Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Qupperneq 37
35
Jeg mundi og vera þess fýsandi, að iðgjöldin yrðu
hækkuð upp í 100 kr. á ári að minsta kosti. vjel-
stjórarnir eru yfirleitt svo vel stæðir, að þeir
mundu ekki taka það nærri sjer. Þyrfti og jafu-
framt að komast á sú regla, að gjöldin greiddusc
ársfjórðungslega eða jafnvel mánaðarlega, því mtð
því móti finna menn minna til útgjaldanna.
Þá væri það ekki illa til fundið, að vjelstjóramir
efndu til meiri háttar hlutaveltu á næstu árum. Hefir
sú hugmynd verið rædd áður í fjelaginu og mun nú
einnig vera komin á dagskrá innan kvenfjelagsins.
Þá fengju allir tækifæri til þess að láta eitthvað af
mörkum. Sumir létu vinnu, aðrir fjármuni og sumir
jafnvel hvorttveggja. Þar gætu allir verið með, hver
eftir sinni getu. Veturinn 1934, þ. 20. febrúar, verð-
ur fjelagið 25 ára gamalt. Skemtilegasta afmælis-
gjöfin væri það, ef meðlimirnir gætu þá, með sam-
eiginlegu átaki, auðgað styrktarsjóðinn um nokkur
þúsund krónur. Væri með því tvent unnið. Fjelags-
lífið hlyti að styrkjast að mun við þá samvinnu.
Og svo væri vanmegna fjelögum með því trygður
nokkur styrkur síðar meir. Jeg vil aðeins minna
menn á þessa hugmynd. Ef til vill eru einhverjir
svo hugstignir, að þeir hafi þor til að ráðast í þetta
og beita sjer fyrir framkvæmdum.
Jeg teldi heppilegast og enda sjálfsagt, að sjálf-
boðaliðar einungis gengjust fyrir þessu máli, ef til
kemur, og að fjelagsstjórnin kæmi þar hvergi nærri.
Því fleiri sem taka að sjer að framkvæma eitthvert
starf fyrir fjelagið, og rækja það vel, því betra.
Markmiðið er, að allir leggi hönd á plóginn.
3