Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
FRUMVARP menntamálaráðherra
um breytingar á lögum um RÚV,
sem lagt hefur verið fyrir Alþingi,
mun hafa töluverð áhrif á rekstur og
starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. Í
raun hafa áhrifin þegar komið fram
með boðuðum uppsögnum og minnk-
andi þjónustu, þar sem m.a. inn-
heimtudeildin leggst af.
Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði
verða takmörkuð og ákveðið hefur
verið að hækka nefskattinn sem taka
átti gildi á komandi ári. Afnotagjald-
ið leggst því af og 17.900 króna nef-
skattur verður lagður á hvern ein-
stakling 18 til 70 ára, átti að vera
14.580 krónur, auk þess sem lögaðil-
ar á borð við fyrirtæki og stofnanir
munu greiða skattinn. Þau hafa
reyndar í einhverjum mæli greitt af-
notagjald til þessa en um óverulegar
tekjur hefur verið að ræða fyrir
RÚV, eða um 5% af innkomnum
tekjum afnotagjaldsins.
Skatturinn mun renna beint í rík-
issjóð og tekinn af sömu einstakling-
um og greiða gjald í Framkvæmda-
sjóð aldraðra, þ.e. 1. ágúst ár hvert
þegar álagningarskrár eru lagðar
fram. Ríkið gerir síðan þjónustu-
samning við RÚV, til fimm ára í
senn, þar sem m.a. er kveðið á um
sérstakt framlag úr ríkissjóði til
stofnunarinnar.
Óvissa um gjaldendur
Mikil óvissa ríkir hins vegar um
hve miklu nefskatturinn mun skila í
ríkissjóð. Í greinargerð með frum-
varpinu er gengið út frá því að 205
þúsund greiðendur verði að nef-
skattinum árið 2009 en jafnframt
sleginn sá varnagli að vegna efna-
hagsástandsins geti sú tala verið
ofáætluð. Einnig er óvíst að takist að
innheimta meiri tekjur þótt gjald-
endum fjölgi. Þá kemur fram í um-
sögn ríkisskattstjóra að nokkur þús-
und lögaðilar séu ekki lengur með
starfsemi og eigi engar eignir.
Áætlað er á fjárlögum þessa árs að
afnotagjald RÚV skili 2.930 milljóna
króna tekjum. Með 5% hækkun á af-
notagjaldinu 1. ágúst sl. bættust við
60 milljónir króna þannig að tekjur
ársins gætu orðið um þrír milljarðar.
Fram kemur í umsögn fjármála-
ráðuneytisins um frumvarpið að það
geti aukið tekjur ríkissjóðs af RÚV
um 705 til 1.055 milljónir króna, mið-
að við áætlun í fjárlagafrumvarpi
næsta árs upp á 2.945 milljóna kr.
tekjur af nefskattinum. Er þá annars
vegar miðað við að nefskatturinn
skili 3.650 milljónum í innheimtar
tekjur og hins vegar að álagðar
tekjur nemi um 4.000 milljónum
króna.
Athugasemdir frá RÚV
Samkvæmt upplýsingum frá RÚV
er talið að auglýsingatekjur í sjón-
varpi skerðist um 390 milljónir
króna, varlega áætlað, en tekjurnar
á síðasta ári námu um 800 milljónum
króna. Að meðtöldum útvarpsaug-
lýsingum hafa tekjurnar verið um
1.300 milljónir króna. Hve tekju-
skerðingin verður mikil mun einnig
ráðast af þróun á auglýsinga- og fjöl-
miðlamarkaðnum á næstunni. Vegna
þess var sett inn ákvæði um endur-
skoðun laganna fyrir 1. júlí 2009.
Forráðamenn RÚV hafa komið
þeim athugasemdum á framfæri við
ráðuneyti menntamála og fjármála
að nefskatturinn hefði þurft að vera
ríflega 20 þúsund krónur ef aðeins er
tekið mið af verðlagsþróun. Bendir
RÚV á að ríkið hafi ekki staðið við
verðtryggingu á afnotagjaldi sam-
kvæmt gerðum þjónustusamningi
frá 2007.
Menntamálaráðherra mælti fyrir
frumvarpinu í gær en það gæti átt
eftir að taka breytingum í meðförum
Alþingis.
Óljóst hverju nefskattur skilar
Frumvarp menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að nefskattur skili 3.650 milljónum króna til RÚV
Forráðamenn RÚV telja að skatturinn hefði átt að vera ríflega 20 þúsund krónur á hvern greiðanda
Efstaleiti Nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið mun hafa veruleg áhrif á starfsemina og reksturinn næstu misserin.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
!"
## $ %
!"
