Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 19

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 19
Sr. Jíííit/n its ímtt titn u n tls.snn. SetLrfi: Vinnubúilir kirkinnnar Öldum saman hafa menn hjálpað nánganum á tímum erfiðleika og neyðar, en j)að er aðeins á allra siðuslu árum, sem ungt fólk frá mörgnm þjóðlöndum liefur farið víðs vegar um heim- inn í litlum hópum til að vinna að slíkum verk- efnum. Eftir fyrri heimsstyrjöldina sáu ýmsir nauðsyn þess, að ungt fóllc frá löndum þeim, sem átl liöfðu í styrjöld, störfuðu saman til að efla frið og bæla samhúð þjóðanna, og þannig urðu til hinar fyrstu vinnubúðir með þátttöku Þjóðverja og Frakka í Verdun 1920. Annars voru það kvekararnir, sem fyrstir riðu á vaðið af hin- um kristnu kirkjum og komu á fót vinnubúðum á þeim svæðum, sem spenna rikli af póiltískum eða trúarlegum toga. En á árunum eftir siðaii heimsstyrjöldina hefur vinnubúðahreyfingin breiðzt hratt út um gervallan heim og nú eru fjöldamörg félagasamtök, sem gangast fyrir vinnubúðum á hverju ári. Vinubúðir Alkirkjuráðsins urðu til vegna við- reisnarstarfsins eftir siðari heimsstyrjöldina. Kristin æska í Ameríku liafði látið i ljós löngun til að aðstoða kirkjur Evrópu i endurreisnar- starfi þeirra, og var bent á mörg verkefni í ýms- um löndum, þar sem alþjóðahjálp mundi vel þeg- in. Fyrstu vinnubúðirnar á vegum Alkirkjuráðs- ins voru lialdnar í, Frakklandi árið 1947. Á næstu árum fór vinnubúðum ört fjölgandi, og 1950 var þessi starfsemi viðurkennd sem sérstakur þátt- ur æskulýðsdeildar Alkirkjuráðsins. Vinnuhúð- ir Alkirkjuráðsins liafa verið haldnar i nálega öllum löndum Vestur-Evrópu og í 27 löndum, í Asíu, Afríku og Ameríku. Fyrstu vinnubúðir utan Evrópu voru haldnar í Japan 1949. Þar var unnið að endurhyggingu skóla, sem kjarnorku- sprengjan liafði grandað i Nagasaki, og fólki, sem var landllótta af landssvæðum, sem Rússar liöfðu fengið eftir styrjöldina, var lijálpað að koma undir sig fótum á nýjum stöðum. Á seinni árum hefur starfsemi vinnubúðanna beinzt að margs konar verkefnum, svo sem hjálparstarfi eftir flóðin i Hollandi 1953 og eftir landskjálft- ana í Grikklandi 1954 og enn fremur í Kóreu. Vinnuflokkarnir hafa einnig veitt lijálp fámenn- um kirkjudeildum og þeim, sem starfa í andlega dauðu eða heimslegu umhverfi. Þátttakendur í vinnuflokkastarfinu hafa lagt gjörva liönd á margt, byggt kirkjur, skóla, sumarbúðir, gert leikvelli, lagfært umhverfi sjúkrahúsa og ann- arra kirkjulegra stofnana. Bæði í kristnum og heiðnum löndum hafa helgandi áhrif borizt frá vinnubúðunum til umhverfisins, og sums staðar hefur vitnisburður þátttakendanna áorkað miklu til endurlífgunar og vakningar. Það hefur haft sín álirif, að ungt og oft á tiðum fátækt náms- fólk skuli leggja á sig erfiðisvinnu án nokkurs endurgjalds til að inna af höndum kristna þjón- ustu, veita hjálp og uppfylla brýnar þarfir ann- arra. En hlutverk vinnubúðanna er ekki aðeins í þessu fólgið, lieldur einnig að efla samliug og skilning og styðja að þeirri einingu, sem Krist- ur vill skapa meðal kristinna manna. Fyrstu vinnubúðir af þessu tagi á íslenzkri grund voru við fyrslu hyggingarframkvæmdir Langholtskirkju í Reykjavik sumarið 1957. Varð svo hlé í þrjú ár, unz næstu vinnubúðir á íslandi voru skipulagðar. Á s.l. sumri starfaði sveit æskumanna frá 5 löndum að byrjunarfram- kvæmdum við Grafarneskirkju i Grundarfirði. KRISTILEGT STUDENTAB LAÐ 19

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.