Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 7

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 7
Ólafsvík við sjálfa messugjörðina, sé aðeins áhorfandi en ekki þátttakandi. Þátttakendur séu aðeins presturinn og söngkórinn, sem svarar honum. Hvað segir þú um þelta? Viltu láta hreyta messuforminu? Um þetta hef ég mikið hugsað, en veit samt ekki livaða svar ég á að gefa. En margt má reyna. Það má liafa kirkjulegar samkomur. Trú- arlegar kvikmyndir. Meira af kirkjulegum og trúarlegum söng. En ég vil ekki hreyla messu- forminu að neinu verulegu ráði. Það eru ekki aðeins prestarnir, sem kvarta und- an þvi, að fólkið fáist ekki til að hlusta. Mestu ræðumenn stjórnmálaflokkanna ná ekki lieldur eyrum nútimafólksins. Ég var nýlega á sam- komu, þar sem þekktir menn töluðu fyrir sára- fáu fólki. En er leikarar, trúðar og loddarar fóru að skemmta fylltist húsið. Sumir segja að kirkjan eigi að taka upp aðferðir þessara trúða og leikara. En ekki get ég nú að því gert, að ekki gæti ég fellt mig við það. Mér fyndist það vera að kasta perlum fyrir svin. KRIBTILEGT BTLJDENTAB LAÐ — Er menn hafa gengið gegnum eldraunir emhættisprófsins og hyggjast nú sækja um emb- ætti, hýður þeirra ný prófraun, kosningarnar. En af þeim hafa farið misfagrar sögur, þar sem reitt er af umsækjendum mannorðið, svo mönnum óar við að fara út í slika orralníð. Hvað vilt þú segja um það fyrirkomulag, sem nú er, að láta söfnuði kjósa prestinn sinn? Finnst þér tími til kominn, að gerð verði hreyting hér á? Ég vil láta breyta lögum um veitingu presta- kalla. Ég vil afnema kosningarnar eins og þær eru nú. Ég vil þó ekki rýra rétt safnaðanna. Ég vil láta söfnuðina fá le^di til að lcalla sér prest. — Það er kannske eilthvað sérstakt, sem þú vilt segja að lokum við verðandi presta? Eitthvað sem þú vilt ráðleggja þeim sérstaklega? Það eina sem nútiminn krefsl af kristnum mönnum er meiri hæn, hæn og aftur hæn. Einn af þekktustu prédikurum Englands var um sið- ustu aldamót fenginn til að lialda kristilegar Framh. á hls. 23. 7

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.