Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Page 110
108
að hreyfilskip geta oft keypt eldsneyti til beggja
ferða, á hagkvæmum stað, án þess >ó að missa nokk-
urn flutning við það, og er það mikill ávinningur
fyrir þau. Þá er eyðsla við land töluvert minni á
hreyfilskipum en eimskipum, noti skipið eigin vind-
ur. En þar sem fullkomin losunartæki eru á hafnar-
bökkunum eða önnur tæki eru fyrir hendi, dregur
það úr þeim mismun.
b) Viðhaldskostnaður er svo mikið kom-
inn undir gerð vjelarinnar, verkstæðisvinnu og
gæslu, að erfitt er að gera réttan samanburð.
Það eru til hreyfilskip, sem á fyrstu fjórum ár-
unum hafa eigi þurft nema 6—7000 kr. í viðhalds-
kostnað, en á sama tíma hafa önnur farið með
120.000—130.000 kr. aðeins í vjelarnar. Yfirleitt er
óhætt að telja hreyfilskipin dýrari í viðhaldi en eim-
skip.
c) Mannahald. Á eimskipi með olíubrenslu og
hreyfilskipi verða útgjöld til mannahalds álíka
mikil. Eimskipið þarf ef til vill að hafa 1 eða 2
mönnum fleira, en sá munur jafnast með hærra
kaupgjaldi á hreyfilskipunum. Á eimskipi með kola-
brenslu verður mannahaldið dýrara, og eykst sá mis-
munur, eftir því sem vjelarnar stækka.
d) Vátryggingariðgjaldið er það sama af eimskip-
um og hreyfilskipum, ef miðað er við verðmæti;
sama er að segja um afborganir. Útgjöld þessi eru
því í beinu hlutfalli við smíðakostnað eða kaupverð.
Eftir áðurnefndum skýrslum um kaupverð á skii)-
um kostar hreyfilskip 8000 smál. d. v. um kr.