Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.12.2008, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Róðurinn tilað réttarekstur ríkissjóðs af verð- ur landsmönnum þungur næstu ár- in. Fólk á orðið erfitt með að skilja þær háu upphæðir sem nefndar eru í umræðum um efnahagsmál og hvaða þýð- ingu þær hafa. Eitt er víst. Versnandi afkoma hins opin- bera mun hafa áhrif á hag heimilanna í náinni framtíð. Í gær tilkynnti ríkis- stjórnin að hallinn á rekstri ríkissjóðs stefndi í að verða 215 milljarðar króna á næsta ári. Með sérstökum aðgerðum væri hægt að minnka hallann í 165-170 milljarða króna á einu ári. Það jafngildir um 750 þúsund krónum á hvern Íslending 18-80 ára. Og hall- inn hefur aldrei verið meiri. Til að mæta gríðarlegum hallarekstri og skuldbind- ingum, sem ríkið tekur á sig í kjölfar hruns bankakerfisins, er óhjákvæmilegt að skuld- setja ríkissjóð verulega. Samkvæmt spá Seðlabank- ans frá því í nóvember verður 13% halli á ríkisfjármálunum á næsta ári, 12% árið 2010 og 8% 2011. Ekki er gert ráð fyr- ir að ríkissjóður verði rekinn með hagnaði fyrr en árið 2013 samkvæmt mati Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Til að draga úr áhrifum þessara þrenginga á almenn- ing í landinu er nauðsynlegt að ríkisstjórnin bregðist strax við. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra kynnti í gær niður- skurð ríkisútgjalda um að minnsta kosti 35 milljarða króna. Jafnframt á að hækka tekjuskatt einstaklinga um eitt prósentustig. Þetta skilar ríkissjóði 42 milljörðum króna betri afkomu en í stefndi. Reyna á að spara þrjá milljarða til viðbótar við með- ferð fjárlagafrumvarpsins í gegnum Alþingi. Þrátt fyrir þessa viðleitni ríkisstjórnarinnar minnka út- gjöld ríkissjóðs ekki í krónum talið milli ára miðað við áætl- uð útgjöld þessa árs. Nauð- synlegt er að gera betur. Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í viðtali við Morgun- blaðið í gær að öryggisnet samfélagsins byggðist á því að efnahagur ríkisins væri í lagi. Það kæmi ekki af himn- um ofan heldur yrði að borga fyrir það. „Besta hjálpin sem almenningur getur fengið er að góð skikkan sé tryggð á opinberum fjármálum af því að ekkert er ókeypis,“ sagði hann. Persson sagði að íslensk stjórnvöld yrðu að sýna strangt aðhald í ríkisrekstri og rétta af fjár- lagahallann. „Ég gerði það og end- aði sem einn hat- aðasti stjórnmálamaðurinn í Svíþjóð í áraraðir en það var þess virði þar sem hinn kost- urinn var verri,“ sagði Pers- son og bætti við að við mætt- um engan tíma missa. Þessi orð sænska jafnaðar- mannsins verða ráðherrar í ríkisstjórninni, sérstaklega þeir sem eru í sífelldri vin- sældakeppni, að taka trúan- leg. Forystumenn launafólks verða líka að reyna að skilja þær erfiðu aðstæður sem þjóðarbúið er komið í. Við er- um öll á sömu skútunni. Allir verða að standa í lappirnar eins og Persson gerði og ekki velja verri kostinn. Þrátt fyrir að viðbrögð stjórnvalda nú séu ófullnægj- andi gerir forsætisráðherra sér grein fyrir að stíga þarf skrefið til fulls ef marka má ummæli hans á blaðamanna- fundinum í gær. Þar sagði hann að þessi niðurskurður væri fyrsta skrefið í þá átt að koma jafnvægi á ríkisfjár- málin aftur en ljóst væri að það þyrfti að taka verulega á í þeim efnum. Ríkisstjórnin á nefnilega ekki marga kosti í stöðunni. Samkvæmt samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er svigrúm til að skila fjár- lögum fyrir næsta ár með halla sem samræmist sveiflu- jafnandi hlutverki ríkisfjár- mála. Það er að tekjur dragist saman í niðursveiflu og út- gjöld atvinnuleysistrygginga og annarra bótakerfa aukist á sama tíma. Hins vegar ber ríkisstjórninni að taka fastar