Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Side 55
53
sem hafa vjelstjórarjettindi, eða hafa lokið vjel-
stjóraprófi.
Þegar vjelstjóri eða aðstoðarmaður hefir unnið
eitt ár hjá fjelaginu, skoðast ham sem fastur starfs-
maður þess, og gildir þá þrigg ta mánaða uppsagnar-
frestur frá beggja hálfu.
Þegar skipi er lagt upp um langan tíma, og skips-
höfnin hefir verið afskráð, er heimilt að láta 3ja
vjelstjóra fara frá starfi sínu án uppsagnarfrests, en
heimtingu á hann á stöðu sinni aítuv, cr skipið fer
af stað að nýju, nema að honum hafi verið sagt upp
með 3ja mánaða fyrirvara.
6. gr.
Sje vjelstjóri ráðinn af einu skipi fjelagsins á
annað, skal hann halda fullum launum ásamt fæðis-
peningum, þó bíða verði af þeim ástæðum.
Eigi má draga af kaupi vjelstjóra, þótt hann sje
ráðinn á minna skip en hann hefir verið á, sje um
samskonar starf að ræða og skift hefir verið um
móti vilja hans.
7. gr.
Sjerhverjum vjelstjóra ber, eftir að hafa unnið
eitt ár hjá fjelaginu, 15 daga sumarleyfi. og eftir
að hafa unnið tvö ár hjá fjelaginu 30 daga sumar-
leyfi ár hvert, en haldi þó fullum launum.
Leyfi þetta veitist að sumrinu til, að svo miklu
leyti, sem hægt er, en þó eftir samKomulagi. Gíti
vjelstjóri af einhverjum ástæðum ekki fengið tjeð
leyfi, ber honum tvöföld laun fyrir þann tíma; óski