Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 21

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 21
Vinnuflokkurinn í Grafarnesi sumarið 1960. Kirkjufell í baksýn. komumönnum, messurnar að Setbergi. Síðasta dag vinnubúðanna, 14. júlí, var kveðjusamkoma haldin við kirkj ubygginguna í Grafarnesi, en um kvöldið var messa að Setbergi. Biskup fs- lands predikaði, en sóknarpreslur tók til altaris alla þátttakendur í vinnubúðunum, svo og margt sóknarfólk og aðra gesti. Yar það mjög fögur og hrífandi kveðjustund. Veðrið var unaðslegt þennan dag, og fjörðurinn spegilsléttur. Friðúr og fegurð umlukti oss á alla vegu, og í kvöld- kyrrðinni að lokinni messu hljómaði siðasti söngurinn að skilnaði. Það má öllum ljóst vera, að þátttakendur í slíkum vinnubúðum verða að færa miklar fórn- ir til þess að geta tekið þátt i þeim og vmsir liafa spurt: Er hægt að ætlast til þess af ungu fólki, sem er að leggja grundvöll að framtíð sinni, að það geti lagt á sig þá miklu fórn, sem fylgir þátttöku í vinnubúðum? En unga íólkið svarar yfirleitl á þessa leið: Minnizt ekki á þær fórnir, sem vér færum, því að þær eru smávægilegar í samanburði við þá dýrmætu reynslu og þá miklu blessun, sem vér höfum öðlazt í vinnubúðunum. Enn fremur liafa menn oft spurt: Er það fjárhagslega hagkvæmt fyrir fámennan og fá- lækan söfnuð að liafa vinnuflokk? Því ber hilc- laust að svara játandi, livað vinnubúðirnar í Grafarnesi áhrærir. Það ber að liafa í liuga, að liver þátttakandi greiðir ekki aðeins ferðakostn- að, heldur einnig hluta af fæðiskostnaði. Vegna framlags safnaðarfólks í vinnu og matgjöfum varð kostnaður við vinnubúðirnar sáralítill. Eiga konurnar, sem sáu um baksturinn og annan mat- artilbúning miklar þakkir slcildar fyrir fórnfúst starf. Þótt bægt sé að meta afköst vinnuflokks- ins til fjár, þá er aldrei liægt að meta þá upp- örvun, hvatningu og blessun, sem sóknarbörnin hljóta í margvíslegum samskiptum þeirra við þátttakendurna í vinnubúðunum. Einn af starfs- mönnum við kirkjubygginguna á s.l. sumri gaf 5000 kr. til hennar sem ofurlítinn þakklætisvott fyrir alla þá blessun, sem honum veittist í sam- starfinu við vinnuflokkinn. Ef vel tekst til, ættu vinnubúðir á vegum Alkirkjuráðsins eða annarra aðila að geta orðið farvegir blessunar- ríkra strauma í kirkjulífi voru í framtíðinni. Við berjumst þar til við deyjum — Framh. af bls. 18. þarf að hjálpa og láta ekki persónulega bags- muni sina aftra hinu í nokkru frá störfum. Og óbreyttu hermennirnir, þeir sem vinna fyrir sér með ýmsum störfum en gefa frítíma sinn í herstörfin og bera herbúninginn aðeins þá, fórna líka ofl mildu. „En þetta er líf okkar,“ segir kapteinninn. „Það er ekki fórn heldur náð.“ Við spyrjum hann um kristniboðið þvi Hjálp- ræðisherinn rekur líka kristniboð. Sumt af fólk- inu, sem við sjáum uppi á palli á samkomunni hefur starfað á kristniboðsakrinum og við vor- um á samkomu þar sem tveir kristniboðslæknar, nýkomnir heim, sögðu frá. Þeir voru Hjálpræðis- herforingjar um leið og þeir voru Hjálpræðis- herslæknar og tóku virkan þátt í starfinu bæði heima og heiman. Okkur fannst þeir sérlega blátt áfram og alþýðlegir og höfum orð á því við kapteininn og hann segir að i Hjálpræðis- hernum sé fólk vanið af að finna til sín. En Her- inn á vel menntaða menn á ýmsum sviðum. Við ætlum ekki að spyrja meira i kvöld. Við ællum að koma aftur á næstu samkomu og get- um spurt meira þá. Kóræfingin er líka að verða búin og kapteinninn þarf að hitta konuna sína. Við kveðjum og förum og heyrum kórinn syngja: Ó, félagar í hernum við berjumst þar til við deyjum því dagur sigursins færisl nær og nær. KRI5TILEGT 5TUDENTAB LAÐ 21

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.