Morgunblaðið - 12.12.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 12.12.2008, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 Drífa ehf. - Suðurhrauni 12c - Garðabæ - Sími 555 7400 OPNUNARTÍMAR: mánudaga - föstudaga 12 - 18 laugardaga 10 - 16 sunnudaga 12 - 16 Nýjar vörur! Tilvalin jólagjöf. Lækkað verð á völdum vörum! Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is HUGA þarf að þeim hópum sem eru rétt undir viðmiðum félagslega kerf- isins, að því er Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir. Fólk sem er í þeirri stöðu að hafa enn vinnu, en í láglaunastörfum, á jafnvel ekki fyrir mat og sumir neyð- ast til að hætta að kaupa skólamáltíðir fyrir börn sín. „Þegar allt er búið, þá er bara allt búið,“ segir Þórhallur. „Hvað gerir fólk þá?“ spyr hann svo. „Ég hef orðið var við þetta sjálfur, fólk hefur leitað beint til mín, og svo fór ég að leita mér upplýsinga um hvað væri í boði og þarna virðist vera eitthvert gat í kerfinu. Ég rakst á tómarúm alls staðar,“ segir hann. Margir þurfi miklu meira en fjöl- skylduaðstoðina sem hugsuð er fyrir jólin. „Það eru margir sem eiga ekk- ert svo löngu fyrir jólin, eru kannski með lágmarkstekjur og þá rétt fyrir ofan bætur. Þessir einstaklingar eru bara í öngum sínum.“ Þessu fólki vísi félagsþjónustan frá, en þeir sem standi fyrir fjölskylduaðstoð hafi auð- vitað ekki framfærsluskyldu. „Það virðist enginn hafa hugsað út í hvað á að gera fyrir fólk sem þarf fram- færsluaðstoð,“ segir Þórhallur. Hann segist einnig hafa orðið var við að foreldrar séu hættir að kaupa skólamáltíðir fyrir börn sín. „Ef eng- inn peningur er til er auðvitað ekki hægt að kaupa í matinn. Foreldrar hafa komið til mín og hafa áhyggjur af þessu því þeir geta ekki heldur keypt skólamáltíðirnar,“ segir hann. „Fólk er kannski ekki farið að svelta en ef það á ekki mat hvað þá?“ Þórhallur segist líka hafa áhyggjur af því að enginn virðist vera að leita lausna fyrir þennan hóp. Þetta þurfi að ræða á vegum borgar, bæjar og ríkis. „Auðvitað er gott að fólk gefur,“ segir Þórhallur um framlög ein- staklinga til hjálparstarfs, „en mér finnst að hið opinbera eigi að taka ábyrgð á þessu fólki en ekki bíða eftir því að hjálparstofnanir og góðviljað fólk bjargi málunum.“ Hann telur að fjölga muni í hópnum nú þegar upp- sagnir taka gildi hjá fjölda manna. Magnús Baldursson, fræðslustjóri Hafnarfjarðar, segir að hann hafi ekki upplýsingar um að vanskil hafi aukist vegna skólamáltíða í grunn- skólum Hafnarfjarðar. „Við erum þó alltaf á vaktinni og fylgjumst með því. Í skólunum er vel fylgst með og kannski enn betur núna. Við stefnum að því að þetta leiði ekki til þess að börnin fái ekki að borða,“ segir Magnús. Jafnframt þurfi að fylgjast vel með því að ekki dragi úr áskrift að máltíðum því það gæti verið merki um að foreldrar telji sig ekki hafa efni á þeim. „Við höfum þó ekki orðið vör við það ennþá,“ segir Magnús og bæt- ir við að þetta komi betur í ljós fljót- lega upp úr áramótum þegar að því kemur að foreldrar skrái börn sín fyr- ir áframhaldandi áskrift að mat. „Þegar allt er búið, þá er allt búið“  Hefur áhyggjur af því að fólk geti ekki framfleytt sér  Þeir sem eru yfir viðmiðum fá enga félagslega aðstoð Morgunblaðið/Valdís Thor Framtíðin Landsfeður þurfa að gæta þess að allir hafi nóg að bíta og brenna. Aukinn þungi er í fyrirspurnum um aðstoð hjá velferðarsviði Reykja- víkurborgar, að sögn Stellu Víðisdóttur sviðsstjóra. Hún segir þó enga holskeflu hafa komið fram. „Við höfum alltaf öðru hvoru upp- lifað það að fólk leitar og kannar rétt sinn,“ segir hún og bætir við að tekju- og eignamörk séu mjög ákveðin og ætíð sé miðað við þau þegar þörf er metin fyrir aðstoð. Stella tekur fram að enn sé fólk víða að vinna uppsagnarfrest, bú- ast megi við aukningu þegar hann verður útrunninn og fólk komið á atvinnuleysisbætur. „Við erum aðeins farin að undirbúa okkur með það. Auðvitað getum við búist við því með auknu atvinnuleysi og eins og spár gera ráð fyrir er ekki ótrúlegt að útgjöld okkar til fjár- hagsaðstoðar aukist og aukin eftirspurn verði eftir félagslegri ráð- gjöf og fjármálaráðgjöf. Við erum nú þegar farin að merkja aukningu í því.“ Á vef Reykjavíkurborgar segir m.a.: „Skylt er að veita fjár- hagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar […]. Fjárhagsaðstoð til ein- staklings getur verið allt að 99.329 kr. á mánuði og 158.926 kr. á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda, þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna.“ Byrjuð að undirbúa aukningu „Kæri viðskiptavinur Greiðsla vegna skólamáltíða í nóvember 2008 að upphæð […] kr. hef- ur ekki skilað sér þar sem uppgefið greiðslukortanúmer er ekki í gildi. Vinsamlegast greiðið skuld inn á reikning […], kt. […]. Ef greiðsla hefur ekki borist fyrir 03. desember 2008 verða skóla- máltíðir ekki afgreiddar og skuld verður í framhaldi af því send í inn- heimtu hjá lögfræðingi fyrirtækisins. Ef krafa endar í lögfræðiinn- heimtu bætist í sumum tilfellum allt að 75% ofan á skuldina.“ Ofangreint bréf barst foreldrum barna í Hvassaleitisskóla. Þórunn Kristinsdóttir skólastjóri segir hins vegar af og frá að börn séu ekki af- greidd þó að foreldrar séu í vanskilum með greiðslur vegna skóla- máltíða. „Ef foreldrar greiða ekki fyrir börnin þá komum við á móts við þá,“ segir Þórunn, „við látum það ekki bitna á börnunum.“ Morgunblaðinu barst bréf frá forráðamanni barnanna sem um ræðir og segir þar m.a.: „Ég held nú að margir foreldrar, eins og ég, hafi verið með lífið í lúkunum yfir hvort börnin yrðu afgreidd eða ekki. Ég hringdi í Skólamat daginn sem ég greiddi til að vera viss um að þau fengju mat þann daginn og var búin að undirstinga greyin með að kannski fengju þau ekkert í hádeginu. Mætti kannski vera skýrara frá hendi skólayfirvalda að börn fái mat þótt ekki takist að greiða á tíma.“ Sérstaklega skal tekið fram að ofangreint bréf er frá fyrirtækinu Skólamat sem sér um að afgreiða mat til Hvassaleitisskóla. „Máltíðir verða ekki afgreiddar“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.