Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 8

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 8
MAGIVUS AGUSTSSOIN 9 VERKFRÆÐING L1 R : STUÐENTSAR Of oft veröar vart þeirrar hugsunar, að ekki fari saman tæknimehntun og trú á þann Guð og skapara alheimsins, sem Biblían boðar. Mörgum finnst fráleitt, að náttúruvís- indamenn trúi á Guð. Þeir, sem slíkt ætla, hafa annaðhvort ekki heyrt getið eða gleyma vís- vitandi mönnum sem Isaac Newton, Lord Kelvin, Michael Faraday, (þrsted og Maxwell, sem allir eru þekktir vísinda- menn. Einnig mætti nefna Ro- bert A. Millikan (1868—m6) og Arthur H. Compton (f. 1892), sem báðir liafa fengið N óbelsverðlaun í eðlisfræði. Þeir voru báðir ötulir starfs- menn við sunnudagaskóla. Altir þessir menn, áisamt svo ótalmörgum öðrum, áttu per- sónulega trú á Jesúm Krist og kærleiksríkan Guð og föður, skapara himins og jarðar, en jafnframt réttlátan Drottinn, sem mun dæma alla synd og allt ranglæti með réttvísi. Guð, sem elskaði svo þennan heim, að hann sendi okkur sinn ein- getinn son, Jesúm Iírist, að Frelsara, svo að við mættum lifa fyrir trúna á hann. Kristileg félög starfa einnig meðal trúaðra vísindamanna. Meðlimir þeirra trúa því, að öll Biblían sé innblásin af Guði og veiti mönnunum speki til sáluhjálpar. Þeir vita, að hún er hið eina sanna leiðarljós til menntunar og mælikvarði á trú og réttlæti. Hjá stúdentum, sem stunda tækninám, finnum við einnig samtök, sem starfa í sama anda. Við tækniháskólann í Niðar- ósi er starfandi kristilegt félag fyrir stúdenta (Norges Ilriste- lige Student- og Gymnasiasl- lag). Þegar á fyrsta degi skóla- ársins er nýjum nemendum gefinn kostur á að kynnast starfsemi þess. Eftir setningar- uthöfn háskólans gengst félag- ið fyrir því, að nýstúdentum er boðið að skoða dómkirkjuna í Niðarósi. Að lokinni þeirri at- höfn er öllum boðið til kaffi- drykkju í félagsheimili þeirra. Nýstúdentar verða fljótlega varir við, að frjálsmannleg, hógvær framkoma, innileg fals- laús gleði og innri friður ein- kenna þessa kristnu félaga. Þeir eiga frið við Guð. Það er ósk heirra, að skólafélagar þeirra mættu einnig öðlast þann frið. Allir eiga þeir það sameiginlegt, að þeir koma liingað fyrst og fremst til þess að afla sér þeklcingar, sem þeir síðar mættu nota til að stuðla að bættum lífskjörum einstakl- ingsins eða þjóðarinnar sem heild. Þessi þekking verður sá grundvöllur, sem öll störf þeirra skulu síðar byggð á. En líf sitl allt vilja kristnir stúd- entar byggja á hinum eina, sanna grundvelli, sem er Krist- ur og orð hans. Þess vegna koma þeir saman til að íhuga orð Biblíunnar og bjóða félög- um sínum að hlýða á boðskap hennar fluttan bæði af lærðum sem leikum. / félagsheimilinu er síðar oft komið saman á vetrinum. Hús- ið er eign félagsins og hafa stúdentarnir að langmestu leyti byggt það sjálfir í tómstundum sínum. Einn þáttur í starfinu er sái, að stúdentar koma saman í smáhópum, 5—6 í hverjum hóp, heima hjá livor öðrum og lesa Biblíuna og ræðast við um Guðs orð. Er þá ætíð lesið og íliugað eitthvert sameiginlegt efni, sem síðar er tekið til með- ferðar á fundi í félagsheimil- inu, þar sem allir eru saman komnir. Starfið nær einnig inn fyrir veggi liáskólans sjálfs. Stúdent- arnir fá afnot af einni kennslu- stofunni, þar sem þeir hafa á hverjum degi kyrrláta stund við biblíulestur og bæn. Þessar samverustundir eru einkum snemma morguns, er nýr starfs- dagur fer í hönd. Stúdentarnir skiptast á um að annast þessar stundir hverju sinni. Stúdentarnir leitast við að ná til fólksins og meðbræðra sinna 8 KRISTILEGT STUDENTAH LAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.