Morgunblaðið - 12.12.2008, Side 12
12 FréttirALÞINGI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
Halla Gunnarsdóttir
halla@mbl.is
VIÐSKIPTANEFND Alþingis hafa
enn ekki borist svör frá viðskipta-
bönkunum þremur um peninga-
markaðssjóðina en hún sendi þeim
fjölmargar spurningar 14. nóvember
sl. Þetta kom fram í máli Ágústs
Ólafs Ágústssonar, formanns við-
skiptanefndar, í utandagskrárum-
ræðum um peningamarkaðssjóðina á
Alþingi í gær. „Að mínu mati gengur
það að sjálfsögðu ekki að þessir að-
ilar svari ekki þingnefnd með einum
eða öðrum hætti,“ sagði Ágúst.
Jafnræðis sé gætt
Birkir Jón Jónsson, þingmaður
Framsóknar, var málshefjandi í um-
ræðunum og gagnrýndi harðlega að
ríkisbankarnir skyldu allir á sama
degi hafa keypt upp verðbréf í sínum
eigin peningamarkaðssjóðum. „Með
þessu var vissulega takmarkað tjón
þeirra sem eiga í peningamarkaðs-
sjóðum sem tengdust viðskiptabönk-
unum þremur. Þá standa eftir aðrir
einstaklingar sem voru svo óheppnir
að eiga í peningamarkaðssjóðum
sem voru á vegum annarra aðila,“
sagði Birkir Jón og kallaði eftir því
að jafnræðis væri gætt.
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra sagði hins vegar að bank-
arnir hefðu greitt fyrir bréfin á við-
skiptalegum forsendum.
Sparisjóðirnir hefðu gert sína sjóði
upp og að aðeins eitt fyrirtæki virtist
ekki geta það vegna smæðar sinnar,
þ.e. Íslensk verðbréf á Akureyri.
Möguleg lausn gæti falist í því að
stóru bankarnir tækju þátt í fjár-
mögnun kaupa rekstraraðila ann-
arra sjóða á verðbréfum.
Bíða eftir svörum
Viðskiptanefnd Alþingis hefur enn ekki fengið svör frá
bönkunum við spurningum um peningamarkaðssjóði
Morgunblaðið/Ómar
Ráðherra fyrir svörum Stjórnarandstæðingar kölluðu eftir því í gær að rík-
ið gætti jafnræðis gagnvart peningamarkaðssjóðseigendum.
Styttra jólaleyfi
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis
átti síðasti þingfundur fyrir jólaleyfi að
vera í dag. Nú er hins vegar ljóst að
þingið mun starfa a.m.k. út næstu
viku. Fjölmörg mál liggja fyrir og ber
fjárlögin þar hæst en vonir standa til
að önnur umræða um þau geti farið
fram á mánudag. Fjárlaganefnd
fundaði í gærkvöld og snemma í
morgun um niðurskurðartillögur rík-
isstjórnarinnar, sem kynntar voru í
gær. Eftir helgi er einnig væntanlegt
bandormsfrumvarp, þ.e. frumvarp
sem tekur á breytingum í mörgum lög-
um, í tengslum við niðurskurðartillög-
urnar.
Fámenni í þingsal
Þegar hringt var inn til atkvæða-
greiðslu að lokinni viðamikilli dagskrá
þingfundar í gær skiluðu sér talsvert
færri þingmenn en vonast var til. Yfir
helmingur þingmanna þarf að vera í
þingsal til að ganga megi til atkvæða
en svo var ekki og neyddist forseti til
að fresta fundi meðan reynt var að
kalla fleiri til. Það hafðist á endanum
og atkvæðagreiðslur fóru fram.
Æspró
Pétur H. Blöndal,
Sjálfstæðisflokki,
gerði íslenska
tungu að umtals-
efni á þingi í gær
þegar fjár-
málaráðherra
mælti fyrir frum-
varpi um formbreyt-
ingar á stuðningi
við Icepro, sem er
samstarfsvettvangur um rafræn við-
skipti. Þótti Pétri skjóta skökku við að
orðið skyldi borið fram á enska
tungu, þ.e. „æspró“, enn ekki á hinu
ástkæra ylhýra – „isepro“.
