Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 23
Fréttir 23ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008
Á R S F U N D U R
HÁSKÓLANS Á AKUREYRI 2008
Ársfundur Háskólans á Akureyri verður haldinn
föstudaginn 19. desember 2008 kl. 14:00-15:30
í stofu L201 á Sólborg.
Dagskrá:
Þorsteinn Gunnarsson rektor
Staða og starfsemi háskólans
Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri
Rekstur háskólans
Undirritun samnings við Akureyrarbæ
um sérfræðiþjónustu fyrir skóla
Rósa Eggertsdóttir, lektor
Fræ litlu gulu hænunnar
Jóhann Örlygsson, prófessor
Framleiðsla á lífrænu eldsneyti með bakteríum
Árún Sigurðardóttir, deildarforseti heilbrigðisdeildar
Líf með sykursýki
Önnur mál
Ársfundurinn er öllum opinn.
Boðið verður upp á veitingar.
MINNST 22 karlar hafa verið
ákærðir í Ástralíu fyrir þátttöku í
hnattrænum barnaklámshring. Í
hópnum eru m.a. áhrifamikill lög-
fræðingur, lögreglumaður og starfs-
maður leikskóla.
Mennirnir skiptust á myndum
með aðstoð netsins og komst upp um
þá fyrir tilstuðlan lögreglunnar í
Brasilíu. Alls liggja um 200 manns í
um 70 löndum undir grun.
„Þetta eru einhverjar skelfileg-
ustu myndir sem lögreglan hefur
nokkurn tíma séð,“ sagði talsmaður
Ástralanna, Andrew Colvin. Um er
að ræða 500 þúsund ljósmyndir og
15.000 myndbönd. Sum fórn-
arlömbin eru aðeins 12 mánaða og
dæmi eru um að þeim hafi verið mis-
þyrmt í meira en tvær stundir.
kjon@mbl.is
Misþyrmdu smábörnum
EVRÓPUSAMBANDIÐ og Norð-
menn hafa náð samkomulagi um
ráðstafanir til að draga úr brott-
kasti afla sem veiddur er innan
norskrar lögsögu, að sögn frétta-
vefjar Aftenposten.
Ráðstafanirnar eru hluti af fisk-
veiðisamningi ESB og Noregs sem
á að taka gildi um áramótin.
Fiskiskip ESB-landa, sem hafa
veitt við Noreg, hafa sniðgengið
bann Norðmanna við brottkasti
með því að sigla út úr lögsögunni
áður en aflanum er kastað fyrir
borð. Umhverfisverndarsamtök,
sem segja að allt að 60% afla togara
í Norðursjó sé kastað fyrir borð,
fögnuðu samkomulaginu.
Dregið verði úr brottkasti
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
YFIRVÖLD í Suður-Afríku hafa
lýst því yfir að hluti landamæranna
við Simbabve sé nú skilgreindur
sem hörmungasvæði. Sérstakar
neyðaraðgerðir þurfi til að mæta
ástandinu en hundruð Simbabve-
manna hafa leitað eftir meðferð við
kóleru í S-Afríku þar sem heilbrigð-
isþjónustan í heimalandinu er að
hruni komin.
„Ég er ánægður með að við höf-
um fengið aðstoð og að við skulum
hafa náð að stöðva kóleruna,“ sagði
Robert Mugabe, forseti Simbabve, í
sjónvarpsræðu í gær. Hundruð eru
látin af völdum kóleru í Simbabve
og þúsundir eru smitaðar, yfirlýs-
ingin hefur því vakið hörð viðbrögð.
„Vegna kólerunnar vilja hr. Brown,
hr. Sarkozy og hr. Bush grípa til
hernaðaraðgerða,“ sagði Mugabe
jafnframt. „Þar sem kóleran hefur
verið upprætt er ekki lengur ástæða
til stríðs.“
Auknar líkur á inngripi
Yfirvöld í Simbabve hafa ásakað
vestræn ríki um að nýta sér kóleru-
faraldurinn til að koma forsetanum
frá völdum. Hingað til hefur Mu-
gabe aðeins beitt valdi sínu og mis-
jöfnum leiðum til að halda embætti,
innan Simbabve. Það hefur gert al-
þjóðlega íhlutun í málefni Simbabve
erfiða en slík íhlutun er yfirleitt
rökstudd með því að viðkomandi
land stefni öryggi annarra landa í
hættu.
Nú ógnar kólerufaraldurinn ná-
grannaríkjunum Suður-Afríku, Mó-
sambík, Sambíu og Botsvana og
verður krafan um inngrip al-
þjóðlegra hjálparsamtaka því æ há-
værari.
Talið er að um 800 manns hafi lát-
ist af völdum kóleru í Simbabve og
að 16.000 hafi fengið læknisaðstoð.
Í Limpopo, nyrsta héraði S-
Afríku, hafa í það minnsta átta látist
af kóleru og yfir 660 notið lækn-
isaðstoðar.
Alþjóðleg
íhlutun sífellt
nærtækari
AP
Vatn Kólerufaraldurinn er m.a. rak-
inn til mengaðs drykkjarvatns.
Forseti Simbabve
segir kólerufarald-
urinn liðinn hjá
Í HNOTSKURN
»Að mati Alþjóðaheilbrigð-isstofnunarinnar (WHO)
gæti tala smitaðra náð 60.000
náist ekki að stöðva farald-
urinn.
»Stjórnarhættir RobertsMugabes eru sagðir
ástæða þess að efnahagur
landsins er í rúst og helm-
ingur landsmanna reiðir sig á
matvælaúthlutun erlendra
hjálparsamtaka.
SUÐUR-kóresk börn fylgjast með mörgæsum á vappi í
jólasveinabúningum í snjó í Everland-skemmtigarð-
inum í Yongin, um 50 kílómetra sunnan við Seoul, höf-
uðborg Suður-Kóreu. Everland-garðurinn er einn af
fjórum stærstu skemmigörðum heims og var opnaður
árið 1976.
Reuters
Kóreskar mörgæsir í jólaklæðum
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
VITAÐ er að minnst 55 manns létu
lífið og liðlega 100 særðust í
sprengjutilræði á kúrdískum veit-
ingastað skammt frá borginni Kir-
kuk í norðanverðu Írak í gær. Talið
er að um sjálfsvígsárás hafi verið að
ræða, að sögn lögreglunnar.
Sjónarvottar sögðu að margt fjöl-
skyldufólk hefði verið á veitinga-
staðnum, sem heitir Abdullah og er
við aðalveginn milli Kirkuk og Irbil.
Sjálfsvígsmaðurinn stóð í miðjum
salnum er hann sprengdi skyndilega
belti með dýnamíti er hann hafði um
sig miðjan. Aðrir fullyrtu að um
bílsprengju hefði verið að ræða.
Hermt var að kúrdískir embættis-
menn hefðu setið að snæðingi á
staðnum með arabískum ættbálka-
leiðtogum er árásin var gerð en sú
frétt fékkst ekki staðfest.
Enn er deilt mjög um yfirráð Kir-
kuk sem var lengi Kúrdaborg en er
nú einnig byggð Túrkómönnum,
þjóðarbroti sem er náskylt Tyrkjum
og aröbum. Vilja Kúrdar að hún
komist á ný undir þeirra stjórn en
borgin er afar mikilvæg vegna olíu-
linda á svæðinu.
Saddam Hussein lét í valdatíð
sinni flytja fjölda araba frá öðrum
stöðum í Írak til borgarinnar til að
grafa undan áhrifum Kúrda.
Tugir létu lífið
í sjálfsvígsárás
Ráðist á veitingastað Kúrda í Kirkuk