Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Síða 10
8
lega erfiðleikana, sem yið var að etja. Þar stóð fje-
lagsstjómin betur að vígi.
Menn verða að gæta þess, að það er ekkert „grín“
að takast á hendur að ganga fram fyrir skjöldu
með kröfur, sem nema þúsundum og tugum þús-
unda króna árlega. Nei, það er fylsta alvörumál.
Frá okkar bæjardyrum sjeð, geta kröfurnar verið
sanngjamar í fylsta máta, en þeir, sem á móti
standa, hafa önnur sjónarmið. Og er nokkuð til-
tökumál, þó það á stundum geti reynst örðugt að
sannfæra þá um það, að þeir — einmitt þeir, hafi
á i'öngu að standa? Að minsta kosti reyndist samn-
ingsnefndinni okkar það í þetta skifti.
Jeg er ekki með þessu að lasta eða gera lítið úr
samningsnefnd okkar, nje fegra málstað útgerðar-
manna, síður en svo, en jeg hefi viljað reyna að
bregða Ijósi yfir aðaldrætti þessa rnáls og svo úrslit
þess. Meðan á undirbúningnum stóð, fekk stjórnin
nokkrar ákúrur fyrir það, að hún gat ekki
fylgt þeim, sem mest vildu sækja, og af því var
henni bægt frá, en það varð þessu máli til hins
mesta ógagns.
Samkvæmt aðalíundarsamþykt var
Samningar samningnum við E. í. sagt upp í
við E. í. fyrrasumar. Komu tillögur frá Eim-
skipafjelagsvjelstjórunum um nokkr-
ar breytingar. Var síðan gert uppkast að nýjum
samningi með hliðsjón af þessum tillögum. Undir
áramótin komum við svo á fund með samnings-
nefnd E. í. Gekk alt greiðlega. Fjellust samnings-
nefndarmenn E. I. að mestu á allar tillögur okkar