Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 12

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 12
sjálfir Búddhatrúar. Þelta nefni ég til þess að skýra hvaða munur er á kirkjulegri fræðslu og ókirkjulegri fræðslu í kristinni trú og siðgæði. Til eru hér á landi skólar, sem kenna kristin fræði þótt þau séu ekki meðal skyldunámsgreina. En samkvæmt heimild frá mjög kunnum skóla- manni íslenzkum eru þá kristin fræði nærtækust þeirra námsgreina, sem fella skal niður kennslu í þegar menn finna hjá sér þörf til að nota tímann til einhvers annars. Tuöfallt markmið menntanar. Hinum æðri skólum er ekki aðeins ætlað að sérmennta menn, gera þá að nytsömum mönn- um, þött svo virðist sem þetta sé oft talin hin æðsta hugsjón. Og margir liafa þetta eina mark- mið fyrir augum. Engu að síður er skólunum ætl- að að gera menn nokkurn vegin sjálfbjarga, svo að þeir geti notið menningarinnar og eignast nokkur ítök í henni. Þannig lærum vér nokkuð um hókmenntir, ])ótt vér ætlum ekki að gerast bókmenntasérfræðingar, nokkuð um listir, þótt vér ætlum ekki að verða listamenn, nokkuð í söng, þótt vér ætlum ekki að lifa á þvi að svngja og nokkuð í heilhrigðisfræði, þólt vér séum ekki læknar eða hjúkrunarfólk. Vér lærum einnig nokkuð hrafl í formlegri félagsfræði, til þess að vita nokkur deili á því þjóðfélagi, sem vér lif- um í. Þrátt fyrir alla sérhæfingu vilja menn ekki fella niður hina almennu menntun með öllu, þótt allsterk tilhneiging sé lil að skera hana nið- ur, t. d. í skemmtanalífinu og fylla allan skemmti- tímann með einhverju vélrænu efni, t. d. dans- lögum, dægurlagasöngvum o. f 1., þar sem örfáir menn framleiða allt fyrir mikinn fjölda, en fjöld- inn þarf ekkert að láta í té nema peninga. Veilnr í hinni félagslegu afstöðu. Þegar um er að ræða rannsókn vora á þjóð- félagi og kirkju, þá er hún ekki aðeins gerð í fræðilegum tilgangi, heldur af raunhæfri þörf, af því að vér erum meðlimir í báðum þessum félagsheildum. Þjóðfélag og kirkja snerta til- veru vora þannig að vér hljótum að vera bæði veitendur og þiggjendur í samskiptum vorum við þær, svo framarlega sem vér deyjum ekki sjálfir eða göngum af ])essum félagsheildum dauðum. Veitendur erum vér í samskiptum við ])jóðfé- lagið með því að vinna ýms störf fyrir almenn- ing og greiða skatta. Þiggjendur erum vér með því að vér njótum margra þeirra gæða, sem þjóð- félagið miðlar meðlimum sínum. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja að manngildi vorl hefur á síðari árum mótast þann- ig að vér viljum taka mikið út hjá þjóðfélaginu í umhótum og þægindum — en lítið leggja inn og það hefur verið þjóðleg íþrótt hjá allmörgum að ganga á snið við lögin eða heinlínis hrjóta þau með skattsvikum. Jafnframt hefur hávær kröfu- hyggja verið mjög i tízku og talin mönnum til gildis. Alll ])elta framferði hefur svo leitt til þess að þjóðin er aftur skuldum vafin og hefur bund- ið komandi kynslóð þunga bagga. Enginn sæmi- lega glöggur maður gengur að því gruflandi að þetta sýnir bæði veikl siðgæði og veika lýðræðis- og sjálfstæðishugsjón. í samskiptum vorum við kirkjuna viljum vér liafa sama lag á framferði voru: Leggja sem allra minnst inn af ])egnskap og trúmennsku, hrjóta Guðs hoð hvenær sem oss hýður svo við að horfa, en talca þó út tryggingu fyrir himnariki þegar sálin skilur við líkamann. Þessu framferði ala jafnvel sumir prestar á með afkáralegum skrúð- yrðum yfir mannlegum gallagripum eftir dauð- ann, stundum svo fjarri öllu lagi að hciðarlega hugsandi mönnum verður óglatt af, en láta þó gott heita í von um að þetta háttarlag geri ekki teljandi skaða, þótt uppbyggilegt sé ])að ekki. Nú getum vér verið Islendingar án þess að kunna íslenzka tungu, svo framarlega sem for- eldrar vorir eru íslenzkir. Og þannig erum vér reyndar fyrstu ár ævinnar. Eins gelmn vér verið kirkjunnar menn án þess að vita skil á kristn- um dómi og kunna tungumál kristinnar kirkju. Meðan vér erum unghörn, er þetta ástand eðli- legt í háðum tilféllum. En það er mjög óeðlilegt þegar um fullorðna menn er að ræða. Ef meiri hluti fullorðinna Islendinga hætti að tala eða skilja íslenzka tungu, þá væri þjóðerni og sjálf- stæði í voða. Það skilja allir. En sams konar hætta ógnar kirkjunni þar sem tungumál liennar og hugsjónafræði týnist niður. Glötun tungunnar væi i mjög likleg til að leiða til samruna við fram- andi ])jóð eða þjóðir. Glötun trúarinnar og sið- gæðisins leiðir til samruna við syndum spillta veröld og gerir manninn framandi og fáfróðan í kirkjulegum efnum og kristinni hugsun. Upp- lausn heimilislífs og kirkjúlífs verður afleiðing- in. Og eigi skyldu menn ætla að þjóðfélagið slep])i skaðlaust frá slíkri þróun. I kínverskum kirkjuhókum voru tvcir flokkar 12 KRISTILEGT STLJDENTAÐ LAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.