Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 6

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 6
mundar Einarssonar, móðurbróður míns, sem þá var prestur og prófastur í Ólafsvík, hinn 23. júní 1921 Ég annaðist öll prestsstörfin í presta- kallinu á sumrin en hann að vetrinum ]iau tvö ár, sem ég var aðstoðarprestur hans. Á veturna var ég kennari eins og fyrr segir. Aðstoðarprests- tíminn var mjög góður skóli fyrir mig i öllu því, sem pretsstarfið sjálft snerti. Þvi frá liendi guð- fræðideildarinnar var ég ekki nægilega undir- búinn. Ég tel að allir guðfræðistúdentar eigi að eiga þess kost, að starfa með reyndum presti áður en þeir verða sjálfir sóknarprestar. — Og nú hefur þú verið prestur í hartnær 40 ár, og alltaf |)jónað sama prestakalli, er ekki svo? Jú, frá vígsludegi eru nærri 40 ár. En 1923 varð ég sóknarprstur í Nesþingapreslakalli, fyrst settur, en siðan skipaður. — Það er margt líreytt frá því sem var, þegar þú varst að hyrja að starfa sem prestur, trúi ég. T. d. livað snertir ferðalög og allan aðhúnað. Þú segir okkur kannske frá því hvernig ferðirnar gengu til lijá þér áður fyrr, áður en bílar komu til sögunnar. Jú, sannarlega er margt hreytt frá því að ég hyrjaði að starfa sem prestur. Er ég kom í prestakallið var fátækt manna þar mjög mikil. En nú eru flestir hjargálna. En með hetri lífsaf- komu, sem svo er kallað liafa menn hætt að hugsa um kirkjuferðir og kirkjusókn hefur minnkað mjög tilfinnanlega. —- En samt vil ég geta þess, að fólkið í söfnuðum minum hugsar mjög vel um kirkjur sínar. Má það teljast til fyrirmvndar hve vel Ingjaldshólssöfnuður hugsar um sína kirkju. Hið sama má segja um hinn fá- menna Brimilsvallasöfnuð. Hann hugsar mjög vel um sína kirkju. I Brimilsvallasöfnuði voru nærri 150 manns er ég varð sóknarprestur, nú aðeins 30. Á því sést hve breytingin er mikil. Nú ætlar Ólafsvíkursöfnuður að fara að reisa nýja og fullkomna kirkju. Um breytingar á aðstæðum hvað því viðvík- ur að þjóna prestakallinu má mikið segja. Er ég varð prestur varð ég að hafa tvo liesta til ferðalaga um prstakallið. Stundum voru ferð- irnar erfiðar. Einu sinni missti ég liest niður um is í Laxá á Ingjaldshólsbreið, sem þá var óhrú- uð. Ég man hve mikils virði mér þótti það, að fá þessa á brúaða og stærstu árnar í Fróðár- hreppi, Fróðá og Holtsá. Ég varð einu sinni að vaða Laxá á Ingjaldshólsbreið, er hún sat full af krapi upp undir hendur. Sömuleiðis lagði ég í Fróðá næstum ófæra einu sinni á aðfangadags- kvöldi jóla. En dugnaður fylgdarmannsins og liestanna kom mér heilum yfir ána með Guðs- hjálp. Ég vil geta þess hér, að ég hef haft þann sið öll þau ár að lesa ferðamannsbæn, er ég fer burt af heimili mínu, hvort sem ég hef farið gangandi, ríðandi, á skipi eða í bíl. — í öll þau ár liefur Guð hlessað mig á öllum ferðalögum mínum. — Þú húsvitjar ennþá séra Magnús og liefur allaf gert, er það ekki? Já, ég hef ávallt húsvitjað síðan ég varð prest- ur, nema tvö ár, sem ég lá veikur á sjúkrahúsi, en þá fékk ég prest og guðfræðing til að hús- vitja fyrir mig. — Hvað vilt þú segja um húsvitjanir yfirleitt? Telur þú ekki skaða að því, að þær hafa lagzl niður, bæði fyrir prest og söfnuð? Ég tel húsvitjanir mjög mikils virði fyrir prest- inn og vona að þær séu það líka fyrir söfnuðinn. Kynning prestsins og safnaðarins verður nánari. Og á ýmsum heimilum eru vandamál í’ædd, sem fólkið, einkum húsmæðurnar og mæðurnar hafa ásett sér að ræða um við prestinn, þegar hann kemur. Ét frá kristilgu viðtali við hörnin á heim- ilunum gefst oft tækifæri til að tala við liina eldri um þau mál. Ég hcf alltaf talið það nauð- synlegt að húsvitja, en nú tel ég það hrýna þörf, er kirkjusóknin hefur minnkað. — Telur þú, að fólk liafi minni áhuga á trú- málum nú en áður? Éða að trúarþörfin sé minni, vegna þess að fólk býr við meira örvggi livað snertir afkomu og aðhúnað? Ég veit ekki hvort fólk hefur minni áhuga á trúmálum nú en áður. Á fyrstu árum minum varð ég var við mikinn trúaráhuga hjá einstaka mönnum, og enn er trúaráhugi hjá allmörgum. En þeim fer fækkandi, scm láta trúaráhuga og trúarþörf sína i ljós. Það kemur fram i minnk- andi kirkjusókn. Trúarþörfin er alls ekki minni, þó fólk búi við betri afkomu og aðbúnað. — En fólkið er sér ekki þessarar þarfar meðvitandi. Og margt fólk reynir heinlínis að kæfa trúarþörf sina niður. Margir nútíma læknar og sálfræð- ingar vilja halda því fram, að einmitt ])essi nið- urhæling innstu þarfar sálarinnar orsaki tauga- veiklun. — Ilvað dettur þér í hug að gera þurfi til að vekja áhuga fólks fyrir kirkjunni? Menn segja að messuformið sé úrelt. Söfnuðurinn sé utan 0 KRISTILEBT STLJDENTAB LAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.