 9
ÚTVARPSTÍÐINDI 369 og hljóp út. Var hann talinn maður örlyndur og bráðsinna. Heilsaði hún honum sem einfaldlegast með þess- um ovðum: „Sæll vertu, Stefán minn“, en hann réiddist því og ósnyrti hennar og flakki og tók að víta hana sem harðlegast og heita henni hörðu, ef héldi slíku fram. Þá kvað Björg: Þó að gæfan mér sé mót og mig í saurinn þrykki get ég ekki heiðrað hót hofmóðuga gikki. og gekk við það af stað, en var eigi komin út fyrir túnið, er amtmaður kallaði til hennar en hún andæpti því eigi áður hann hljóp eftir henni og skipaði henni að bíða. Stóð hún þá við, en ógjörla heyrðu menn, hvað þau töluðust við, en sáu þau settust niður hvort skammt frá öðru um hríð, áður hann hljóp heim og lét gefa henni ull og smjör. Furð- aði marga, hve ríflega hann lét gefa henni, sagði hana ekki vit skorta, en ærið norn væri hún. Þetta var sögn gamalla Hörgdæla, réttorðra manna. Látra-Björg var fædd í Stærra- árskógi, líklega seint í nóv. 1716 (skírð 1. des. þ. á.), dóttir Einars stúdents Sæmundssonar prests í Stærraái’skógi (d. 1738) Hrólfssonar sýslumanns á Víðimýri og komin af Hrólfi sterka, en móðir Bjargar var Margrét kona Einars, dóttir Bjarna prests yngx-a Bjarnasonar prests gamla á Hvanneyri í Siglufii’ði. Björg andaðist í móðuharðindunum, 26. sept. 1784 og var grafin á Upsum. Urn Látra-Bjöi’gu var sagt, að hún væri vel viti borin og skáld, er hún tók að þroskast, en kvenna fer- legust að sögn þein-a, er hana sáu eða kynntust henni. Hún hataði skraut allt og sundurgerð, var háls- löng mjög og hávaxin og sagt henni væri afarhátt til knés. Bjóst hún jafnan sauðsvartri hempu, er tók á mitt læri með knappa skúfhúfu, þá mest hafði við, en oftast hettu sauðmói’auða á höfði. Heldur þótti ókvenlegt atferli hennar í mörgu, því læri sitt lagði hún upp á sléttu, þó hún færi á bak meðalháu hrossi (þ. e. hún fór á bak af jafnsléttu), og að aungvu, hvorki afli né ásýnd- um var sagt hún væri h'k fi’ændum sinum. Oftast var hún á flakki unx Eyja- fjarðar- og Þingeyjai’sýslur, giftist aldrei, en hafðist lengst við á Látr- um á Látraströnd austan Eyjafjarð- ar og var af því oftast nefnd Látra- Björg. Hún var sjálfrar sinnar eins og kallað var, fór aldrei í vistir, en er hún eltist, tók hún að fara víða um land, þáði af mörgum góðan beina. Trúði fólk því, að hún væri ki’aftaskáld eða ákvæðin eins og kallað var. Þótti hún og ærið forix í skapi og virtist að spámælum því víða vel tekið. Vildu menn held- verða það er hún sagði, og var henni ur eiga við hana gott en illt. Hvergi verður þó annað séð en að hún hafi haft mikinn góðvilja til að bera. Oft í’éri Björg til fiskjar, önd- verða ævi sína, áður hún tók unx að fara til að betla, en sagt var hún þyrfti þess mjög sjaldan, því margir voru henni liðsinntir. Vitrir menn vii’tu gáfur hennar, margir trúðu hún kvæði fisk að sér, þótt fátt væri um hann. Er henni eitt sinn eignað

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.