Dagskrá þingsins
Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag með
umræðum um störf þingsins.
ÞETTA HELST …
Pétur H.
Blöndal
ÞORGERÐUR
Katrín Gunn-
arsdóttir
mennta-
málaráðherra
mælti í gær fyrir
frumvarpi um
RÚV þar sem
kveðið er á um
takmarkanir
sjónvarpsins á
auglýsingamark-
aði. Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður VG, og Kristinn H. Gunn-
arsson, þingmaður Frjálslynda
flokksins, vöruðu bæði við því í
umræðum að einum manni, þ.e.
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, yrðu af-
hentar allar sjónvarpsauglýsingar í
landinu á silfurfati. „Hvaða tök
hefur Jón Ásgeir á þessari rík-
isstjórn?“ spurði Kristinn og þótti
sárlega vanta lög um samþjöppun
á fjölmiðlamarkaði.
Þorgerður Katrín vísaði hins
vegar ábyrgðinni á fyrrverandi
stjórnarandstöðu sem hefði staðið í
vegi fyrir að fjölmiðlafrumvarpið
hið síðara væri samþykkt, þó að
um það hefði verið þverpólitísk
sátt. Frumvarpið var samið af
nefnd í kjölfar þess að forseti Ís-
lands neitaði að skrifa undir fjöl-
miðlalögin árið 2004.
Sagði Þorgerður ljóst að koma
yrði lögum á samþjöppun á fjöl-
miðlamarkaði.
Skiptar skoðanir að venju
Eins og venjulega þegar RÚV er
til umræðu á þingi voru skiptar
skoðanir. Kolbrún Halldórsdóttir
kallaði eftir því að fyrirtækið væri
aftur fært undir umsjón ríkisins en
það er nú opinbert hlutafélag.
Pétur H. Blöndal, Sjálfstæð-
isflokki, áréttaði hins vegar þá
skoðun sína að ríkið ætti ekki að
reka fjölmiðil, gaf lítið fyrir frum-
varpið og sagði það fullt af for-
sjárhyggju.
Þá gagnrýndi hann harðlega að
fyrirtæki ættu að greiða nefskatt
og tók sem dæmi að trillukarl
þyrfti þá að greiða gjaldið bæði
fyrir sig og fyrir trilluna sína.
Einn maður með allar
sjónvarpsauglýsingar
Óttast samþjöppun á fjölmiðlamarkaði
Þorgerður K.
Gunnarsdóttir
FULLTRÚAR allra flokka
verða kallaðir til samráðs við
dómsmálaráðuneytið við skipan
sérstaks saksóknara, að því er
fram kom í máli Björns Bjarna-
sonar dómsmálaráðherra á þingi
í gær.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, spurði hann út í
þetta en krafa hefur verið frá
stjórnarandstöðunni um að ráð-
herra sitji ekki einn að skipuninni.
Frumvarp um saksóknarann var
samþykkt á Alþingi í fyrradag.
Embættið verður auglýst og áætl-
aður er tveggja vikna frestur fyrir
umsækjendur til að skila inn um-
sókn. halla@mbl.is
Allir flokkar komi
að skipun saksóknara
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Reykjavík
Sími 588 9090 • Síðumúla 21
108 Reykjavík
www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST
Traustur kaupandi hefur beðið okkur
að útvega gott einbýlishús í Fossvogi,
að minnsta kosti 250 fm að stærð.
Allar nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson löggiltur
fasteignasali í síma 861-8514 eða
Magnús Geir Pálsson sölumaður í síma 892-3686
• Jakkar
• Úlpur
• Ullarkápur
• Dúnkápur
• Hattar
• Húfur
Mörkinni 6,
sími 588 5518.
Opið virka daga
frá kl. 10-18 og
laugardaga frá kl. 11-17
Opið á
sunnudögum
til jóla
frá kl. 13-17
Í jólapakkann fyrir ungu stúlkuna,
mömmuna, ömmuna og langömmuna