Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Síða 36
34
traustust og veglegust. Stjettafjelögin, sem nú eru
hvarvetna að rísa upp, eru byggingar, þar sem ein-
staklingar stjettanna geta leitað sjer athvarfs. Þeim
er ætlað að hlúa að nýgræðingnum og stuðla að
þroska hans. Og kalvið stjettanna eiga þau að ann-
ast eftir föngum og skýla honum fyrir næðingum
og frosthörkum lífsins, að eigi visni hann nje hrörni
um aldur fram. Þetta er fullgöfugt hlutverk. Það
er engu ógöfugra fyrir því, þó við gerum okkur það
ljóst, að sjálft þjóðfjelagið hefir sínar skyldur gagn-
vart okkur, og við gagnvart því. Því betur sem hver
einstök stjett býr í hagínn fyrir sína menn, því betri
skilyrði fá þeir til þess að uppfylla skyldur þær, sen
á góðum ríkisborgara hvíla. Og einmitt það ætti að
vera ofarlega í huga hvers einstaklings.
Því miður getum við vjelstjórarnir enn ekki hælt
okkur af fjelagssamtökum okkar, en við getu:a
tekið okkur á; skilyrðin eru góð, eins og jeg hefi
áður minst á. Gæti framsóknin orðið með ýmsu
móti. En við megum aldrei vænta þess, að komast
langt, nema við fórnum einhverju. Við verðum
fyrst að gera kröfur til okkar sjálfra og þar næst
til samborgaranna. Án þeirrar meginreglu verður
öll framsókn endaslepp.
Við þurfum fyrst og fremst að efla sjóði fjelags-
ins meira en gjört hefir verið. Því þegar fjelagið fer
að ráða yfir nokkru fjármagni að mun, er hægt að
gera ýmsar ráðstafanir, sem fjelagsmönnum koma
að gagni, beinlínis eða óbeinlínis. Skilvísi á fjelags-
gjöldunum þarf að verða regla án undantekningar.