&$& %
'( ) *+,
-'" % (
&
% . #/
-0
,( ) 1, , +!% ./
'( ,
/ !"#$
!"#$
!"#$
$% !"#$
-
Í því skyni að tryggja fjölbreytni og
fjölræði á fjölmiðlamarkaði munu
samkvæmt frumvarpinu gilda eft-
irfarandi takmarkanir um birtingu
sjónvarpsauglýsinga hjá RÚV:
Hlutfall auglýsinga af daglegum
útsendingartíma, að kjörtíma und-
anskildum, skal eigi vera hærra en
10%
Á kjörtíma skal hlutfallið eigi
vera hærra en 5% en kjörtími telst
vera frá kl. 19 til 22.
Hver auglýsingatími skal vera
innan við 200 sekúndur. Ekki skulu
vera fleiri en tveir auglýsingatímar
á hverri klukkustund útsendingar.
Óheimilt er að rjúfa dagskrárliði
sem eru styttri en 45 mínútur með
auglýsingatíma.
RÚV er óheimilt að sýna auglýs-
ingar með barnaefni.
Óheimilt er að sýna auglýsingar
sem beinast að börnum í 10 mín-
útur fyrir og eftir útsendingu.
RÚV er óheimilt að afla tekna
með kostun, nema vegna stór-
viðburða eins og Eurovision, Ól-
ympíuleika og HM og EM í knatt-
spyrnu.
Þá er RÚV óheimilt að afla tekna
með vöruinnsetningu, s.s. óbeinna
kynninga á vörum.
Takmarkanir á auglýsingum hjá RÚV
205
þúsund greiðendur
nefskatts árið 2009 sam-
kvæmt áætlun í frumvarpi.
3.000
milljónir króna er áætlað
að afnotagjald RÚV skili í ár.
3.650
milljónir króna af nefskatti í
innheimtum tekjum 2009.
800
milljóna kr. tekjur RÚV af
auglýsingum í sjónvarpi.
390
milljóna kr. skerðing á aug-
lýsingum vegna
frumvarpsins að mati
forráðamanna RÚV.
Í HNOTSKURN
»Meðal áhrifa breyttra lagaum RÚV er að inn-
heimtudeildin leggst af. Þar
störfuðu 10 manns þegar mest
lét en tveir starfsmenn verða
eftir fram á næsta ár þar til
nefskatturinn kemur til fram-
kvæmda.
»Útvarpsréttarnefnd færnú eftirlit með RÚV og
getur m.a. lagt á sektir ef ekki
verður farið að lögunum.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
EF ekki verður hægt að frysta síld
það sem eftir er af vertíðinni verður
útflutningsverðmæti síldarafurða á
vertíðinni 2,5 milljörðum króna
minna en annars hefði orðið. Frysti-
húsin láta meta hvern farm fyrir
löndun en svo mikill hluti aflans er
sýktur að ekki er talinn grundvöllur
fyrir frystingu. Aflinn er því bræddur
í mjöl og lýsi.
Sjómenn hafa verið að leita fyrir
sér víða en sníkjudýrið virðist vera í
allri síld, jafnt smárri sem stórri. Tvö
skip voru í gær við leit í Ísafjarðar-
djúpi og Jökulfjörðum en köstuðu
ekki því skipstjórarnir töldu flekki við
botn „smásíldarlega“. Mesta veiðin
hefur áfram verið á Breiðafirði.
Í gær nam heildarafli af íslensku
sumargotsíldinni liðlega 105 þúsund
tonnum af tæplega 150 þúsund tonna
kvóta. Sumar útgerðir eru að ljúka
við kvóta sinn á meðan aðrar eiga
mikið eftir.
Útflutningsverðmæti síldarafurða
á vertíðinni var áætlað 14-16 milljarð-
ar króna og var í þeim tölum reiknað
með frystingu á stórum hluta kvót-
ans. Náist ekki að hefja frystingu á
nýjan leik, sem Friðrik J. Arngríms-
son, framkvæmdastjóri Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna, telur
þó að ætti að vera hægt, minnka verð-
mætin um nærri hálfan þriðja millj-
arð kr.
Ef 30-40% hrygningarstofnsins
drepast vegna sýkingarinnar, eins og
fyrstu athuganir benda til, samsvarar
það því að kvóti einnar og hálfrar síld-
arvertíðar fari forgörðum í vetur. Út-
flutningsverðmæti þess afla gæti
numið 20-25 milljörðum kr. Málið lít-
ur enn verr út því sýkin gæti verið
lengur í stofninum. Þá virðist hún
ekki síður leggjast á ungsíld. Friðrik
óttast að stofninn verði mörg ár að ná
sér.
2½ milljarður í súginn
Ekki talinn grundvöllur til að hefja síldarfrystingu á ný
Ef illa fer gæti það tekið stofninn mörg ár að ná sér
Morgunblaðið/Kristinn
Rannsókn Athugað er við hverja
löndun hvort hægt sé að frysta.
HRÍFANDI BÓK
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
HHHH
Ljúfsár ... hrífandi ...
dramatísk og einlæg.
Einar Falur Ingólfsson,
Lesb. Mbl.
Unaðslegt að lesa þetta
... virkilega góð bók.
Kolbrún Bergþórsdóttir,
Kiljan