á ríkisfjármálunum fyrir árið 2010 með frekari niðurskurði útgjalda og hækkun skatta. Tillögur gærdagsins voru því fyrsta skrefið í sárs- aukafullri aðlögun ríkisfjár- mála í átt að hallalausum rekstri ríkissjóðs. Það mun snerta allan almenning á Ís- landi í formi lækkandi kaup- máttar, hærri skatta og minni þjónustu hins opinbera. Mikilvægt er að standa vörð um velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfið, menntun og löggæslu við þessar aðstæður eins og ríkisstjórnin stefnir að. Þótt ávallt megi auka skil- virkni í rekstri grunnþjónust- unnar viljum við hlúa að þeim sem höllum fæti standa og grípa þau tækifæri sem felast í vel menntuðu fólki. Þótt reyni á ráðamenn við þessar aðstæður hvílir endur- reisn íslensks samfélags á herðum fólksins. Sú vegferð er nú hafin. Endurreisn íslensks samfélags hvílir á herðum fólksins} Endurreisnin hafin É g er íhaldssamur þegar kemur að fjölmiðlum. Allt sem þykir gam- aldags og hallærislegt við Rík- isútvarpið finnst mér frábært. Dánarfregnir og jarðarfarir, kynnarnir í sjónvarpinu, fréttastefin, sviðs- myndirnar. Því hallærislegra því betra. Ég er hræddur við poppaða ljósvakamiðla. Þeir eru góðra gjalda verðir en koma ekki í staðinn fyrir brakandi traustu leiðindin í RÚV. Ég er líka einn af þeim sem urðu hálfskelkaðir þegar ég komst að því að útvarpsstjóri væri kominn á svaka laun og forstjórajeppa. Það er ekki RÚV- stíllinn. Útvarpsstjóri á frekar að sitja inni á skrifstofu sinni og hugsa um íslenskt mál, lesa ljóð eftir Grím Thomsen og borða hrossabjúga. Ég veit að það er óskhyggja en helst vildi ég að útvarps- stjóri vissi ekki einu sinni hvað orð eins og rekstrarafkoma eða hagræðissjónarmið þýddu. Grímur Thomsen notaði allavega aldrei svoleiðis orð en samt var hann mikill höfð- ingi. Ég sé hann fyrir mér veifa af hlaðinu á Bessastöðum í gjáandi leðurstígvélum og aðsniðnum magisterjakka. Mikil er sú mynd. Mér líst vel á frumvarp menntamálaráðherra um sam- drátt í umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. Þetta mun þó kosta okkur skattgreiðendur aukin útlát sama hvernig stjórnmálamenn stilla því upp. Það kann að vera óvinsæl skoðun en mér finnst réttætanlegt að skattpína almenning í þágu Ríkisútvarpsins. Ég vil bara vera viss um að pen- ingarnir fari ekki í ofurlaun stjórnenda, ímyndarvinnu eða neinskonar stórfyrirtækja- fínirí. Ég vil að peningunum sé eytt skyn- samlega og örugglega í ljótar en traustar sviðsmyndir, ábyggilegan og brakandi þurran fréttaflutning, innlent sjónvarpsefni um gler- skurðarlist kvenna á Suðurlandi og fleira sem lýtur að þjóðlegum fróðleik. Þetta er mín skoð- un um hlutverk Ríkisútvarpsins og hún er al- gengari en þið haldið. Ímyndið ykkur hvernig samfélagið væri ef starfsemi Ríkisútvarpsins yrði lögð niður í nú- verandi mynd. Myndi FM957 sjá um að flytja dánartilkynningar? „Þarna heyrðum við lagið Sex Me To Death með Modjo Porno en talandi um dauðann þá var Steingrímur Sigurgeirsson trésmiður, Stallasmára 17, Kópavogi, steindauður í gær- morgun þegar konan hans ætlaði að vekja hann. Shit Hap- pens. Blóm og kransar alls ekki afþakkaðir enda getið þið keypt flott blóm á dúndurverði í Garðlandi hjá Jóa Mel.