Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 18

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1960, Blaðsíða 18
Frá stíirfi K.S.F. Starf félagsins á fiessn ári hefur veriö með svipuðu sniði og undanfarin ár. Haldnir voru 3 almennir stúdentafundir á vormisserinu. Á fgrsta fundinum 22. febr. talaði Helgi Tryggvason, kenn- araskólakennari, og nefndi hann erindi sitt: Hvað segir áttavitinn? Urðu um Jmð tals- verðar umræður. 21. marz hélt sr. Jóhann Hannesson, prófessor, erindi á Gamla Garði, sem hann nefndi: Vandamál múgmennskunnar. Um hO stúdentar voru á þeim fundi og urðu miklar umræður um þetta tímabæra efni. Á þriðja fundinum 11. apríl flutti sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, erindi um Ggð- inga í dreifingunni og sr. Lár- us Halldórsson hafði hugleið- ingu í fundarlok. Einnig voru bilíulestrar á heimilum félagsmanna nokkr- um sinnum svipað og undan- farin ár. Utvarpskvöldvöku annaðist félagið á föstudaginn langa og voru þar flutt ávörp, erindi og hugleiðing auk hljómlistar. Félagið reyndi einnig að ná til almennings með öðru móli og voru haldnar tvær almennar samkomur í Dómkirkjunni þ. 'f. og 5. marz og töluðu þar herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, og lngólfur Guðmunds- son, stud. theol., fyrra kvöldið og sr. Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, og Frunk M. Halldórs- son, cand. theol. síðara kvöldið. Bæði kvöldin vcir kórsöngur, blandaður kór K.F.U.M. og K., og auk þess einsöngur. Sam- komur þessar sóttu um 500 manns lwort kvötd. Á haustmisserinu hefur fé- lagið haldið þrjá almenna stúdentafundi. Á fyrsta fundinum, l'i. okl., var tekið fyrir efnið: Þáttur slúdenta í kristnilífi þjóðar- innar. t>á sátu Dr. I>órir Kr. Þórðarson, prófssor, sr. Garð- ar Svavarsson og Ingólfur Guð- mundsson saman við borð og ræddu í átheyrn fundarmanna um það á hvern hátt krislnum háskólastúdentum bæri að beita sér til eflingar kristni- lífi meðal stúdenta og þjóðar- innar yfirleitt. Að loknu spjalli þeirra urðu síðan fjörugar um- ræður. If. nóv. hélt sr. Jóhann IJann- esson, prófessor, erindi um áhrif skólafræðslunnar á kirkjulífið og birtist erindi lians hér í blaðinu. Umræður urðu töluverðar um þetta efni. Á síðasta fundinum, sem verður 9. des., talar lyáll V. Kolka, fyrrv. héraðslæknir, um efni, sem hann nefnir „Silfrið Koðráns og télckar“. Þessi fundur vcrður haldinn á Gamla Garði. Stjórn félagsins skipuðu á ár- inu: Frank M. Halldórsson, cand. theol., formaður. Sigurð- ur K. G. Sigurðsson, stud. theol., gjaldkeri. Ásgeir B. Ell- ertsson, stud. med., gegndi störfum ritara fyrra misserið en á haustmisserinu tók Ingólf- ur Guðmundsson, stud. theol., sæti hans. (Frá ritara).. fyrir utan og skjótumst aðeins inn fyrir til að spjalla um liitt og þetta. Það er söngæfing inni i sal og söngurinn hljómar fram: Yfirgef ég allt, yfirgef ég allt, svo ég fái fylgf þér Jesú, yfirgef ég allt. Við spyrjum hvernig það sé eiginlega að vera hjálpræðishersforingi. „Foringinn á að vinna öllum stundum fyrir Hjálpræðisherinn. Hann á að vinna þau störf, sem honum eru falin og á þeim stöðum, sem hann er sendur til. Það má senda okkur hvert sem er innan Stóra-Bretlands með þriggja vikna fyrirvara, en ef Við eigum að fara lengra fáum við lengri undirbúning. Oftast erum við ekki nema þrjú ár á hverjum slað.“ „Og launin?“ spyrjum við. Þá hlær kapteinninn. „Þau eru ekki liá.“ Þetta má vera sérstakt líf hugsum við, að gefa svona sjálfan sig, láta Herinn ákveða hvernig maður er klæddur, húa í húsnæði, sem Herinn á, að verða að fara hverl á land, sein Herinn vill. Yið sáum í hók, sem einn foringinn lánaði okk- ur, hjúskaparheit lijálpræðishersforingja. Þau heita því að örva alltaf hvort annað til starfsins í Guðsríki og hafa heimili sitl opið hverjum sem Framh. á hls. 21. 1S KRISTILEGT STLIDENTAB LAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.