Morgunblaðið - 12.12.2008, Síða 24

Morgunblaðið - 12.12.2008, Síða 24
Náttúrukona Kolbrún kann vel við sig innan um tré og annað sem lifir. 24 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. Minnum á teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins fyrir 4. bekkinga Hægt er að skila inn myndum fram að jólafríi til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.ms.is Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ævintýrið byrjaði ífimmtugsafmælinumínu í sumar. Hluti afveislunni var sýning svipuð og þessi hér, en hún átti að vera eins konar skreyting í afmælinu. Sú sýning var í Reynisfjöru heima í Vík í Mýrdal þar sem ég bý, en fjaran þar er glæsilegasti sýningarsalur veraldar. Upp úr þessu fór boltinn að rúlla og ullarverkin mín urðu til, eitt af öðru,“ segir Kolbrún Hjörleifs- dóttir sem opnaði í síðustu viku myndlistarsýningu í Geysi Bistro/ Bar í Reykjavík. Sýningin heitir Í örmum alheimsins og þar sýnir hún myndverk unnin úr ull. Einhver sem kom að skoða sýn- inguna hafði orð á því að það væri greinilega endurfæðing að verða fimmtugur. „Ég gengst alveg við því. Hafi ég einhvern tíma verið ungling- ur, þá er ég það núna. Það vottar ekki fyrir miðaldrakrísu, ég veit ekki einu sinni um hvað það snýst, en ég er kannski illa haldin af unglinga- veiki. Ég hef tilfinningu fyrir því að ég sé að taka flugið. Mér fannst ég nefnilega fá vængi þegar ég varð fer- tug og ég sagðist ætla að taka flugið þegar ég yrði fimmtug. Það var stór- kostlegt hvernig þetta spannst sjálf- krafa. Ég gerði þessi verk eiginlega ómeðvitað. Ég náði að vera í örmum alheimsins, kúplaði mig frá öllu og fór inn í þennan heim. Ég komst í þetta flæði.“ Á freðmýrum Borgarfjarðar Kolbrún segist aldrei hafa gefið sér almennilegan tíma fyrir sjálfa sig í listsköpun fyrr en núna. „Ég hef mörg járn í eldinum, er skólastjóri, rek gistiheimili og vinn sem leið- sögumaður. Ég tók myndlistarval í Kennaraháskólanum á sínum tíma og kenndi myndmennt í mörg ár. List- sköpunin hefur ávallt búið með mér. Ég var alltaf að teikna þegar ég var lítil stelpa í sveitinni þar sem ég ólst upp á freðmýrum Borgarfjarðar. Þar var ég að skottast um úti í náttúrunni á heiðarbýlinu Tungufelli í Lund- arreykjardal, nánast á sauðskinns- skónum. Ég ólst upp fyrir tíma alls- nægta og ég fékk ekki fyrstu vatnslitina mína fyrr en ég var níu ára, þegar ég lá í hlaupabólu. Ég eyddi þeim upp til agna og þegar hár- in í penslinum voru uppurin hélt ég honum við með hrosshárum. Ég var því farin að nota dýrahár snemma í listinni,“ segir Kolbrún sem hefur unnið mikið með vatnsliti um dagana en hún hefur líka prófað silkimálun, grafík og fleira. „Ég er jafnfátækur fyrir því.“ Verkin hennar eru ýmist í sauðalit- unum eða náttúrulitum. Ullina kaup- ir hún hjá Þingborg, en Kolbrún þekkir efniviðinn vel frá því hún var krakki. „Ég veit hvernig ullin hagar sér og ég man hvernig sumir hlutar hennar krulluðust en aðrir ekki, þeg- ar kindurnar voru blautar. Ég hefði ekki getað unnið á þennan hátt með þetta efni, nema af því að ég þekki það svo vel. Faðir minn, Hjörleifur Vilhjálmsson, var mikill rækt- unarmaður, bæði með hross og sauðfé. Hann átti mislitt fé og hélt upp á það og hann átti líka ferhyrnt fé og forustufé. Mér er svo minn- isstætt að þegar borgað var meira fyrir hvítu ullina en þá mislitu, þá sagði pabbi: „Ég er nú jafnfátækur fyrir því,“ enda fór hann aldrei út í það að rækta einvörðungu hvítt fé, sem betur fer, því það mátti til dæm- is mjög litlu muna að mórauða fénu væri útrýmt úr litaflóru íslensku sauðkindarinnar. Ég vil kynna ferða- mönnum þetta einstaka efni sem ull- in er, því sauðalitirnir og varðveisla fjölbreytileika fjárstofnsins, er einn af demöntum Íslands.