“ Ef þetta eru ekki nægjanleg rök fyrir ykkur get ég sagt eitt að lokum. Hjá Ríkisútvarpinu vinna hundruð menn- ingarvita sem fá áhugamálum sínum og sérvisku farveg í starfi sínu. Ef þetta fólk myndi missa starf sitt yrði sam- félagið undir flóðbylgju af súrum sögulegum skáldsögum um áhrifamátt kvenna á þjóðveldisöld. Betra er þó að þessum áhugamálum sé tappað af á skynsamlegan hátt í reglulegum útvarpsþáttum á Rás 1. Áfram RÚV! bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com Bergur Ebbi Pistill Mikilvæg orð um hlutverk RÚV Skíðasvæðin tilbúin að taka á móti gestum FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is S KÍÐAMENN fengu fiðr- ing þegar þær fréttir bár- ust í vikunni að byrjað væri að snjóa í Bláfjöllum og búið að opna braut fyrir göngufólk. Nú vona menn að það farið að snjóa af krafti svo fólk geri byrjað að renna sér niður brekkurnar í Bláfjöllum og Skála- felli. Síðsti vetur var alger metvetur í skíðalöndum höfuðborgarinnar. Opið var lengur en nokkru sinni áð- ur eða í 72 daga. Og gestir urðu fleiri en nokkru sinni áður, eða samtals tæplega 76 þúsund í Bláfjöllum og Skálafelli. Menn eru að vona að komandi vetur verði ekki síðri, segir Magnús Árnason, framkvæmda- stjóri skíðasvæðanna. Sumarið hefur verið notað vel til framkvæmda. Í Bláfjöllum er verið að leggja lokahönd á síðustu snjó- girðingarnar en samtals verða lagðir 1.300 metrar af snjógirðingum þar. Landmótun í Bláfjöllum var veru- lega mikil í sumar en samtals var ýtt og breytt u.þ.b. 100.000 rúmmetrum. „Það er okkur sönn ánægja að full- yrða að norðurleiðin (öxlin) er orðin flottasta skíðabrettaleið á landinu,“ segir á heimasíðu skíðasvæðanna. Einnig hefur verið lögð mikil vinna í brekkur á suðursvæðinu og bætt við einni æfingaleið við Tvíburana. Lýs- ing hefur verið bætt verulega, bæði í Bláfjöllum og Skálafelli. Lýsing hef- ur verið aukin í Eldborg, gamli æf- ingabakkinn við Drottninguna hefur verið lýstur upp og einnig blindir blettir í Kóngsgili. Þá hefur lýsing verið bætt á suðursvæðinu. Í Skála- felli hefur verið sett upp ný lýsing með stólalyftunni og byrjenda- brekkan hefur verið lýst upp. Loks er búið að setja upp 700 metra snjó- girðingu í Skálafelli. Í undirbúningi er að setja upp snjóframleiðslukerfi í Bláfjöllum og Skálafelli, en slíkt kerfi hefur t.d. gefið mjög góða raun í Hlíðarfjalli á Akureyri. Það krefst mikils und- irbúnings að koma upp slíku kerfi, að sögn Magnúsar Árnasonar, enda þarf að leggja vatnsleiðslur um svæðin. Nú er unnið að deiliskipu- lagi og því að afla leyfa fyrir starf- seminni. Bláfjöllin eru á vatnsvernd- arsvæði og því sérstaklega viðkvæm. Hugmyndin er sú að Orkuveita Reykjavíkur leggi vatnsleiðslurnar og skíðasvæðin borgi þann kostnað til baka með tíð og tíma. Hins vegar ætla skíðasvæðin að kaupa sjálfan búnaðinn til snjóframleiðslu, þ.e. snjóbyssurnar. Fall krónunnar hefur breytt öllum forsendum áætlana, sem gerðar voru. Samkvæmt lauslegri áætlun átti verkið að kosta 300 milljónir. Við frekari skoðun fór áætlunin upp undir 500 milljónir og eftir fall krón- unnar hækkaði talan í 700 milljónir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bláfjöllin Skíðamenn vonast til að komast í lyfturnar sem allra fyrst. .P/      !!"#$%%" (4 1)         SALA vetrarkorta á skíðasvæði höfuðborgarinnar er hafin. Verð á vetrarkortum er óbreytt frá því í fyrra. Sérstakt tilboð er á vetr- arkortum til 5. janúar og á heima- síðu skíðasvæðanna er bent á kort- in sem tilvalda jólagjöf. Samkvæmt tilboðinu kostar vetr- arkort fyrir fullorðna 15 þúsund krónur, en kostar annars 22 þúsund krónur. Vetrarkort fyrir börn kost- ar 6.500 krónur. Einnig er hægt að kaupa fjölskyldukort fyrir 39 þús- und krónur og gildir það fyrir tvo fullorðna og tvö börn. Fólk kaupir árskortin í upphafi vetrar og það er auðvitað háð veðri hve mikið er hægt að nota þau. Síðasti vetur var hagstæður, opið marga daga, og því fékk fólk mikið fyrir peningana. Hlutfall árskorta síðasta vetur, samkvæmt teljara, var 7% af veltu. Í fyrravetur voru færri dagar sem opið var og hlutfallið 14%. ENGIN HÆKKUN ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.