“ Galdrar og margþætt hugsun Sýning Kolbrúnar er náttúrutengd en nöfnin á verkunum vísa gjarnan í annan heim. „Sumir segja mig göldr- ótta og ætli galdragenin komi ekki að vestan, en ég á ættir að rekja til Dynjanda í Arnarfirði. Ég get ekki neitað því að ýmslegt gerist í kring- um mig. Og sumt sem ég segi verður að raunveruleika. Sem barn var ég ekki alltaf klár á því í hvaða heimi ég var, því ég sá ýmislegt. En að vera skyggn eða sjá eitthvað, er líka hluti af sköpunargáfu sem mér er gefin. Ég neita því ekki að ég hef fengið fyrirboða og mig dreymir mikið. En þetta eru hlutir sem ég fer varlega með. Og þetta eru kannski engir galdrar, ég er bara í örmum alheims- ins, eins og við erum öll. Hverjum dettur í hug að allt í alheiminum sé hægt að festa niður á bók eða blað? Það er eitthvert samhengi sem er miklu stórfenglegra en við getum tal- að um. Hugsunin er svo stór þáttur í öllu samhenginu og hún er svo marg- þætt og frjáls. Þetta snýst um að slaka á og hlusta á lífið. Taka á móti því.“ Eitt ár varð að tuttugu og fimm „Ég veit að í mér býr brunnur, fullur af hugmyndum og þekkingu. Í gegnum starfið mitt hef ég lært svo margt. Með öll þessi auðæfi hef ég ekki leyfi til að loka þetta inni. Mér ber skylda til að gera eitthvað með þetta. Ég er þakklát fyrir Guðs- gjafirnar. Ég ein veit hvað ég hef í pokanum og núna vil ég gefa með mér úr þessum sjóði. Ég læt gagn- rýnandann grimma á öxlinni ekki draga úr mér. Við eigum að búast við því besta.“ Kolbrún kom í Mýrdalinn sem ný- útskrifaður kennari og ætlaði að vera í einn vetur. „En árin eru orðin tutt- ugu og fimm. Náttúran þarna er svo stórkostleg og nærandi á svo margan hátt. Ég get ekki hugsað mér að fara. Ég verð að komast í fjöruna og upp- lifa öll þessi litbrigði, hljóð undiröld- unnar og brimsins og ilm náttúrunn- ar. Náttúra Íslands eru gull og gimsteinar þessa lands. Það skiptir miklu máli að vera meðvitaður um það, ekki síst þegar gefur á bátinn, eins og núna í þjóðfélaginu.“ Hefur sig til flugs Sauðalitir Ull í gömlu góðu sauðalitunum er úrvalsefni í listaverk. Á hana spruttu vængir þegar hún varð fertug og hún tók flugið fimm- tug. Galdrakonan Kol- brún Hjörleifsdóttir sækir kraft í náttúruna heima í Vík í Mýrdal. Og hún hlustar á lífið. „Sauðalitirnir og varð- veisla fjölbreytileika fjárstofnsins er einn af demöntum Íslands.“ Morgunblaðið/Valdís Thor Litríkt Ullin nýtur sín líka vel í litum regnbogans.  Ekki er vitað hvenær menn fóru að vinna ull sem textílefni. Sögur eru um að Fönixmenn keyptu ull og ullarvörur í Eng- landi á 7.öld fyrir Krist og versluðu með þennan varning í Miðjarðarhafslöndum.  Hjá Íslendingum voru heimaunnir vaðmálsdúkar og síðan handprjónaðar ull- arvörur snemma þýðing- armikil verslunarvara. Á 21.öldinni hefur íslenska ullin gengið í endurnýjun lífdaga og er eftirsótt í tískufatnað, hand- verk og listiðnað.  Ullarfarið á íslenska sauð- fénu er sérstætt. Ullin er lag- skipt og nefnist innra og fín- gerðara lagið þel, en ytra lagið, sem er grófara er kallað tog. Mikilvægustu eiginleikar ullarinnar eru að hún er hlý, teygjanleg, hefur hæfileika til að draga í sig raka án þess að virðast blaut og er vel fallin til þæfingar.  Íslenska sauðféð er marg- breytilegt á litinn. Hefur fjöldi litaafbrigða varðveist betur á Íslandi en víða annarsstaðar þar sem mislitu fé fækkaði mjög mikið vegna hreinrækt- unar fjárstofna. Íslensku auð- alitirnir eru einstakir í heim- inum. Ull er gull Rúnar Kristjánsson segir mjög talað um kreppu, en oft hafi verið kreppa hjá börnum jarðar og víða þekki fólk ekki annað: Síst er snerting heimsins hlý, harður lífsins straumur. Sjaldan verður veröld í veruleikinn draumur. Einn kunningi Rúnars sagði að best væri að láta sig dreyma um bjartari tíð: Svo þú fáir sálarfrið og sinnið gleðibætur, drauma viltu dvelja við daga bæði og nætur. Ljósra heima litadýrð leyfir enga skugga. Þangað oft þú feginn flýrð, færð þar sól á glugga. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af kreppu og veruleika

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.